24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Hollvinir Ríkisútvarpsins ganga nú fram fyrir skjöldu einn af öðrum og krefjast þess að stjórnvöld standi við fyrirheit um framlög til ríkisfjölmið- ilsins í samræmi við það sem menntamálaráðherra og ríkisstjórn lofuðu þegar ný lög um Ríkisútvarpið ohf. voru samþykkt. Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins, Fjórðungssamband Vestfjarða, Félag fréttamanna, fulltrúi VG í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. og stjórnarand- staðan núverandi syngja saman kröfusönginn um meira rekstrarfé. Þeir mótmæla niðurskurði sem bitni á öryggishlutverkinu, fréttaþjónustunni og mest á landsbyggðinni. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir því yfir brúna- þungur að útvarp allra landsmanna eigi nú engan vin í ríkisstjórninni. Það er vonum seinna að formaðurinn átti sig á því. Hvar var Guðni þegar lög- in um ohf-ið voru samþykkt? Jú, í ríkisstjórninni! Varla hefur hann trúað því þá að frumvarpið um að breyta RÚV í hlutafélag hafi verið flutt af vin- um ríkisrekins útvarps! Og hafi hann trúað því er hann auðginntari en heppilegt getur talist. Guðni ætti að hafa tekið eftir því að frumvarpið um breytt rekstrarform RÚV flutti þingmaður sem áður hafði lagt fram frum- varp um að einkavæða stofnunina. Hollvinirnir og Guðni eru langt á eftir tímanum. Þeir eru að verja Rík- isútvarpið eins og það var í gamla daga. Ríkisútvarpið er orðið fyrirtæki á markaði og löngu hætt að haga sér eins og þjóðarútvarp. Það segir upp ódýrum lykilstarfsmönnum úti á landi en launar best þá sem keppast alla daga við einkareknu miðlana um vinsælasta afþreyingarefnið. Forráðamenn fyrirtækisins eyða svo púðri í að verja launaleynd og stjórna eins og RÚV sé stórfyr- irtæki í útrás en ekki fjölmiðill í almannaþjónustu. Með síðustu aðgerðum stjórnenda RÚV birtist skýr sýn. Þeim hugnast ekki hefðbundið hlutverk og til- gangur Ríkisútvarpsins og telja svæðisútvarp ekki mjög mikilvægt. Það er sjónarmið sem margir deila með þeim. Hollvinirnir og Guðni gera það ekki. En vinir RÚV eru á rangri braut þegar þeir hrópa á meira fjármagn strax. Þeir ættu frekar að efna til umræðu um hvort eða hvernig Ríkisútvarpið gegnir því al- mannavarna- og almannaþjónustuhlutverki sem rétt- lætir að ríkið reki fjölmiðil. Verði niðurstaðan sú að svo sé ekki lengur, þá er fátt eftir annað en að dusta rykið af frumvarpi nokkurra þingmanna Sjálfstæð- isflokksins um einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Hollvinir sýndar- veruleikans 500 milljarðar fyrir einkavæddu bankana sem græða fyrir hluthaf- ana, ekkert mál. Fleiri hundruð milljónir fyrir hé- gómlega umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, ekkert mál. Eilífar brosandi ferðir um allan heim með dag- peningum, fylgd- arliði og sóun, ekkert mál. Varnarmálastofnun og hernaðarútgjöld upp á að ganga 2 milljarða, ekkert mál. En að bæta hag 200 ljósmæðra í landinu? Leiðrétta kjör þeirra eft- ir 6 ára háskólanám? Standa við gefin loforð? Nei, þar er farið yfir strikið. Allar ljósmæður eru hjúkrunarfræðingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir vglilja.blog.is BLOGGARINN Ekki í lagi Við Sigurveig ætlum að gifta okk- ur hér á Folegandros í kvöld. Þetta verður borgaraleg athöfn, undir stjórn bæj- arstjórans hér sem heitir Lefteris – hvorugt erum við meðlimir í hinni fornu grísku kirkju. Veislan verður hald- in í blómagarði sem heitir Pounta. Veit- ingar verða að grískum sið. Mesta spennan hefur verið hvort bærust í tæka tíð föt sem ég hafði pantað mér vegna búðkaupsins. Þau komu seint í gærkvöldi, með síðasta skipinu sem hingað kom fyrir athöfnina. Annars hafði ég hugleitt að breyta um og halda brúðkaupið á lítilli nektarströnd. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils Brúðkaup Prófessorinn bendir á að vandi ís- lensks efnahagslífs snúist ekki síst um að Seðlabankinn og jafnvel ís- lenska ríkið séu ekki nægilega stór í sniðum til að vera bakhjarl fyrir fjármálageirann og skuldir lands- manna. Samfylkingin hef- ur haft á stefnu- skrá sinni að Ís- land gangi í Evrópusambandið. Samfylkingin hefur líka leynt og ljóst á stefnuskrá sinni að Ísland taki upp evruna sem ekki verður gert á annan hátt en með inn- göngu í ESB. Með því að taka upp evruna myndi íslenskt efnahagslíf og þar með bankarnir sjálfkrafa fá Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl. Árni Snævarr arni.eyjan.is Bakhjarlinn Björg Eva Erlendsdóttir beva@24stundir.is Ljósmæður hafa sagt upp störfum vegna lélegra launa. Nám ljósmæðra er sex ára háskólanám og laun þeirra í engu samræmi við lengd og umfang náms eða þær hæfniskröfur sem gerðar eru til þeirra sem sérfræðinga í ljósmæðra- fræðum. En af hverju eru laun þeirra svona lág? Í umræðunni undanfarna daga hef ég heyrt og lesið setningar eins og „ lífsnauðsynleg kvennastétt“ , „konur geta ekki haldið í sér“ og fleira í þeim dúr. Getur verið að hróplega lág laun þessarar stéttar eigi sér þá skýr- ingu að hér er um ræða störf sem eingöngu konur sinna? Í þjóðarvitundinni séu ljósmæður konur sem vinna fallega og göfuga vinnu en ekki litið á þær sem sérfræðinga með langt og strangt nám að baki sem krefur þær um mikla sérþekkingu? „Konur geta ekki haldið í sér“!! Hvað þýðir þetta? Eru konur einar að eiga börn í þessu samfélagi okk- ar? Eru ekki foreldrar að fara að eignast barn? Hafa karlar ekki áhyggjur af yfirvofandi fæðingu barns síns og jafnvel lífi barnsmóður sinnar? Eða vænt- anlegir afar og ömmur? Umræðan á að snúast um mikilvægi starfsins og launin eiga að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til þess. Það er lítilsvirðing gagnvart ljósmæðrum að skipa þeim á lægri stall en öðrum háskólamenntuðum stéttum með sambærilega menntun. Var það ekki ein af heitstrengingum núverandi ríkisstjórnar að minnka skuli óútskýrðan kynbundin launamun? Og þá sérstaklega hjá hinu opinbera. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og vinnutíminn óreglu- legur og langur. Fæðing nýs ein- staklings er merkisviðburður í lífi fólks og væntingar okkar eru að fá heilbrigðan einstakling í heiminn. Gleðin yfir nýju lífi er mikil og við metum gæfu okkar í börnunum okkar, eða hvað? Hví eru laun þeirra sem sýsla með veraldlega hluti hærri en þeirra sem taka á móti nýju lífi í þennan heim? Spyr sú sem ekki veit. Höfundur er ljósmóðir og framhaldsskólakennari Uppsagnir ljósmæðra ÁLIT Ágústa Jó- hannsdóttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.