24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 15
Margir hafa að und-anförnu spáð því aðrík-
isstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Samfylk-
ingar standi
ótraustum fæti,
jafnvel þótt hóp-
urinn sé stór sem
standi að baki henni. Meira að
segja Financial Times bætir sér í
umræðuna um stjórnarslit á Ís-
landi. Lúðvík Bergvinsson er
spurður um þetta í Fréttablaðinu
í gær og svarar á þessa leið: Það
hefur ekkert komið enn upp sem
gerir það að verkum að einhver
fótur sé fyrir þessum orðrómi.“
Menn velta því nú fyrir sér hvað
hann meini með þessu enn. Á
Lúðvík sem sagt von á því að það
muni koma að því fyrr en seinna?
Egill Helgason gifti sig í gær-kvöldi á grískri strönd,eins og hann segir frá á
bloggsíðu sinni og birt er hér til
hliðar. Reyndar var
vígslan borgaraleg
og veislan í blóma-
garði. Þó er aðeins
vika síðan Egill
hneykslaðist á ein-
hverju auðmanns-
liði sem flykktist á þessa rólynd-
iseyju til að halda brúðkaupið sitt.
„Einkenni á bænum eru þrjú lítil
og einstaklega falleg torg, með
kirkjum á milli. Mér skilst að þau
verði öll upptekin á laugardags-
kvöldið. Ekki er vitað til þess að
þetta [fólk]hafi nein tengsl við
eyjuna, því finnst þetta bara
smartur staður. Mér er sagt að í
blöðunum í Aþenu sé farið að
kalla Folegandros litlu Mykonos,“
segir Egill súr.
Þó að allir tali um kreppuvilja auðvitað allir eignastpeninga og verða ríkir.
Guðmundur Magnússon sagn-
fræðingur bendir á
það á bloggsíðu
sinni að eignir auð-
kýfingsins Warren
Buffetts hefðu
hrapað um 20% í
Kauphöllinni frá
því í desember. Buffett þessi er
sagður snillingur í fjármálum og
nýlega kom út metsölubók um
snilli hans hér á landi. „En nú
berast slæmar fréttir. Eignir Buf-
fetts hríðlækka í verði. Hinar var-
færnu fjárfestingar hans hrapa
ekkert síður í kauphöllunum en
hlutabréf íslenskra útrásarvík-
inga,“ segir Guðmundur. Svo
bregðast krosstré sem önnur,
bendir hann varfærnislega á.
elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Fyrr í vikunni var kynnt opinber-
lega mat greiningardeildar ríkislög-
reglustjóra vegna hættu af völdum
hryðjuverka og skipulagðrar glæpa-
starfsemi hér á landi. Meginniður-
stöður þessa mats eru á þá leið að
hætta á hryðjuverkum sé lítil hér á
landi en hins vegar er vakin athygli á
aukinni skipulagðri glæpastarfsemi.
Bæði er um að ræða umsvif erlendra
glæpahópa hér á landi og starfsemi
íslenskra hópa. Stundum er um að
ræða samvinnu milli þessara hópa
og er það mat greiningardeildar að
íslenskir og erlendir glæpamenn
muni í auknum mæli starfa saman
með skipulögðum hætti. Hinn
breytti veruleiki, sem greiningar-
deildin lýsir, birtist í því að skipu-
lögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér
á landi og sé að verða fjölbreyttari -
það er, nái til fleiri brotaflokka en
áður. Er meðal annars vísað til starf-
semi hópa sem uppruna eiga í Aust-
ur-Evrópu og orðið hefur vart við á
undanförnum misserum. Er sérstak-
lega tekið fram, að vísbendingar séu
um að þessi starfsemi sé umfangs-
meiri en flestir höfðu ætlað. Þótt sér-
staklega sé vísað til þeirra breytinga,
sem stafa af þessum auknu umsvif-
um erlendra glæpahópa, er að sjálf-
sögðu líka vakin athygli á því að ís-
lenskir glæpamenn séu líka stórtækir
á þessu sviði. Bent er á hættuna af
aukinni hörku í glæpaheiminum
vegna þessarar þróunar, bæði í sam-
skiptum við lögreglu og einnig
vegna átaka milli glæpahópa. Þessar
niðurstöður greiningardeildar þurfa
í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Öll-
um sem fylgjast með þessum málum
hefur verið ljóst að umfang og eðli
brotastarfsemi hér á landi hefur ver-
ið að breytast með ýmsum hætti á
undanförnum árum. Engu að síður
er rökstutt hættumat greiningar-
deildar mikilvægt innlegg í umræð-
ur um þessi mál – ekki síst fyrir okk-
ur þingmenn þegar við fjöllum um
hugsanlegar lagabreytingar til að
sporna við hættum af þessu tagi.
Greiningardeildin hefur það hlut-
verk að safna með skipulögðum
hætti og leggja mat á upplýsingar
sem fyrir liggja um glæpastarfsem-
ina og hafa niðurstöður hennar því
ótvírætt meira gildi en tilfinning
manna fyrir ástandinu eða tilviljana-
kenndar upplýsingar sem birtast í
fjölmiðlum. Upplýsingar frá grein-
ingardeild hafa mikið gildi, bæði
þegar kemur að áherslum lögregl-
unnar í starfi sínu og einnig þegar
löggjöf á sviði refsiréttar og réttarfars
er til skoðunar.
Ýmsar lagabreytingar hafa verið
gerðar á undanförnum árum með
hliðsjón af því breytta umhverfi sem
lýst er í skýrslu greiningardeildar.
Aðrar eru einnig í farvatninu og er
þar nærtækast að nefna frumvarp til
breytinga á almennum hegningar-
lögum, sem allsherjarnefnd Alþingis
fjallaði um og samþykkti á vordög-
um og bíður afgreiðslu á haustþingi
í september. Meginefni þess felst í
ákvæðum, sem ætlað er að sporna
við skipulagðri glæpastarfsemi og
hryðjuverkum og er með þeim ætl-
unin að innleiða í íslenska löggjöf
efni alþjóðlegra samþykkta á því
sviði. Meðal helstu nýmæla eru ít-
arleg ákvæði um upptöku eigna, sem
miða að því að auðvelda yfirvöldum
að gera upptækan ávinning af brota-
starfsemi, enda sýnir reynslan að slík
eignaupptaka hefur verulegt gildi í
baráttunni við afbrot, sem framin
eru í hagnaðarskyni. Skipulögð
glæpastarfsemi er drifin áfram af
hagnaðarvon og fjárhagslegt bol-
magn glæpahringjanna ræður að
sjálfsögðu miklu um afl þeirra og þá
hættu sem af þeim stafar. Með skýr-
um og víðtækum ákvæðum um
eignaupptöku eru því yfirvöldum
færð mikilvæg vopn í þessari bar-
áttu. Skýrsla greiningardeildar und-
irstrikar mikilvægi þess að framan-
greint frumvarp nái fram að ganga.
Skýrslan gefur líka tilefni til að hug-
að sé að fleiri atriðum í löggjöfinni
og má þar nefna ábendingu um að
skortur á svokölluðum forvirkum
rannsóknarheimildum setji lögreglu
meiri takmarkanir en tíðkast í ná-
grannalöndunum, til dæmis varð-
andi söfnun upplýsinga um einstak-
linga eða hópa, sem hætta kann að
stafa af. Dómsmálaráðherra hefur í
fjölmiðlum tekið undir þetta og
jafnframt getið þess, að slíkum víð-
tækum heimildum til upplýsinga-
söfnunar þurfi að fylgja eftirlit, bæði
þannig að dómsúrskurðar yrði kraf-
ist í tilvikum af þessu tagi og að
starfsemin yrði þar að auki undir
eftirliti sérstakrar þingnefndar. Mik-
ilvægt er að á vettvangi Alþingis fari
fram yfirveguð umræða um þessi
efni – umræða sem byggir á stað-
reyndum og röksemdum en ekki
upphrópunum og gífuryrðum eins
og iðulega hefur borið við á und-
anförnum árum þegar rætt hefur
verið um auknar heimildir yfirvalda
í baráttunni við skipulagða glæpa-
starfsemi og hryðjuverk.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík og formaður allsherjarnefndar.
VIÐHORF aBirgir Ármannsson
Bæði er um
að ræða um-
svif erlendra
glæpahópa
hér á landi
og starfsemi
íslenskra
hópa.
Breyttur afbrotaheimur
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
· · ·
Opið laugardaga í Galleríi Fold, Rauðarárstíg kl. 11–14,
lokað á sunnudögum í sumar
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Listmunauppboð
Fyrir viðskiptavini leitum við sífellt að
góðum verkum gömlu meistaranna.
Af gefnu tilefni tökum við fram að við vitum ekki
til þess að sölulaun séu lægri annars staðar.
Jóhannes S. Kjarval
Ljósþing óskar eftir að ráða starfsmann.
Í starfinu felst:
• Ljósleiðaratengingar í brunnum og dreifistöðvum
• Ljósleiðaralagnir
• Ljósleiðaratengingar í fyrirtækjum og stofnunum
Leitað er að nákvæmum og ábyrgum einstakling sem
getur unnið sjálfstætt í stóru langtíma
Verkefni. Reynsla æskileg en ekki skilyrði.
Áhugasamir sendi umsókn á netfangið
maggi@ljosthing.is frekari upplýsingar í síma 840-6680
Ljósþing ehf sérhæfir sig í lagningu og tengingu á ljósleiðurum og
vinnur næstu árin að stóru langtímaverkefni við ljósleiðaralagnir.
Ljósþing ehf – S: 588-0027
Stapahrauni 7 – 220 HF – www.ljosthing.is
Ljósleiðaratengingar
Vinnulyftur ehf.
Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ
Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440
www.vinnulyftur.is
Vinnulyftur og
jarðvegstæki
til leigu og sölu
Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum
og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar
innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina.
Hafið samband og fáið verðtilboð!
STÓRÚTSALA
40 -70% afsláttur
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsunum Fákafeni)
www.gala.is • S:588 9925
Opið 11-18 og 11-16 lau.