24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Ef olíubólan springur, sem hún gerir líklega, mun olíuverð þó ekki fara mikið niður fyrir 100 dollara á tunnu. SALA JPY 0,7477 0,94% EUR 127,04 1,09% GVT 162,83 0,81% SALA USD 80,68 0,00% GBP 160,33 1,03% DKK 17,030 1,07% Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Heimsmarkaðsverð á olíu er líkast til við það að toppa og gæti tekið að lækka eftir í mesta lagi þrjá til fjóra mánuði, segir Eugen Weinberg, hrávörusérfræðingur hjá hinum þýska Commerzbank. „Ef olíubólan springur, sem hún gerir líklega, mun olíuverð þó ekki fara mikið niður fyrir 100 dollara á tunnu,“ segir Weinberg, en tunnan kostar um 135 dollara í dag. Ein ástæða þess að olíuverð lækkar ekki meira sé sú að framleiðsluverð hef- ur hækkað mikið. Dregur úr ríkisstyrkjum Gríðarleg og stöðug aukning í bílaflota Kínverja og Indverja hefur átt stóran hlut í aukinni eftirspurn eftir olíu undanfarið, bendir Wein- berg á, en fjöldi seldra bíla í Kína á ári óx úr 500 þúsund bílum árið 2001 í rúmlega 4,5 milljónir bíla ár- ið 2007. Styrkir úr buddu stjórnvalda í Kína og Indlandi hafa að hluta stað- ið undir aukinni olíunotkun í þess- um löndum, en þar sem til stendur að minnka styrkina gæti dregið úr aukningu eftirspurnar, segir Wein- berg. Þó muni vöxtur hagkerfa og mannfjölda þessara landa áfram valda mikilli eftirspurn eftir olíu. „Þótt hægi á vexti kínverska hag- kerfisins mun Indland halda áfram að vaxa,“ sagði Weinberg, sem ráð- leggur fjárfestum að horfa sérstak- lega til Indlands á næstu fimm til sjö árum. Fjárfesti í hrávörum Weinberg ráðleggur fjárfestum einnig að tryggja ávallt að ákveðinn hluti eignasafns þeirra séu hrávör- ur. Fjárfestingar á hrávörumarkaði tryggi að verðmæti eignasafna taki ekki miklar dýfur, enda sé ólíklegt að verðmæti slíkra eigna minnki þótt niðursveifla sé á fjármálamörk- uðum. Undir það tekur Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, en Saga Capital stóð fyrir fundi sem Weinberg talaði á í gær. „Megin tilgangurinn með þessum fundi var að vekja athygli á hrávör- um sem valkosti í eignasöfnum. Fjárfestar hafa hingað til verið að kaupa aðallega gjaldeyri, skuldabréf og hlutabréf til að ávaxta sitt pund, en við vildum sýna fram á að með því að blanda hrávörum inn í eignasafnið eru allar líkur á því að fjárfestar njóti meiri ávöxtunar.“ Hann segir að Íslandingar hafi að undanförnu aukið fjárfestingar á hrávörumörkuðum, þótt enn séu þær ekki umfangsmiklar. Hrávörur enn eftir að hækka Líklegt er að eftirspurn eftir flest- um hrávörum, t.d. landbúnaðar- vörum og áli, eigi eftir að halda áfram að aukast og verð þeirra hækka, segir Weinberg. „Þótt kreppan verði umtalsverð í Banda- ríkjunum, eins og stefnir í, munu viðskipti með hrávöru milli Asíu- landa halda hrávörumarkaðnum líflegum.“ Bendir hann á að þróunin sé sú að í stað þess að þróunarlönd flytji lang stærstan hluta hrávara til þró- aðra landa, eins og verið hefur hingað til, séu vörurnar í síauknum mæli seldar milli þróunarlanda. Tækifæri í landbúnaði Weinberg segir mikil fjárfesting- artækifæri í landbúnaði, enda eigi verð t.d. kjöts, korns og sojabauna eftir að hækka í verði. Eftirspurn eftir korni hefur aukist, ekki síst vegna aukinnar framleiðslu á líf- rænu eldsneyti, og verð þess hækk- að. Þótt aukin velmegun í þróun- arríkjum á borð við Kína valdi því að fólkið vilji „borða betur“ - þ.e. auka hlut kjöts í fæðunni á kostnað t.d. kornmetis - mun eftirspurn eft- ir korni og sojabaunum halda áfram að aukast enda þarf að fóðra dýrin, segir Weinberg. Verð á áli mun hækka Þá spáir hann því að verð á áli hækki talsvert á næstunni vegna minni álframleiðslu í Kína, en þar er notað þriðjungur af því áli sem framleitt er í heiminum. Vegna mikilla ríkisstyrkja til rafmagns- framleiðslu í Kína hefur hingað til verið framleitt meira ál þar í landi en hagkvæmt er, segir Weinberg, rafmagnskostnaður er 60% af kostnaði við álframleiðslu. Ákvörðun hefur verið tekin í Kína um að minnka ríkisstyrki til rafmagnsframleiðslu, sem muni minnka álframleiðslu þar í landi og auka innflutning Kínverja á áli. Athygli vakin á hrávörum Weinberg hvetur til fjárfest- inga á hrávörumörkuðum. Fjárfestingartæki- færi í hrávöru  Heimsmarkaðsverð olíu mun líklega lækka innan fjögurra mánaða, segir sérfræðingur ➤ Verð á hráolíu á heimsmark-aði í dag er um 135 dalir fyrir hverja tunnu. ➤ Forseti OPEC, samtaka helstuolíuríkja heims, spáir því að verð á hráolíu gæti farið í 150 til 170 dali tunnan. ➤ Aðrir hafa spáð því að verð átunnunni munu fara yfir 200 dollara, og sumir jafnvel yfir 300 dollara. DÝR OLÍUTUNNA MARKAÐURINN Í GÆR              !" ##$                     !"   # $   %   &"  '()*+ '  , -. /0.  "1  2      345  "!  ! 61 ! (""  (7/  /81  +9 "0  1- -  :  -       ;" 1        -0   !  "                                                   :-  - <  = # ' >4?@ABB CBDDD444A D5B?D543C C?D@3D@BD> C53AA3C CA>5?4A4? @BBA35>>@ 3?3@DCAD> CD53C@@5B C>?4@5>D 3CC3CD35? , C>?CA@4A A3A5BBB 4@A3BBBB B 5A4A54 @?D4D@ >3BBC@> , , , CA4??BBBB , , 4E34 A?E35 @E43 C5E>B CDE3B C5E?B @@>EBB A3E3B ?BE5B 3E3> ?E?5 AEBD ?AE5B CEC5 @EAC C?CEBB C5DBEBB A@>EBB CDBEBB , , , 5A>5EBB CBEBB , 4EDD A?E@5 @E@B C5E>5 CDEDB C4EC5 @@?EBB A3EDB ?BE>B 3EDB ?E?? AEB@ ?3ECB CEC> @EA> C?DEBB C54>EBB A>BEBB CDAEBB AAEBB , >E5B 534BEBB , 5E5B /0  - 3 AC 3> A3 A D 5B A? 3 ? AA , 5 3 ? , C 3 CC , , , > , , F" - "- A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> AD4ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> A54ABB> A44ABB> A44ABB> A44ABB> C34ABB> 4CAABB@ 34ABB> A44ABB> AB4ABB> @3ABB> ● Mestu viðskipti í Kauphöllinni í gær voru með bréf í Glitni banka, fyrir rúma 1,9 milljarða. ● Mest hækkuðu bréf Alfesca hf., en þau hækkuðu um 2,27%. Bréf í Össuri hækkuðu um 1,09%. ● Mest lækkuðu bréf í Sparisjóði Reykjavíkur, eða um 5,77%. Bréf í Exista lækkuðu um 5,32%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,58% í Kauphöllinni í gær, og var lokagildi hennar 4.445,55 stig. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 4,37% í gær. Þýska DAX-vísitalan lækkaði um 2,4% og breska FTSE-vísitalan um 2,6%. ● Íslenska krónan veiktist um 0,78% í gær og var gengisvísitalan 162,3 stig í lok dags. Tækifæri í nú- verandi ástandi „Ég álít að mikil tækifæri felist í því að koma inn á markaðinn eins og efnahagsástandið er nú,“ segir Halldór Óskar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Við byrjum með hreint borð og erum því ef til vill í betri stöðu en þeir sem eru í þessum bransa fyrir. Svo má ekki gleyma því að efna- hagsástandið á eftir að batna.“ Einn mesti frumkvöðull tölvu- byltingarinnar, Bill Gates, mun á föstudaginn láta af störfum sem forstjóri Microsoft eftir 30 ára starf. Við starfi hans tekur náinn samstarfsmaður og skólafélagi Steve Ballmer. Sem stærsti hlut- hafi Microsoft mun Gates áfram eiga sæti í stjórn fyrirtækisins, en mun að öðru leyti alfarið snúa sér að góðgerðarmálum. hh Bill Gates hættir hjá Microsoft Stofnfundur Keflavíkurflugvallar ohf, opinbers hlutafélags um þjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli var haldinn í gær. Félagið tekur yfir rekstur Flugmálastjórnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá og með 1. janúar 2009. Á fundinum sagði Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra meðal annars að með stofnun hins nýja félags væri stefnt að aukinni hagræðingu og skilvirkni. Keflavíkurflug- völlur ohf. 25% AFSLÁTTUR SUMARTILBOÐ ® - Lifið heil

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.