24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 34
Eftir Trausta S. Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Það er erfitt að verða fyrir von-
brigðum með grínmyndir þegar
væntingarnar eru engar. Rob
Schneider, sem ólíkt Pauly Shore
hefur á ótrúlegan hátt tekist að
halda sér í sviðsljósinu, þrátt fyrir
frekar lélegar bíómyndir, er alls
ekki allra og sannar það enn og aft-
ur í Big Stan.
Úr væskli í varg
Myndin segir af Stan, sem
dæmdur hefur verið til fangels-
isvistar og er afar hræddur við þá
tilhugsun að sér verði líklega
nauðgað af sér harðari mönnum.
Því ákveður hann að læra sjálfs-
varnarlistir, sem Meistarinn kennir
David Carradine, sem leikur
Meistarann, virðist strax kominn í
skítinn eftir gott „comeback“ í Kill
Bill myndunum. Hans persóna er
þó hvað fyndnust í myndinni, sem
er eins konar samsuða allra Kung
fu persóna sem hann hefur leikið.
Myndin er þó kannski ekki eins
leiðinleg og búist var við.
Henni tekst ágætlega upp í því
sem hún ætlaði sér; að vera kjána-
leg, hneykslandi og grunnhyggin.
En það þarf meira til að kitla
hláturtaugarnar, því allt ofantalið
má nálgast í raunveruleikaþáttum.
honum. Í fangelsinu kemst hann á
snoðir um ýmislegt misjafnt og
notar hæfileika sína til að koma á
jafnrétti meðal fanganna og
klekkja á fangelsisstjóranum.
Einum of grunnhyggin
Að sjá Rob Schneider fram-
kvæma flóknar slagsmálasenur er
álíka trúverðugt og að sjá og heyra
Sylvester Stallone flytja verk eftir
Shakespeare. En það er líka fyndið,
á sinn aulalega hátt. Og ekki skort-
ir aulabrandarana, sem eru mis-
góðir og helst kjánalegir.
Í myndinni eru ófærri tilvísanir í
endaþarmsmök heldur en í kónga-
blárri hommaklámmynd og í raun
einkennilegt hvað þeirri iðju er
gert hátt undir höfði. Má segja að
ákveðnum botni hafi verið náð.
Smár en knár Rob Schneider er merkilega fyndinn miðað við hvað hann er smár.
Hann þyrfti að vera minnst 10 cm hærri til að fá eina stjörnu í viðbót.
Rob Schneider enn við sama heygarðshornið
34 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir mörg mögur ár hefur hinn
klassíska skáldsagnapersóna
Arthurs Conans Doyle, Sherlock
Holmes, orðið áberandi á ný.
Kvikmyndablaðið Variety greinir
frá því að í bígerð sé ný mynd um
þá félaga Sherlock Holmes og Dr.
Watson. Þessi mynd mun verða
býsna frábrugðin öðrum mynd-
um um spæjarann ráðagóða því
hér er um að ræða grínmynd.
Heimildir Variety segja að Sacha
Baron Cohen, sem er líklega bet-
ur þekktur undir nöfnunum Bo-
rat og Ali G, muni leika sjálfan
Sherlock Holmes og æringinn
Will Ferrell muni fara með hlut-
verk aðstoðarmannsins Dr. Wat-
sons.
Judd Apatow mun sjá um að
framleiða myndina en hann hefur
verið á bakvið margar vel heppn-
aðar gamanmyndir á borð við
Knocked Up, Superbad, Forgett-
ing Sarah Marshall og Anchorm-
an. Handritsgerð verður í hönd-
um Etan Cohen en hann skrifaði
meðal annars handrit fyrir
myndir á borð við Idiocracy og
Tropic Thunder. Lítið er vitað um
söguþráð myndarinnar en líklegt
er að kjánaskapurinn verði
ríkjandi. Þess ber þó að geta að
myndin er ekkert tengd vænt-
anlegri kvikmynd Guys Ritchie
um Sherlock Holmes. vij
Fyndinn Sherlock Holmes?
Rapparinn Kanye West hefur til-
kynnt að hann ætli sér að hanna
skólínu í samvinnu við Louis Vu-
itton. West hefur þegar spreytt
sig á því að hanna föt fyrir karl-
menn og segir að Kanye-fatnaður
fyrir konur sé á leiðinni í haust.
Rapparar og R&B tónlistarmenn
eru þekktir fyrir að færa sig út í
tískuheiminn eftir að hafa náð
vinsældum á tónlistasviðinu. P-
Diddy, Pharell og Beyonce eru
bara örfá dæmi um slíkt.
Kanye minnist ekkert á það hve-
nær við munum eiga von á að sjá
nýju skólínuna og við verðum því
bara að bíða spennt. iav
Kanye hannar
Vuitton skó
Leikstjórinn Robert Rodriguez
og leikkonan Rose McGowan hafa,
að sögn slúðurmiðla vestanhafs,
slitið samvistir. Parið hefur verið
saman frá því í apríl árið 2006 þeg-
ar þau kynntust á tökustað Grind-
house myndarinnar Planet Terror.
Skilnaður þeirra skötuhjúa, sem
munu hafa trúlofað sig í október á
síðasta ári, mun setja nokkuð strik
í reikninginn í kvikmyndaáform-
um Rodriguez en hann hafði hug á
því að láta McGowan leika aðal-
hlutverkið í þremur næstu mynd-
um sínum, nánar tiltekið Red
Sonja, Woman in Chains og end-
urgerð hinnar klassísku kvik-
myndar Barbarella, frá árinu 1968.
Nú þegar er farið að ræða hvaða
leikkona sé líklega til að hreppa
hlutverk hinnar kynþokkafullu
Barbarellu. Leikkonan Jessica Alba
hefur verið sterklega orðuð við
hlutverkið en það er ekkert leynd-
armál að þeir sem hugðust fjár-
magna Barbarellu endurgerðina
þótti McGowan ekki nógu fræg og
gróðavænleg fyrir aðalhlutverkið
og kusu frekar hina sjóðheitu en
hæfileikalausu Jessicu Alba. vij
Rodriguez skilinn
FÓLK
24@24stundir.is a
Rob Schneider, sem ólíkt Pauly Shore hefur á ótrú-
legan hátt tekist að halda sér í sviðsljósinu, þrátt
fyrir frekar lélegar bíómyndir
Leikstjóri: Rob Scneider
Aðalhlutverk: Rob Schneider, David
Carradine
Big Stan
poppmenning