24 stundir - 27.06.2008, Page 2

24 stundir - 27.06.2008, Page 2
Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Verulegir erfiðleikar eru framund- an í innanlandsflugi á næstu miss- erum. Með hækkandi rekstrar- kostnaði og erfiðu efnahagsástandi lítur allt út fyrir að innanlandsflug- félögin þurfi að rifa seglin og draga úr umsvifum sínum. Þurfa að fækka starfsfólki Hörður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis segir allan rekstarkostnað hafa hækkað gífurlega. „Við eru með allar okkar tekjur í íslenskum krónum en öll aðföng, eldsneyti og varahlutir eru í erlendri mynt. Því hefur lágt gengi krónunnar veruleg áhrif á reksturinn.“ Hörður segir allar líkur séu á að félagið muni fækka ferðum í áætl- unarflugi næsta vetur. „Það er líka ljóst að við munum þurfa að hækka fargjöld eitthvað hjá okkur. Við höfum enga aðra leið. Ég held að við verðum líka að draga saman í mannahaldi.“ Lítið svigrúm er til að fækka í flugflotanum að sögn Harðar en það geti þó orðið þrautalendingin. Eldsneytiskostnaður 50% hærri Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands segir að stóri þátturinn í erfiðara rekstrar- umhverfi sé eldsneytisverðið. „Eldsneytið hefur bæði hækkað og sömuleiðis hefur íslenska krónan veikst. Frá áramótum hefur elds- neytiskostnaður hjá fyrirtækinu aukist um fimmtíu prósent þegar allt er talið. Eldsneytiskostnaður- inn er nálægt því að vera fjórtán prósent af heildarrekstrarkostnaði hjá fyrirtækinu þannig að það er klárt að reksturinn hefur þyngst umtalsvert.“ Flugfélagið leggur eldsneytis- gjald á flugleiðir sem hefur ekki hækkað að undanförnu en að sögn Árna stendur til að það gerist á allra næstu dögum. Ekki hefur ver- ið tekin ákvörðun um hversu mikil hækkunin verður. Flugfélagið hefur fækkað ferð- um á Egilsstaði umtalsvert að und- anförnu og líkur eru á að sú þróun haldi áfram. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Flugfélögin til lendingar  Eldsneytiskostnaður hefur aukist um helming hjá Flugfélagi Ís- lands frá áramótum  Búist við fækkun starfsfólks hjá Erni ➤ Ekki er hægt að merkja sam-drátt í farþegafjölda í innan- landsflugi það sem af er ári. ➤ Að sögn forsvarsmanna flug-félaganna virðast æ fleiri kjósa flugi en ekki bíl. ➤ Hins vegar sé ljóst að ef að lá-deyða í efnahagslífinu verður viðvarandi eitthvað áfram getur það haft veruleg áhrif. INNANLANDSFLUG Innritun Hart er í ári hjá inn- anlandsflugfélögunum og búast má við samdrætti á næstu misserum. 24stundir/Sverrir 2 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 Ársverðbólga mælist nú 12,7%, sem er mesta verðbólga sem mælst hefur síðan í ágúst 1990, þegar hún mældist 14,2%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunn- ar um vísitölu neysluveðs í júní, sem hækkaði um 0,89% frá fyrri mánuði. Ef horft er á síðustu þrjá mán- uði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% sem jafngildir 25,1% verðbólgu á ári. „Þetta er verulegur skellur fyrir íslensk heimili og ég óttast mjög að á mörgum heimilum, ekki síst meðal yngri hópa sem hafa nýlega fjárfest og skulda mikið, muni eitthvað láta undan,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir neytendur finna mikið fyrir þess- ari miklu verðbólgu. Hækkun af- borgana af verðtryggðum lánum komi illa við marga, og eins aukin útgjöld vegna hækkandi neyslu- verðs. Laun hins almenna neytanda hafa alls ekki hækkað í takt við neysluverð, segir Jóhannes. „Það liggur alveg ljóst fyrir að allur sá ávinningur sem varð af síðustu kjarasamningum er fokinn út í veður og vind, þannig að fólk er verr statt í dag en það var fyrir kjarasamninga.“ Verð á bensíni hækkaði um 7,2% í júní, kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,4% og kostnaður vegna leiguhúsnæðis um 4,3%. hlynur@24stundir.is Ávinningur af síðustu kjarasamningum „fokinn út í veður og vind“ Mesta verðbólga í átján ár Launahækkanir fuðra upp Verðbólga mælist nú 12,7%. Unnið var að því að fjarlægja jarð- veg af byggingasvæði við Langafit í Garðabæ í gær, en í fyrradag fund- ust þar bein sem grunur leikur á að geti verið smituð af miltisbrandi. „Það er verið að setja jarðveginn í poka og kör, sem síðan verður skóflað inn í gám,“ sagði Gunnar Örn Guðmundsson, héraðs- dýralæknir Gullbringu- og Kjós- arumdæmis, sem stjórnaði aðgerð- um á svæðinu er 24 stundir náðu tali af honum í gær. Hann sagðist vonast til þess að beinin verði brennd. „Þetta er ekki mjög smitandi fyrir menn, en það er samt ákveðin áhætta sem í þessu felst.“ Hann telur mjög ósennilegt að það liggi nokkurn tíma fyrir hvort beinið var sýkt. Unnið var að uppgreftri á svæðinu þegar beinin komu í ljós. Gunnar segir að grunur leiki á að um árið 1940 hafi verið urðaðar milt- isbrandssmitaðar kýr á svæðinu. hos Varúð vegna miltisbrands Seðlabankinn bauð í gær út tvo flokka af stuttum ríkisbréfum fyrir 25 milljarða króna. Tilboð bárust í öll bréfin. Tilboðunum var tekið. Stjórnvöld tilkynntu 19. júní að boðin yrðu út stutt bréf í þremur flokkum fyrir 75 milljarða króna. ejg Ríkisbréfin seldust öll AFS-skiptinemasamtökin á Ís- landi leita nú af fósturfjöl- skyldum næsta veturar en meðal þeirra sem leitað hefur verið til af því tilefni eru Samtökin 78. „Ég veit ekki til þess að samkyn- hneigðir Íslendingar hafi tekið að sér skiptinema áður,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. „Margir halda að það séu bara einhverjar ákveðnar kjarnafjölskyldur sem geti hýst en fjölbreytileikinn er svo mikill og hefðbundna kjarnafjölskyldan er í raun ekki til í dag. Þess vegna finnst okkur bara eðlilegt að allir geti tekið að sér skiptinema.“ Samkynhneigðum býðst að hýsa STUTT ● Rannsókn á slysi Lögreglan lýsir eftir vitnum að slysi við Kópavogslæk, aðfaranótt laugardagsins 21. júní, þar sem farþegi í fólksbíl lést. Lögregla biður vitni að slysinu um að hafa samband í síma 444 1100. ● Leiðrétt Í Klippt og skorið í gær var sagt frá bloggi Péturs Gunnarssonar og sumt eignað Maríu Kristjánsdóttur, sem sagði aðeins: „Mér sýnist líka af yfirlýsingum bankastjóra Landsbankans að þáttur í þessum aðgerðum þeirra sé líka að svínbeygja okkur til að halda áfram álversuppbygg- ingu.“ Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Maður lenti á dögunum í því óhappi að ganga í hnappheld- una án þess að muna að hann væri þegar kvæntur. Fundu yfirvöld 30 ára hjú- skaparvottorð mannsins í fór- um sínum. Kannaðist hann við að hafa verið á 28 daga drykkjutúr þegar þetta var en mundi aðeins óljóst eftir kon- unni sem hann tók sér. aij Gleymdi fyrri spúsu Tvíkvæntur SKONDIÐ Heilbrigðisráðuneytið segir að stöðluð RAI-mæling á hjúkr- unarþyngd ráði daggjöldum til hjúkrunarheim- ila, en ekki rekstr- arform. Ráðu- neytið hafnar samanburði á daggjöldum Droplaugarstaða, Heilsuvernd- arstöðvarinnar og Landakots, þar sem þjónustan sé ólík og ósam- bærileg. Daggjöld hjúkrunarheim- ila eru um 17-18 þúsund krónur, en Heilsuverndarstöðin fær tæp 23 þúsund. Hjúkrunarþyngd ræður Ráðuneyti út- skýrir ólík gjöld Norðaustan eða breytileg átt, 3-8 m/s. Létt- skýjað um norðvestan- og vestanvert landið, en annars skýjað með köflum og víða skúrir fram á kvöld. Hiti 7 til 15 stig. VEÐRIÐ Í DAG 11 11 9 11 9 Léttskýjað og skýjað til skiptis Norðlæg átt, 8-13 m/s um vestanvert landið, en annars hægari. Víða rigning með köflum og jafnvel slydda til fjalla, en lengst af þurrt og bjart veður SV-lands. Hiti 4 til 15 stig, hlýj- ast suðvestantil. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 10 7 7 8 Þurrt og bjart á Suðurlandi VÍÐA UM HEIM Algarve 31 Amsterdam 20 Alicante 30 Barcelona 28 Berlín 25 Las Palmas 24 Dublin 14 Frankfurt 20 Glasgow 14 Brussel 20 Hamborg 21 Helsinki 12 Kaupmannahöfn 22 London 21 Madrid 34 Mílanó 33 Montreal 20 Lúxemborg 21 New York 24 Nuuk 5 Orlando 24 Osló 19 Genf 27 París 23 Mallorca 30 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 9

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.