24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Þú kaupir tvennar buxur og færð þriðju fríar. Tilboð gildir aðeins fimmtudag og föstudag. Lokum vegna sumarleyfa 7. júlí. OFNÆMI… NEI TAKK 527 040 Neutral vörurnar eru viðurkenndar af Ofnæmis- og astmasamtökum Norðurlanda E N N E M M / S IA / N M 3 4 3 7 3 VIKUTILBOÐ OPIÐÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD TIL KL. 21:00 Í SUMAR VÍKURHVARF 6 SÍMI 557 7720 WWW.VIKURVERK.IS Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur og Elías Jón Guðjónsson Fjórir af fimm framkvæmdastjór- um Reykjavík Energy Invest sögðu upp á mánudaginn. Þeir eru Vil- hjálmur Skúlason, Gunnar Örn Gunnarsson, Gestur Gíslason og Þorleifur Finnsson. Einn fram- kvæmdastjóri er eftir hjá REI og hann er Guðmundur Sigurjónsson. Sem kunnugt er lét forstjóri REI, Guðmundur Þóroddsson, af störf- um fyrir um mánuði eftir að stjórn fyrirtækisins ákvað að láta hann fara. Framkvæmdastjórarnir fjórir sem sögðu upp nú um mánaða- mótin eiga eftir að vinna út þriggja mánaða uppsagnarfrest. Enginn þeirra er í vinnunni og fæstir í símasambandi. Þeir fóru saman í gönguferð um Hornstrandir, nema Vilhjálmur sem er varaformaður Landssambands hestamanna og því á landsmóti. Hann var því sá eini sem loks náðist í. Staðfestir þreytu á ástandi Vilhjálmur staðfesti uppsagnirn- ar, en sagði að ekki hefði staðið til að ræða þær í fjölmiðlum, nóg væri komið af slíku. Hann staðfesti að pólitíkin væri ástæðan. „Við erum orðnir þrekaðir af samstöðuleysi. Okkur sýnist menn ekki vera póli- tískt sammála og eru einhverjar líkur á að það sé að breytast? “ spyr Vilhjálmur Skúlason. Starfsmennirnir hafa komið að helstu verkefnum REI og OR, sum- ir mjög lengi. Grímur, sem er jarð- eðlisfræðingur, hefur komið að nær öllum verkefnum REI sem vís- indamaður. Gestur vann í rúman áratug við undirbúning Bitruvirkj- unar sem hefur verið slegin af. Þor- leifur hefur verið hjá OR á þriðja áratug. Gunnar Örn hefur verið í verkefnum REI í Afríku og Vil- hjálmur kom að Rússlands- og Alaskaverkefnum ásamt Guð- mundi Þóroddssyni. Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður REI, segir stjórnina hafa verið viðbúna því að þetta gæti gerst. Fyrirtækið eigi alveg að kom- ast yfir þetta. Þetta mun ekki setja verkefni fyrirtækisins í hættu. Lykilmenn REI segja upp starfi  Allir framkvæmdastjórar REI nema einn sögðu upp á mánudag  Þeir gáfust upp á pólitískum glundroða Hvasst Pólitískir vindar næða enn um OR og REI. ➤ Tólfta október síðastliðinnsprakk meirihluti borg- arstjórnar Reykjavíkur. Síðan hefur óvissa ríkt um REI. ➤ Fimmtán starfsmenn vinnafyrir REI á Íslandi og erlendis, þriðjungur á uppsagnarfresti. ÓVISSUFERÐ REI Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Ef farið er í sund tvisvar í viku eða oftar getur borgað sig að kaupa árskort. Sundlaug Kópavogs og Sund- laugin í Borgarnesi bjóða árskort á 17.500 krónur en dýrast er árskortið í sundlaug Akureyrar 27.300 kr. Munur á hæsta og lægsta verði er 56%. Ekki er um tæmandi könnun að ræða. 56% munur á árskortinu Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDAVAKTIN Könnun á verði á árskorti í sund Sundstaðir Verð Verðmunur Sundlaugin í Borgarnesi 17.500 Sundlaug Kópavogs 17.500 Sundlaug Garðabæjar 20.000 14% Sundlaugar Reykjavíkur 24.000 37% Sundlaugin á Egilsstöðum 25.300 45% Sundlaug Akureyrar 27.300 56% „Við höfum höfðað staðfesting- armál og það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun september,“ segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður íbúa í Lundi 1 í Kópavogi sem fengu í síðustu viku lögbann á vegafram- kvæmdir við húsið sem þeir telja ekki vera samkvæmt skipulagi. Lögbannið mun því standa að minnsta kosti fram í september þegar það verður dómtekið. ejg Lögbann áfram í september Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það er ekki allt sem sýnist þegar farið er að skoða hvert er raunveru- legt framlag greinarinnar,“ segir Vilborg H. Júlíusdóttir hagfræð- ingur hjá Hagstofunni um áhrif ál- framleiðslu á Íslandi. Fram hefur komið að ál verði helsta útflutn- ingsafurð Íslendinga á þessu ári. Hagnaður úr landi Vilborg tekur sem dæmi að árið 2006 hafi framleiðsluvirði í ál- og kísiljárnsframleiðslu verið 69,5 milljarðar króna og bendir á að eftir að búið er að taka út annan rekstrarkostnað annan en laun þá standi eftir 19,7 milljarðar sem séu framlag til landsframleiðsl- unnar. „Þar inni er hagnaður sem rennur út úr landinu því þetta eru erlend fyrirtæki og það sem eftir situr eru í raun og veru bara laun- in sem eru framlag til þjóðartekn- anna.“ Launin helsta framlagið Hún segir að árið 2006 hafi verið greiddir um 5,6 milljarðar í laun í þessum iðnaði. „Þetta er það sem er kannski hreint framlag greinar- innar til þjóðartekna,“ segir hún og bætir við: „Svo er hagnaðurinn sem er 13,2 milljarðar og hann rennur kannski úr landi til eigenda þegar búið er að borga af fjármagn- inu og annað.“ Meira frá sjávarútvegi Hún segir að í sjávarútvegi og ferðaþjónustu sitji töluvert hærra hlutfall eftir í landinu. „Því að hagnaðurinn situr eftir í landinu auk launanna.“ Ekki allt sem sýnist  Álver skilja minna eftir en sjávarútvegur og ferðaþjónusta ➤ Því er spáð að flutt verði út álfyrir 165 milljarða króna á þessu ári. ➤ Á síðasta ári var flutt út ál fyr-ir rúma 80 milljarða króna. ÁLÚTFLUTNINGUR Álver Skila minna til þjóðarbúsins en virt- ist í fyrstu.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.