24 stundir - 03.07.2008, Side 35

24 stundir - 03.07.2008, Side 35
hann útsetur lög sín. Það færi ekki öllum listamönnum vel, en það gefur þunnri hárri röddu hans rými að trommuleikarinn skuli spila svo laust að maður þurfi að bera sig eftir hljóðinu á köflum. Simon skilaði einhverju fyrir alla. Tók salsa-bítið fyrir þá sem nenna að hlusta á nýju plöturnar. Nostalgíuna fyrir tónlistarnörd- ana og svo Call Me Al fyrir alla hina sem þekkja ekkert annað. Þannig urðu köttur og mús að Simon&Garfunkel. Betty kallar Simon Al Besta sólóplata Simons kom út ’75, Still Crazy After All These Ye- ars, og tók hann nokkur lög af henni, en þó ekki slagarann 50 Ways to Leave Your Lover. Mest var af vinsælustu plötu hans Gra- celand. Bestu augnablikin voru þegar hann flutti nýjar útgáfur af slögurum Simon&Garfunkel. Maðurinn er tónlistarmaður í stöðugri þróun og hefur verið duglegur við að blanda afrískum áhrifum inn í tónlist sína síðustu 20 ár. Það er líka drulluflott þegar vel tekst til en verður leiðigjarnt til lengdar. Það sem sló mig mest var hversu mjúklega og hljóðlátt 24stundir/Árni Paul Simon „Hér sjáið þið hvað er eftir af Paul Simon,“ sagði gamla goðið eftir að hafa ruglast á lagalistanum. Svo stóð hann sig eins og hetja. Fimmtíu aðferðir til þess að eignast nýja elskhuga Paul Simon Laugardalshöll „Ýtti á alla réttu takkanna og skyldi engan eftir svekktann. Salsaði þó kannski örlítið yfir sig.” 24stundir FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 35 Friends-kvikmynd mun víst vera næsta skref hjá vinahópnum fræga. Kunnugir segja að myndin gæti orðið að veruleika á næstu 18 mánuðum. Jennifer Aniston er víst sú sem hefur hikað hingað til en aðrir úr hópnum hafi lengi verið tilbúnir að fara með vinskapinn á stóra tjaldið. Jennifer er almennt talin stærsta stjarnan úr Friends-hópnum. Hún hefur þó ekki leikið í mjög stórum myndum en í samanburði við Matt Le Blank og Matthew Perry er hún stórt nafn því þeir hafa lítið sést síðan í lokaþættinum og sama má segja um David Schwimmer og Courteney Cox. Þau hafa öll leikið eitthvað, bæði í kvikmyndum og í sjónvarpi, en vinsældirnar hafa al- mennt látið á sér standa. Friends- kvikmynd gæti verið skemmtileg en þá er sérstaklega spennandi að sjá hver staðan er hjá Rachel og Ross en þau voru nýbyrjuð saman þegar Friends lauk. Phoebe og Mike eru kannski búin að eignast börn sem Phoebe svæfir með Smelly Cat söng og Joey snúinn aftur til New York eftir velgengni í Los Angeles. iris@24stundir.is Rætt um Friends-kvikmynd Brenda Walsh mun kannski snúa aftur til Beverly Hills. Það er að segja ef samningar takast á milli Shannen Doherty og framleið- anda nýju Beverly Hills 90210 þáttanna. Fréttir herma að hún vilji fá að vita söguþráðinn áður en hún semur auk þess sem hún vill hærri laun en henni hafa ver- ið boðin. Þessi frétt kemur nokkuð á óvart þar sem Shannen var rekin úr upphaflegu Beverly Hills seríunni og einnig úr Charmed vegna þess að ómögulegt var að vinna með henni. Jennie Garth hefur þegar samið um að snúa aftur sem Kelly Taylor en hún Shannen voru svarnir óvinir á árum áður. Jenny segist vera orðin fullorðin og geti vel unnið með Shannen. iav Snýr Brenda Walsh aftur? FÓLK 24@24stundir.is a Paul Simon skilaði einhverju fyrir alla. Tók salsa-bítið fyrir þá sem nenna að hlusta á nýju plöturnar. Nost- algíuna fyrir tónlistarnördanna og svo Call Me Al fyrir alla hina sem þekkja ekkert annað. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Mér brá þónokkuð þegar ég sá marglitaða bílana umkringja Laugardalshöllina á þriðjudags- kvöldið. Bjóst einhvern veginn ekki við því að það yrði alveg fullt á tónleikunum. Renndi mér svo í gegnum regn- ið fyrir utan og inn í lófaregnið fyrir innan, þar sem áhorfendur voru að fagna öðru laginu er Paul Simon tók á tónleikum sínum hér. Ferill Simons er þrælmerki- legur. Byrjar með unglingadúett- inum Tom&Jerry (já, eftir teikni- myndapersónunum!) en liðsmenn þorðu svo ekki öðru en að skipta um nafn þegar hipparnir heimt- uðu að hafa allt beint úr kúnni. poppmenning

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.