24 stundir - 27.06.2008, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
„Einu breytingarnar eru þær að við
ætlum að spýta í lófana,“ segir
Bergur Elías Ágústsson sveitastjóri
um framlengda viljayfirlýsingu
Norðurþings, ríkisstjórnarinnar og
Alcoa um byggingu álvers á Bakka,
sem hann undirritaði í gær ásamt
Össuri Skarphéðinssyni iðnaðar-
ráðherra og Bernt Reitan, aðstoð-
arforstjóra Alcoa.
„Því stærra, því betra“
Reitan segist vera ánægður með
áframhald verkefnisins og hann
segir Alcoa komið til að vera.
„Stefnan er að byggja álver með
250 þúsund tonna framleiðslugetu.
En ef nægileg orka færst til þess að
knýja stærra álver þá munum við
stækka það. Því stærra, því betra,“
segir hann.
Þýðingarmikið
Bergur Elías segir undirritunina
vera mjög þýðingarmikla fyrir
framgang verkefnisins. „Þetta þýðir
einfaldlega að það kemur annar
hraði á verkefnið,“ segir hann. „Ef
allt fer að óskum þá vitum við að á
Húsavík mun fjölga um eitt þús-
und til tólf hundruð manns. Við
vitum líka að þarna verða um 400
störf og afleidd störf um 150,“ bæt-
ir hann við. Bergur Elías segir að
álverið verði hornsteinn í sam-
félaginu. Gert er ráð fyrir að það
hefji starfsemi árið 2015.
Vill meira Bernt Reitan,
aðstoðarforstjóri Alcoa.
Spýtt í lófana
á Húsavík
Viljayfirlýsing um uppbygginu álvers við Húsavík framlengd
„Því stærra, því betra,“ segir Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa
➤ Gert er ráð fyrir að afkasta-getan verði 250 þúsund tonn
á ári eftir fyrsta áfanga.
➤ Til þess þarf 400 MW raforkusem verður sótt á há-
hitasvæði í nágrenninu.
ÁLVER Á BAKKA
Lögregla var kölluð út til að
stöðva garðslátt í Mosfellsbæ í
fyrrinótt. Þegar komið var á
staðinn, var garðeigandinn
farinn inn til sín og engin vél-
arhljóð heyrðust.
Dugmiklir sláttumenn í þétt-
býli, sem ekki finna sér annan
tíma en um miðja nótt til að
slá garðinn sinn, valda árlega
svefntruflunum í nágrenni
sínu og er þá lögregla stund-
um kölluð út. Í 4. gr. lögreglu-
samþykktar segir að bannað
sé að hafast nokkuð að, sem
veldur ónæði eða raskar næt-
urró manna.
Lögreglan biður fólk að
hafa þetta hugfast.
Sláttur um
miðja nótt
Lögreglan í garðinn
Flugliðum um borð í vélum Ice-
landair í öllu flugi til Evrópu fækk-
ar úr fimm í fjóra frá og með 1.
nóvember næstkomandi. Frá og
með 1. júlí verða fjórir flugliðar um
borð á leiðum með fáum farþeg-
um. Sigrún Jónsdóttir, formaður
Flugfreyjufélags Íslands, segir
breytinguna þó ekki munu koma
til með að bitna á öryggi um borð.
„Boeing-verksmiðjurnar gera þá
kröfu að í hverri vél sé einn flugliði
á hver 50 sæti, en sætafjöldi í vélum
Icelandair er undir 200. Frá og með
síðasta vori fékk félagið formlega
viðurkenningu á því að í vélunum
væru sannarlega færri en 200 sæti
og því væri leyfilegt að vera með
fjóra flugliða um borð. Hér er því
ekki um að ræða undanþágur frá
reglum um öryggi farþega eða
áhafnar, enda held ég ekki að félag-
ið færi að ganga svo langt að fara
fram á slíkar undanþágur, auk þess
sem mínir félagsmenn myndu
aldrei samþykkja að taka þátt í
slíku,“ segir hún.
Frá því í fyrravor hafa ávallt ver-
ið fjórir flugliðar um borð í flugi
félagsins vestur um haf.
Flugliðar Icelandair í Evrópuflugi
Fækkar úr fimm í fjóra
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Gerð var verðkönnun á tjaldsvæðum á Norðurlandi
fyrir 2 nætur og miðað við hjón með 2 börn (5 og 10
ára) í fellihýsi með rafmagni. Ekki er tekið tillit til
þjónustu og gæða. Vert er að benda á að kaupa má
kort sem veitir aðgang að 33 tjaldsvæðum á landinu
öllu (án rafmagns) á kr. 12.900. Hægt er að gista á
hverju tjaldsvæði fjóra samfellda daga í senn. Sjá nán-
ar á utilegukort.is
54% munur á tjaldsvæðum
Brynhildur
Pétursdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Tjaldsvæði á Norðurlandi
Verð Munur
Heiðarbær, Reykjahverfi 2600
Bakkaflöt, Varmahlíð 3400 31%
Vaglaskógi, Fnjóskadal 3600 38%
Tjaldstæðið Ásbyrgi 3800 46%
Tjadsvæðið Hamrar, Akureyri 4000 54%
Hlíð, Mývatn 4000 54%
Meistara-flokkssúpur
Masterklass
M E Ð M Æ L I
Nýjung
Girnileg nýjung – 2 í pakka.
Tilvalið í ferðalagið.
Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00
Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík
sími 568 2870
Útsala!
www.friendtex.is
Mikið úrval af
fallegum fatnaði
Dúndur útsala !
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA HAFIN
30%-70% AFSLÁTTUR
„Þessi ákvörðun var tekin áður,
þar að auki er þarna um að ræða
svæði sem fyrri ríkisstjórn hafði
ákveðið að nýta með þessum
hætti,“ segir Össur Skarpshéðins-
son iðnaðarráðherra um það hvort
sú ákvörðun hans að framlengja
viljayfirlýsingu, um byggingu ál-
vers á Bakka stangist á við Fagra Ís-
land, umhverfisstefnu Samfylking-
arinnar. Þar segir: „Samfylkingin
vill slá ákvörðunum um frekari
stóriðjuframkvæmdir á frest þang-
að til fyrir liggur nauðsynleg heild-
arsýn yfir verðmæt náttúrusvæði
Íslands og verndun þeirra verið
tryggð.“ Hann segir ekki um nýja
ákvörðun að ræða heldur sé verið
að framlengja viljayfirlýsingu for-
vera síns.
Býsna svekkjandi
Dofri Hermannsson, einn höf-
unda Fagra Íslands, segist vera
býsna svekktur með að nú stefni í
að tvö ný álver verði að veruleika.
„Við fórum með Fagra Ísland inn í
stjórnarmyndunarviðræður. Við
erum í stjórnarsamstarfi við flokk
sem er hlynntur stóriðju. Sam-
komulagið sem við náðum er að
ekki verði farið inn á fleiri óröskuð
svæði, farið yrði í að gera ramma-
áætlun um náttúruvernd og nýt-
ingu og farið í að vinna í því að
koma einhverjum stjórntækjum
aftur á málaflokkinn.“
Umhverfisvæn stóriðja
Össur segir ekki ómögulegt að
ná takmarki ríkisstjórnarinnar um
samdrátt í losun gróðurhúsaloft-
tegunda. „Ég tel að Íslendingar
muni ná skilningi umheimsins
varðandi þessa tegund af stóriðju
sem er tiltölulega umhverfisvæn
miðað við þá sem knúin er af kol-
um,“ segir hann.
Dofri segir að í Fagra Íslandi sé
fjallað um minni losun á gróður-
húsalofttegundum. „Ef við erum
að fara að reisa álver í Helguvík og
á Bakka og sprengja þar með heim-
ildir okkar þá erum við komin í
berhögg við Fagra Ísland,“ segir
hann. elias@24 stundir.is
Iðnaðarráðherra segir álver á Bakka ekki stangast á við Fagra Ísland
Framlenging ekki ný ákvörðun