24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 29
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Landsmótin eru auðvitað aðal- vettvangur hestamanna. Þetta eru einhverjar stærstu útisamkomur sem haldnar eru á landi, 20 til 30 þúsund manna samkomur,“ segir Júlíus en hann er enginn nýgræð- ingur í greininni. „Ég hef verið í kringum hesta síðan ég man eftir mér og hef átt hesta nánast óslitið í rúmlega 40 ár. Ég því dálitla reynslu.“ Umfjöllun mætti vera meiri Júlíus lætur sér ekki nægja að halda og eiga hesta heldur er hann ritstjóri vefsíðunnar 847.is sem fjallar um hestamennsku. „Mér þykir vænt um þessa grein og hef því dottið í allskonar fjöl- miðlastörf í tengslum við hana. Mér rann til rifja að horfa upp á ákveðið misrétti sem hestamenn voru beittir. Hestamennska er lítið tekin með í íþróttaumræðu, sér- staklega miðað við að allavega 30 þúsund Íslendingar stunda hana og Landsamband hestamanna er eitt fjölmennasta aðildarfélag ÍSÍ.“ Fólk fær eitthvað til baka Töluvert umstang er í kringum hesta og segist Júlíus í raun hissa á því hversu margir leggja út í þetta. „Ef þú ætlar að byrja í golfi þá geturðu bara keypt golfsett og hent því í geymslu ef þú færð nóg. En það fylgir því heilmikil binding og kostnaður að byrja í hesta- mennsku. En samt lætur fólk sig hafa þetta. Og ég held að það liggi í því að það fær eitthvað til baka.“ Og fáir hætta þó harðni á dalnum. „Það eru til frægar sögur af fólki sem sveltir sjálft sig en hefur alltaf nóg að éta uppi í hesthúsi.“ Júlíus Brjánsson mun ekki láta sig vanta á Landsmót hestamanna Svolítið hissa hvað þetta er vinsælt Júlíus Brjánsson leikari hefur umgengist hesta allt sitt líf. Hann segir bæði krefjandi og gef- andi að eiga hesta en er í raun svolítið hissa á því hversu vinsælt það er þrátt fyrir alla vinnuna. Þarfasti þjónninn Sterkt samband myndast jafnan á milli hests og eiganda. ➤ Landsmót hestamanna varhaldið á fjögurra ára fresti til ársins 1998 en hefur verið haldið á tveggja ára fresti síð- an þá. ➤ Mótið hófst 30. júní og stend-ur til 6. júlí, en það fer fram á Hellu í þetta sinn. LANDSMÓT HESTAMANNA 24stundir FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 29 Páll Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri tímaritsins Útivistar, bókahöfund- ur og blaðamaður til fjölda ára, sendi nýlega frá sér bókina 101 Ís- land - Áfangastaðir í alfaraleið. Í henni er lesendum bent á 101 áhugaverðan stað um allt land sem ferðalangar geta heimsótt með fremur auðveldum hætti. Eru þeir misþekktir, sumir jafnvel heims- frægir en aðrir hafa verið faldir í munnlegri geymd heimamanna. Þekkti ekki alla staðina sjálfur „Ég og Rósa Sigrún Jónsdóttir, eiginkona mín, lágum úti á Íslandi í nærri tvo mánuði síðastliðið sum- ar við gagnasöfnun. Við höfum ferðast mikið um Ísland síðastliðin 30 ár, bæði í tengslum við bóka- skrif og af áhuga. En þó voru all- margir staðir sem ég þekkti ekki áður.“ Segir Páll jafnframt að margir staðir hafi bæst við á leiðinni. „Við gerðum lista af stöðum sem okkur fannst áhugaverðir áður en við lögðum af stað. Svo þegar við komum á vettvang þá fórum við heim á bæi, töluðum við heima- menn og hittum fólk. Og þá breytt- ust listarnir alltaf mjög mikið. Þannig fundum við fullt af stöðum sem við höfðum ekki skoðað áður og við ákváðum að taka með í bók- ina.“ Þó svo að bókin sé miðuð við að allir sem eru á ferðalagi geti skoðað staðina án fyrirhafnar þá nýtur Páll Ágeir sín sjálfur best á afskekktari stöðum. „Þegar við komumst út úr borg- inni og á vit náttúrunnar þá verð- um við eins og við eigum að okkur að vera. Þá komumst við í nátt- úrulegt ástand og verðum bara eins og refur, kind eða blóm. Bara hluti af náttúrunni.“ hj 101 Ísland - Áfangastaðir í alfaraleið Á Hvannadals- hnúki Páll Ásgeir er mikill útivist- armaður. „Aðsóknin er búin að vera góð, sérstaklega í Djúpa- vatn sem er fjölskylduparadísin okkar,“ segir Hans Ólafsson, formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, en auk Djúpavatns stendur félagið fyrir veiði í Hlíð- arvatni og Kleifarvatni. „Við Djúpavatn fær fólk hús og vatn út af fyrir sig og má vera með nokkrar stangir og þar er algengt að tvær fjölskyldur leigi húsið. Þarna er barnvænt og aðgrunnt víða við vatnið.“ Djúpavatn liggur sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 metrar en vatnið er 0,15 ferkílómetrar að stærð. Er það einungis í 35 km fjarlægð frá Reykjavík. Að sögn Hans hefur veiðin í vatninu verið jöfn það sem af er sumri en urriða er sleppt í vatnið. „Þannig tryggjum við að alltaf sé einhver veiði. Svo er líka fullt af smábleikju í vatninu.“Á vefsíðunni Leyfi.is má finna upplýsingar um veiðileyfi í Djúpa- vatni og á fjölmörgum öðrum stöðum. Fjölskylduparadís við Djúpavatn Sniðugt fyrir fjölskylduna Það þarf ekki að kosta stórfé að fara í stangaveiði með fjölskylduna. „Tilefnið er aðallega bara að vekja athygli á þessum gönguleið- um sem eru hér í Dalvíkurbyggð. En svo er líka 10 ára afmæli sveitar- félagsins. Þannig fannst okkur upplagt að hafa viku þar sem boðið yrði upp á sjö göngur í frírri leið- sögn,“ segir Freyr Antonsson, upp- lýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar. Þegar hefur verið farið í fjórar göngur - eina á hverjum degi - og eru enn nokkrar eftir. „Veðrið spilaði aðeins inn í fyrst en þetta hefur bara gengið þrælvel. Það voru fimm manns í þeirri fyrstu en veðrið á sunnudag var reyndar frekar leiðinlegt. En það var samt skemmtilegt og við óðum snjó upp á læri sem hlýtur að teljast óvenjulegt í lok júní. Svo fóru 10 manns í næstu ferð, upp að Nyk- urtjörn og loks 26 að Skeiðsvatni.“ Það fjölgar því jafnt og þétt í hópnum og býst Freyr við enn fleira fólki um helgina, og í dag, því búist er við góðu veðri. Á laugardag fer svo Þorvalds- dalsskokkið fram, en það er elsta skipulagða óbyggðahlaupið á Ís- landi. Verður leiðin gengin klukk- an átta um morguninn fyrir þá sem vilja og hlaupin klukkan tólf. Síðasta ganga vikunnar er svo klukkan 19 á laugardagskvöld en þá verður gengið upp á Sólarfjall og þar verður að sjálfsögðu horft á sjálft sólarlagið á miðnætti. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér Gönguviku í Dalvíkurbyggð er bent á heimasíðuna www.dalvik.is/ gonguvika en þar má nálgast allar frekari upplýsingar. hj Göngur á Dalvík Gönguvika í Dalvík- urbyggð stendur nú yfir í fyrsta sinn en hún hófst síðastliðinn sunnudag. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það eru til frægar sögur af fólki sem sveltir sjálft sig en hefur alltaf nóg að éta uppi í hesthúsi. útivist Alla daga frá10til 22 800 5555

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.