24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Hestamenn fengu heldur betur út-
reið þegar mikið hvassviðri og
moldrok reið yfir gesti Landsmóts
hestamanna á Gaddastaðaflötum á
þriðjudagskvöld.
Fólki leist ekki á blikuna
Haft var samband við lögregluna
á Hvolsvelli um klukkan hálf níu
um kvöldið vegna fellihýsis sem var
að fjúka. Kom hún á staðinn og
lokaði fyrir almenna umferð um
svæðið fram eftir kvöldi. Var unnið
í að koma fólki í skjól og meðal
annars Íþróttahúsið opnað og und-
irbúið sem gistiaðstaða fyrir þá
sem vildu.
„Þetta var náttúrlega helvítis
hvellur og fólki leist ekki á blikuna
þegar fór að rjúka hér upp grjót.
Moldarbakki var út við sjóndeild-
arhringinn og síðan fóru mann-
virki af stað og tjöld fuku,“ segir
Jens Einarsson, hestablaðamaður.
Hjálpaði björgunarsveit og lög-
regla fólki við að leggja niður tjöld
og snúa fellihýsum upp í vindinn
auk þess sem veðurtepptur hópur
vöruflutningabílstjóra myndaði
borg í kringum veislutjaldið og
kom þannig í veg fyrir að það fyki.
Slapp fyrir horn
Hákon Bjarnason hjá Flugbjörg-
unarsveitinni á Hellu segir smá
skemmdir hafa orðið á tjöldum og
fellihýsum en þær hafi ekki verið
teljandi. „Þetta slapp fyrir horn.
Aðalhvellurinn stóð í um einn og
hálfan tíma og það hefði ekki mátt
vera lengra,“ segir hann.
Telma Tómasson, upplýsinga-
fulltrúi mótsins, segir mikinn sam-
hug hafa myndast hjá mótsgestum
í óveðrinu. „Menn spruttu út úr
sínum hjólhýsum og aðstoðuðu
aðra við að fella tjöld og snúa felli-
hýsum,“ segir hún.
Erfitt fyrir knapa og hross
Þó mesti hvellurinn hafi skollið á
um kvöldið var hvasst allan dag-
inn. Sölvi Sigurðsson knapi, sem
keppir á mótinu, segir aðstæður
hafa verið erfiðar fyrir bæði knapa
og hross. „Þetta voru frekar erfið
skilyrði og náttúrulega einhverjir
sem liðu fyrir það en aðrir sem
fóru í gegnum þetta. Öll vit voru
full af sandi,“ segir hann.
Í mótinu taka yfir eitt þúsund
hross þátt og um fimm hundruð
knapar. Í heildina er búist við á
milli tíu og tólf þúsund gestum og
voru komnir á fimmta þúsund í
gær. Segir Telma gesti ekki hafa lát-
ið óveðrið á sig fá og að góð
stemmning sé á mótinu.
Óveður Veislutjaldið var
hætt komið þegar vörubíl-
stjórar komu til bjargar.
Hestamenn fá
slæma útreið
Veðurhvellur reið yfir mótsgesti Landsmóts Smávægilegar
skemmdir á mannvirkjum Erfiðar keppnisaðstæður, segir knapi
➤ Formleg mótsetning verður íkvöld kl. 20 með hópreið en
mótið stendur til kl. 16 á
sunnudag.
➤ Vegleg skemmtidagskrá er ákvöldin fyrir alla fjölskylduna
sem hefst í kvöld með Karla-
kór Rangæinga. Meðal ann-
arra sem spila um helgina er
Labbi í Mánum, Merzedes
Club, Hundur í óskilum og
Partísveit Jónsa.
HESTAMANNAMÓT
52 prósent borgarbúa myndu
kjósa Samfylkinguna en aðeins 29
prósent Sjálfstæðisflokkinn ef nú
yrði gengið til borgarstjórnarkosn-
inga samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup
í júní. Vinstri græn mælast með 13
prósent, F-listinn með 4 og Fram-
sóknarflokkurinn með 3.
Þá heldur stuðningur við ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar áfram að minnka og er
nú komið í 52 prósent auk þess
sem 68 prósent eru óánægð með
viðbrögð hennar við versnandi
efnahagsástandi.
Enn undir kjörfylgi
Fylgi Sjálfstæðisflokksins lands-
vísu er 33 prósent og stendur í stað
á milli mánaða. Fylgi hans er því
enn nokkuð undir kjörfylgi sem
var 37 prósent í kosningunum fyrir
rúmu ári. 30 prósent segjast styðja
Samfylkinguna og 20 prósent
Vinstri græn. Fylgi Framsóknar-
flokksins er 9 prósent, Fjálslynda-
flokksins 4 prósent og Íslands-
hreyfingarinnar 2 prósent. ejg
Þjóðarpúls Gallup í júní
Fylgi Samfylkingar
52% í Reykjavík
„Þegar starfsmenn fóru að bera
saman bækur sínar kom í ljós að
hugsanlegt er að gengið hafi valdið
fleiri skemmdum,“ segir Tómas
Óskar Guðjónsson, forstöðumaður
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Eins og sagt hefur verið frá í 24
stundum ollu þrír ungir menn
skemmdum á fallturni í garðinum.
Grunur leikur á að þeir hinir sömu
hafi ógnað starfsmönnum á Nátt-
úrutónleikum í Laugardal.
„Ef vísbendingarnar eru réttar
held ég að það sé bara tímaspurs-
mál hvenær skemmdarvargarnir
nást,“ segir Tómas, sem hvetur þá
sem hafa upplýsingar um málið til
að láta lögreglu vita. hos
Fleiri skemmdarverk í Laugardalnum
Sískemmdarvargar?
LÆKKAÐ VERÐ
SUMARTILBOÐ ®
Skipholti 50b • 105 Reykjavík
www.gardheimar.is
allt í garðinn á einum stað!
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300
Falleg
garðhúsgögn
Fjölbreytt úrval
af styttum og
tjarnarvörum
Skrautsteinar GARÐPLÖNTU-
ÚRVALIÐ
og allt fyrir garðinn!