24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 26
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Úrval af fersku íslensku grænmeti eykst til muna á þessum árstíma. Þó að blaðamenn kvíði gúrkutíð- inni taka aðrir henni fagnandi enda grænmetið ekki aðeins bragðgott heldur einnig bráðhollt. Þrátt fyrir ótvíræða hollustu grænmetisins hefur reynst þrautin þyngri að koma því ofan í börn og ungmenni þessa lands. Ávaxta- og grænmetisneysla þeirra er langt undir æskilegum viðmiðunum og með því lægsta í Evrópu. 24 stundir fengu Ólu Kallý Magnúsdóttur næringarfræðing til að gefa góð ráð um hvernig koma megi börnum á bragðið. Óla Kallý segir mikilvægt að for- eldrar séu börnum góðar fyrir- myndir. „Ef foreldrarnir borða meira af grænmeti er líklegra að börnin geri það líka,“ segir Óla Kallý og bendir á að það sem for- eldrar geri hafi oft meiri áhrif en það sem þeir segi. Fjölbreytni að leiðarljósi Þá skiptir einnig miklu máli að nóg sé af grænmeti á heimilinu og ólíkar tegundir. „Börn eins og full- orðnir fá leið á sömu tegundunum dag eftir dag,“ segir hún. Fólk ætti einnig að hafa fjöl- breytni að leiðarljósi við mat- reiðslu og framleiðslu grænmetis- ins.„Það skiptir miklu máli fyrir börn að grænmetið sé skorið fal- lega niður og gert svolítið girnilegt og skemmtilegt. Það er jafnvel hægt að gera andlit eða fígúrur úr græn- metinu á disknum,“ segir Óla Kallý. „Það er hægt að bjóða upp á hrátt niðurskorið grænmeti, nota það sem álegg ofan á brauð, saxa ofan í rétti þannig að þau komist ekki hjá því að borða það,“ segir Óla Kallý og bendir á að einnig hafi það áhrif að leyfa börnum að velja sjálf grænmetið eða taka jafnvel þátt í matreiðslunni. Stútfullt af vítamínum Heilsufarslegur ávinningur auk- innar grænmetisneyslu er ótvíræð- ur. „Grænmeti er náttúrlega stút- fullt af vítamínum, steinefnum og trefjum og með tiltölulega fáar hitaeiningar miðað við hvað það er næringarríkt. Neysla grænmetis minnkar líkurnar á ýmsum krón- ískum sjúkdómum eins og krabba- meini, sykursýki 2 og offitu. Þetta eru kannski ekki sjúkdómar sem hrjá börn mikið en fæðuvenjur til lífstíðar mótast á fyrstu árunum,“ segir Óla Kallý að lokum. Fjölbreytt og girnilegt Til að grænmeti höfði til ungviðisins er mikilvægt að það sé fjöl- breytt og girnilegt. Ráð til að auka grænmetisneyslu barna og ungmenna Fæðuvenjurnar mótast snemma Fjölbreytt framreiðsla og matreiðsla á grænmeti skiptir máli ef fólk vill koma börnum sínum á bragðið. Þá er einnig mikilvægt að foreldrar sýni gott fordæmi. ➤ Níu og 15 ára börn hér á landineyta að meðaltali 45-55 g af grænmeti á dag samkvæmt könnun á mataræði frá árinu 2003. ➤ Ráðlagður dagskammtur afgrænmeti er hins vegar a.m.k. 200 g. Það er mun minna en í flestum öðrum löndum Evr- ópu. GRÆNMETISNEYSLA 26 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir Það getur verið sniðugt að sam- eina ferðalög og heilsueflingu í sumarfríinu. Þar með gefst kær- komið tækifæri til að halda sér við um leið og maður kynnist landinu. Margir skella til dæmis golfsettinu í skottið á bílnum áður en haldið er út á þjóðveginn og nota tækifærið til að slá kúluna hvítu á ýmsum stöðum á landinu. Sumir hafa reið- hjól meðferðis eða skella jafnvel kajak á þak bílsins. Aðrir láta sér nægja að troða sundfötum ofan í tösku, bolta eða badmintonspaða. Slíkar heilsueflingarferðir þurfa að sjálfsögðu ekki að einskorðast við ferðalög innanlands. Þeir sem eru á leið til útlanda ættu einnig að kynna sér hvaða möguleikar til íþrótta og hreyfingar eru í boði á áfangastaðnum. Ferðalög og heilsuefling sameinuð Hreyfingin með í fríið Þeir sem eru á leið í sumarfrí á suðlægar slóðir ættu að huga vel að sólarvörn áður en lagt er í hann. Sérstaklega er mikilvægt að verja börn gegn geislum sólar enda húð þeirra viðkvæmari en þeirra sem eldri eru. Fólk ætti að ganga hægt um gleð- innar dyr og forðast sólina yfir hádaginn þegar geislar hennar eru hvað sterkastir. Ef verið er á ferð um miðjan dag er gott að klæðast víðum, léttum og ljósum fötum þannig að sólin nái ekki að skína á bert holdið. Áburður og sólgleraugu Mikilvægt er að hafa sól- aráburð með í för og bera hann á húðina nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Þá eru góð sólgleraugu nauðsynleg til að verja augun gegn geislum sólar og derhúfur og skyggni gera einnig sitt gagn. Það eru ekki aðeins þeir sem eru á leið á suðlægar slóðir sem þurfa að huga að sólarvörnum í sumar enda er auðveldara en margir halda að sólbrenna í ís- lensku sumarsólinni. Sólarvörn í sumarfríinu Holland hefur bæst í hóp þeirra landa þar sem reykingar á veit- ingastöðum eru bannaðar. Skipt- ar skoðanir eru um ágæti banns- ins þar eins og annars staðar og óttast veitingamenn að viðskiptin muni hrynja á meðan aðrir telja að þau glæðist. Sérstaka athygli vekur að enn verður leyfilegt að reykja maríjúana innandyra á sérstökum kaffihúsum svo fremi sem það er ekki tóbaksblandað. Maríjúana leyft en ekki tóbak Þó að munntóbak sé ekki eins hættulegt og sígarettur eykur það líkur á að fólk fái krabbamein í munni um 80%. Þetta eru nið- urstöður samanburðarrann- sóknar krabbameinssviðs Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Í henni voru bornar saman nið- urstöður 11 rannsókna hvaðan- æva úr heiminum. Hættara við krabba í munni Ný bresk könnun bendir til að meira en 400.000 manns hafi hætt að reykja í kjölfar þess að reykingar voru bannaðar á veit- ingastöðum í landinu fyrir ári. Upphaflega var banninu ætlað að vernda fólk gegn óbeinum reyk- ingum. Vísindamenn telja að þetta kunni hugsanlega að bjarga allt að 40.000 mannslífum á næsta áratug. 32.000 manns tóku þátt í könn- uninni. 5,5% hættu að reykja á fyrstu níu mánuðunum sem bannið var í gildi. Hætta að reykja í kjölfar banns Jóhanna Þormar, garðyrkjufræð- ingur og hómópati, fjallar um lækningajurtir og notkun þeirra í Grasa- garðinum í Laugardal sunnudaginn 6. júlí kl. 11. Þar er ákveðið svæði tileinkað slíkum jurtum. Jurtir hafa verið notaðar til að bæta heilsu og lækna mein frá örófi alda og eru enn notaðar í lyfjaiðnaði. Stór hluti mannkyns þarf að reiða sig á náttúrulyf og eru þau hluti af menningu þeirra. Mæting er við Laugatungu. Fræðslan er ókeypis og allir vel- komnir. Boðið er upp á pip- armyntute að lokinni fræðslu. Fræðsla um lækningajurtir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ef foreldrarnir borða meira af grænmeti er líklegra að börnin geri það líka. heilsa Opnunartími – Mán.-fös. 11-18, lau. 11-14 Hamraborg 7 Kópavogur Sími 544 4088 www.ynja.is Verð 5.590 Útsölustaðir: Nana Hólagarði, Esar Húsavík, Smart Vestmannaeyjum, Pex Reyðarfirði, Efnalaug Vopnafjarðar, Heimahornið Stykkishólmi Mittisstykkin komin aftur Frábært aðhald

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.