24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 38
lega hvernig þessar risavöxnu ákvarðanir um álver voru teknar. Þetta á jú að vera lýðræði ekki satt? En samt hefur þjóðin ekki fengið neinn stað til að vera með í ákvarðanatökunni, engin þjóð- aratkvæðisgreiðsla eða neitt. Mér fannst hún bara taka því af þol- inmæði, beið eftir kosningum og það kom þar mjög skýrt fram hversu mikilvæg náttúran var fólk- inu. En síðan á bara að gleyma öll- um kosningaloforðunum og gera öll álverin hvort sem er! Mér fannst kominn tími til að ég risi upp á afturlappirnar og léti í mér heyra, sem fulltrúi atkvæðalausrar þjóðar. Ég óska þess að sem flestir láti í sér heyra, sérstaklega fólkið úti á landi.“ Um skrif Árna Johnsen Í svargrein Árna Johnsen til þín, vottaði fyrir hroka gagnvart lista- fólki og starfi þeirra, en þú ert öllu dannaðri í svörum þínum. Er ekkert erfitt að halda aftur af sér? „Ég er nú vön svona úreltum viðbrögðum til listafólks. Svolítið mikið um það á Íslandi og sér- staklega frá þessari kynslóð. Finnst hugvit bara loft og ímyndun. Það hlýtur að vera erf- itt fyrir þau að ímynda sér eitt- hvað annað en ál- ver, það er bara of útópískt. En í staðinn fyrir að fara í eitthvað skítkast fannst mér mikilvægara í stöðunni að sameina. Að fólk rísi upp og kom- ist að því að í raun og veru erum við öll smá sammála um hvernig á að gera þetta. Og að við þurfum ekki að fórna náttúrunni fyrir það. Við hefðum þurft að gera það fyrir 50 árum en ekki núna. Núna er hægt að virkja grænt. En Árni er af þessari kynslóð sem það var ekki hægt,“ segir Björk og er rokin út til hálssérfræðings. Björk talar um skrif sín í blöðunum og Árna Johnsen „Of útó- pískt fyrir kynslóð Árna“ Björk Guðmundsdóttir er nú stödd í London með hálsbólgu að bíða þess að tónleikaferðalag hennar geti haldið áfram. Við slógum á þráðinn til hennar. 38 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir „Mér finnst eins og Benedikt Laf- leur sé búinn að reyna þolsund yfir Ermarsundið í 20 ár! Honum virðist alltaf mistakast hvernig sem viðrar! Þrátt fyrir það þá ná ellilífeyrisþegar og smábörn að synda yfir! Er ekki spurning að finna sér annað áhugamál eins og að kafa yfir Laugardalslaugina?“ Ómar Örn Ólafsson omar.eyjan.is „Í lækningaskyni við fársjúkan fasteignamarkað fá kaupendur niðurfelld stimpilgjöld af sinni fyrstu íbúð. Þetta er jafn gáfuleg og árangursrík aðferð og að ráð- ast gegn útbreiðslu kynsjúkdóma með því að afhenda öllum einn smokk ókeypis. Sem sagt táknræn aðgerð.“ Þráinn Bertelsson thrainn.eyjan.is „Maður hefði haldið að umsjón- armennirnir átta kæmu ferskir og sterkir inn eftir EM-hléið, en það var öðru nær. Ekki sterk frammi- staða hjá Kastljósliðinu á sama tíma og fækka þarf fólki vegna vanefnda menntamálaráðherra – og ekkert tónlistaratriði! “ Örn Úlfar Sævarsson ornulfar.blogspot.com BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Ragnar Jónsson er spilaði í gær fyrir þúsundir á Hróarskelduhátíðinni með sveit sinni Bloodgroup er ábyrgur fyrir nýja gosdrykknum frá Egils. Sá heit- ir RíMix og hefur vakið töluverða athygli, bæði fyrir nafnagiftina og blóðrauðan litinn. Ragnar var áður starfsmaður Ölgerðarinnar og skaut þessari hug- mynd að yfirmönnum sínum er tóku svona gíf- urlega vel í hana. bös Óli Palli á Rás 2 og aðrir sem skelltu sér á Hróars- kelduhátíðina í ár geta ekki kvartað yfir veð- urspánni. Reyndar segir spáin að 30% líkur séu á því að það rigni örlítið á laugardeginum, en alla hina dagana á að vera rúmlega 20 stiga hiti, þurrt og léttskýjað. Það eru því ekki teljandi líkur á því að hátíðargestir þurfi að vaða mikla leðju í ár en eins og menn muna var hátíðin í fyrra sú blautasta. bös Ágústa Eva Erlendsdóttir lét sig ekki vanta á tón- leika Paul Simon í Laugardalshöll á þriðjudags- kvöldið. Um miðbik tónleikanna komst stúlkan í gífurlegan ham og tróð sér fremst að sviðinu. Svo í einni pásunni á milli laga tjáði hún hástöfum meistara Simon hvað henni fyndist um hann svo allir á staðnum heyrðu. Margir hafa eflaust kannast við takta Silvíu Nætur það kvöldið. bös „Ég var nú bara að senda frá mér fyrsta klipp í gær, svona rough cut, og er bara að fara í hljóð- vinnslu núna,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Baldvin Zophan- íasson um stöðuna á nýjustu stuttmynd sinni Hótel Jörð. Bald- vin fékk þriggja milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði til að gera myndina og er áætlað að landsmenn geti séð afrakstur erf- iðis Baldvins í september. Handrit myndarinnar er eftir Baldvin sjálfan og efni mynd- arinnar er eitthvað sem ætti að hreyfa við flestum. „Þetta er bara lítil sæt saga sem gerist í sveita- kirkju. Eins og ég segi, þá er þetta íslensk ull í krúttstemningu.“ Ungir sem aldnir Aðalhlutverkin í Hótel Jörð eru í höndum barna en öll börnin eiga það sameiginlegt að vera reynslu- boltar í leiklist þrátt fyrir ungan aldur. Baldvin hefur einnig fengið til liðs við sig eldri reynslubolta og ber þar fyrst að nefna Kjartan Ragnarsson, óðalsbónda á Land- námssetrinu í Borgarnesi, en langt er síðan Kjartan hefur sést á hvíta tjaldinu. „Hann leikur aðal- hlutverkið af fullorðna fólkinu en svo eru líka Halldóra Geirharðs- dóttir og Þorsteinn Bachman.“ Þegar vinnslu á Hótel Jörð lýkur mun Baldvin halda ótrauður í næsta verkefni sem er kvikmynd í fullri lengd. „Ég er að vinna hand- rit upp úr bók eftir Yrsu Sigurð- ardóttur, Við viljum jólin í júlí. Þetta er drama-kómedía, svona Little Miss Sunshine og Juno- fílíngur,“ segir Baldvin. vij Baldvin Z lýkur tökum á Hótel Jörð Næsta verkefni mynd í fullri lengd Baldvin Z Færir sig úr stuttmyndum í myndir í fullri lengd. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 5 2 1 9 3 4 6 7 3 6 1 4 8 7 9 2 5 4 7 9 2 6 5 8 3 1 1 3 4 7 2 6 5 8 9 9 8 6 3 5 1 7 4 2 5 2 7 8 4 9 6 1 3 6 9 8 5 3 2 1 7 4 2 1 5 6 7 4 3 9 8 7 4 3 9 1 8 2 5 6 Heyrðir þú mig ekki banka? a Jú, og ég býð öllum úr sveit- inni, sérstaklega þegar Arn- kötludalurinn opnast og Vestfirð- ingarnir streyma að. Jæja Grímur, verður svaka partý? Grímur Atlason er nýráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar og verður með aðsetur í Búð- ardal, sem Þorsteinn Eggertsson orti svo vel um endur fyrir löngu. FÓLK 24@24stundir.is fólk Stórskemmtilegar og spennandi skáldsögur á heitum sumarkvöldum. www.salka.is Sumar kiljureru sumarkiljur 24stundir/ÞÖK Árni Johnsen Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Í kjölfar Náttúrutónleikanna, og kynningar á vefsíðunni Natt- ura.info, hefur Björk Guðmunds- dóttir sýnt á sér nýja hlið með því að blanda sér í ritdeilur í Morg- unblaðinu og veita fleiri viðtöl til íslenskra fjölmiðla en áður. Hún segir það vera meðvitaða ákvörðun að auka innslag sitt í fjölmiðlum hérlendis til að vekja athygli á mál- stað náttúrunnar. Hvað gerði útslagið um að þú ákvaðst að blanda þér skyndilega í baráttuna gegn stóriðju á Íslandi? „Mér blöskraði bara svo rosa-

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.