24 stundir


24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir „Í ljósi stöðunnar hvetjum við fólk sem á bókað flug til þess að fylgjast með á textavarpinu eða á vefnum hvort einhver breyting er fyrirhuguð á brottfarartíma,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair síðdegis í gær þegar flugumferðarstjórar sátu enn á samningafundi ríkissáttasemjara. Komi til verkfalls þeirra eru rask- anir og tafir á flugi svo til óhjá- kvæmilegar, en ekki er hægt að slá því föstu hversu miklar þær verða. „Við vonumst að sjálfsögðu til þess að ekki komi til verkfallsins. En þangað til það skýrist getum við ekkert gefið út um mögulegar breytingar.“ Matthías Imsland, fram- kvæmdastjóri Iceland Express tek- ur í sama streng. „Ef ekki kemur til verkfallsins sjáum við fram á að áætlun okkar haldist,“ segir hann. „Annars fáum við tvær heimildir til brottfarar á þessum tíma og kom- um til með að vernda þá staði þar sem við búumst við að sé sem mest tengiflug, eins og London og Kaup- mannahöfn. En ekkert verður gefið út fyrr en nær dregur þannig að farþegar verða að fylgjast vel með.“ Ekki verður þó um neinar und- anþágur að ræða fyrir innanlands- flug. „Eins og þetta snýr að okkur þá eru þetta um 16 flugferðir sem verkfallið hefur áhrif á ef til þess kemur. Við lokuðum fyrir nýjar bókanir á þessar flugferðir í gær [fyrradag] til að gæta varúðar og bjóðum farþegum okkar jafnframt upp á að breyta bókunum sínum á aðrar ferðir seinna um daginn án kostnaðar. Einnig geta farþegarnir fengið endurgreiðslu á fargjaldinu. En við munum upplýsa um stöð- una á heimasíðu okkar jafnóðum og eitthvað gerist,“ segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Verkfall flugumferðarstjóra raskar flugi innanlands og utan Brýnt að fylgjast með þegar nær dregur ➤ Deilan snýst um vinnufyr-irkomulag þar sem flug- umferðarstjórar vilja minnka yfirvinnu með breyttu fyr- irkomulagi. DEILAN Flugtak Komi til verkfalls flugumferðarstjóra verður röskun á flugi óhjá- kvæmileg. Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Fyrir okkur snýst þetta um að kirkjan sé fyrir alla og standi sterk sem ein helsta mannréttindastofn- un í heiminum,“ segir Árni Þór Arnþórsson. Paris Prince, unnusti hans, er bandarískur og ólst upp við kristin viðhorf. „Við erum trú- aðir en við ræktum trúna með okk- ar eigin lagi,“ segir Árni. Vígsluréttur trúfélaga „Við vissum ekki að við yrðum þeir fyrstu sem láta gefa sig saman eftir breytingu laga um rétt trú- félaga til vígslu samkynhneigðra,“ segir Árni. „Við erum öll jöfn fyrir guði,“ segir hann. Paris nefnir að Ísland hafi þá ímynd að vera framarlega hvað varðar mannréttindi og jafnrétti. „Ég er mjög ánægður með að vera hérna og taka þátt í þessu veiga- mikla skrefi í átt til frekari breyt- inga,“ segir Paris. Hann telur að lög um vígslu para innan kirkjunnar eigi að gilda jafnt um alla. „Ég lít þannig á að hugtakið „aðskilin en jöfn“ þýði að fólk sé þá ekki jafnt og það er rangt,“ segir Paris. Stórt skref í rétta átt „Þetta er stórt og jákvætt skref í rétta átt, segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson hjá Samtökunum ’78. Tvennskonar lög eru í gildi, annars vegar fyrir gagnkynhneigð pör og hinsvegar samkynhneigð pör. „Lögin um staðfestingu samvistar samkynhneigðra para eru úrelt og því ætti að sameina þessa tvo laga- bálka í einn,“ segir hann. Bjarni Karlsson, sem mun gefa parið sam- an í Laugarneskirkju, telur að með lagabreytingunni sé tekið mikil- vægt skref. „Þetta snýst um lýð- heilsu, að við lifum í samfélagi þar sem við umberum ekki bara heldur virðum fólk og líf þess.“ „Við erum öll jöfn frammi fyrir guði“  Árni og Paris láta pússa sig saman við hátíðlega athöfn í Laugarneskirkju í byrjun júlí  Árni Þór er prófessor og Paris Prince óperusöngvari en þeir kynntust í gegnum vin Sr. Bjarni fagnar breytingum á vígslurétti kirkjunnar ➤ Lög um vígslurétt trúfélagatil að staðfesta samvist sam- kynhneigðra para taka gildi. ➤ Samtökin ’78 eiga þrjátíu áraafmæli í dag á alþjóðlegum baráttudegi hinsegin fólks. 27. JÚNÍ 2008 „Við fögnum framkvæmdaáætl- unum félagsmálaráðherra varð- andi að bregðast við brýnni bú- setuþörf fatlaðra barna,“ segir Helga Hjörleifsdóttir, formaður foreldrasamtaka fatlaðra. Hún telur að stoðþjónusta við fötluð börn skipti gríðarlegu miklu máli í lífi fólks. „Þegar engin skammtímavistun er eða stuðn- ingsfjölskylda til staðar verður álagið á sumum heimilum hins vegar of mikið.“ Stoðþjónustu ábótavant Helga telur að ef aukið verði við stoðþjónustu við fötluð börn verði einnig að efla til muna möguleika foreldra á að hafa börn sína heima. „Hraðinn í þjóðfélaginu og vinnuharka gæti hins vegar leitt til þess að biðin eftir þjónustu verður sumum óbærileg,“ segir hún. Helga segir að foreldrar fatlaðra barna fagni umræðunni og fyrir- hugaðri aðgerðaáætlun í mála- flokknum mjög en bætir við að stoðþjónustunni sé ábótavant. Hrefna Haraldsdóttir, foreldraráð- gjafi hjá Sjónarhóli, telur að fólk þurfi að bíða of lengi eftir þjónustu við fötluð börn sín. „Foreldrar fá ónóg svör hvenær börnin fá þjónustuna og það getur verið mjög erfitt fyrir fjölskyldur fatlaðra barna,“ segir hún. „Það þarf að meta uppeldis- og ummönnunarstörf að verðleikum, bæði í umræðu, viðhorfi og í laun- um,“ segir Hrefna. asab@24stundir.is Fagna framkvæmdaáætlunum um búsetuúrræði fatlaðra barna Skref í áttina en ekki nóg Sjónarhóll Frá málþingi Sjónarhóls fyrr á árinu. Amnesty International krefst þess að ríki heims virði algjört bann við pyndingum. Sam- tökin hafa upplýsingar um pyndingar í 81 landi. 26. júní er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum pyndinga. Samtökin vilja að allir sem gerast sekir um pyndingar verði sóttir til saka. Virða ekki bannið Fólk er pyndað í 81 landi „Þetta er baráttumál sem við höfum lengi barist fyrir, þ.e. að vígja samkynhneigð pör,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði og for- stöðumaður Ásatrúarfélags- ins. „Þetta hefur lengi verið deilumál innan þjóðkirkj- unnar en þessum breytingum ber að fagna,“ segir hann. „Nú er loks hægt að vígja pör- in án þess að gera það eftir staðfestingu samvistar.“ bee Ásatrúarfélagið Breytingunum ber að fagna

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.