24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 23 Samkvæmt upplýsingum á vef Skjaladagsins nær saga vegabréfa langt aftur í aldir. Þar segir að óvíst sé hvenær fyrstu íslensku vegabréf- in urðu til en árið 1782 hafi fimm sýslumenn á Íslandi skrifað bréf til konungs og beðið um leyfi til þess að mega taka 8 skildinga fyrir hvert vegabréf, sem þeir gáfu út. Sú ráð- stöfun að sýslumenn gæfu út vega- bréf hefur síðan haldist óbreytt all- ar götur til dagsins í dag. Um og eftir 1900 var farið að halda betur utan um útgefin vegabréf og útlit þeirra varð staðlað auk þess sem með tilkomu ljósmyndatækninnar var farið að setja ljósmyndir af við- komandi í vegabréfin. Umsóknarferlið Allar upplýsingar um vegabréf má finna á vefslóðinni www.vega- bref.is. Þar segir meðal annars að vegabréf skuli gefið út innan 10 daga frá umsókn. Þó er einnig mögulegt að fá vegabréf afgreitt með styttri afgreiðslufresti, jafnvel samdægurs, en slíkt kostar tvöfalt meira en venjuleg afgreiðsla. Fyrir Íslendinga búsetta erlendis er einn- ig hægt að sækja um vegabréf í sendiráðum Íslands í Kaupmanna- höfn, Osló, Stokkhólmi, London, Berlín og Washington DC. Nútíminn Árið 2006 tóku gildi rafræn vegabréf en í þeim er örflaga sem varðveittar eru í upplýsingar unnar úr stafrænni mynd af viðkomandi. Einnig eru þar varðveittar upplýs- ingar unnar úr fingraskanni vega- bréfshafa. Var nauðsynlegt að hefja útgáfu slíkra vegabréfa hér á landi til þess að tryggja Íslendingum við- unandi ferðafrelsi í alþjóða- samfélagi nútímans. maria@24stundir.is Saga vegabréfa nær langt aftur í aldir Útlit staðlað eftir 1900 24stundir/Kristinn Nýja vegabréfið Það er með plastsíðu með persónuupplýsingum og mynd auk tölvurandar með sömu upplýsingum sem lesin er vélrænt. Það er frábær reynsla fyrir fólk á öllum aldri að fara í málaskóla. Margir velja að fara til Frakklands, Spánar eða Ítalíu en einnig er hægt að sækja námskeið t.d. í Sviss og á Möltu. Fyrir þá sem vilja halda sínu sjálfstæði er gott að leigja sér sjálfur íbúð en fjölskyldudvöl getur líka verið skemmtileg og flýtt mjög fyrir framförum í tungumálinu. Sniðugt getur verið að fara í frí og nota af því eina viku í námskeið. Frí og mála- námskeið Sumum finnst betra að geyma vegabréfið sitt í þar tilgerðri kápu þar sem það getur þvælst og orðið ljótt á ferðalögum. Stundum týnist það líka í veskinu. Þessar vegabréf- skápur eru hannaðar af enska fyr- irtækinu Edu.Brasil sem staðsett er í London og eru til í ýmsum litum og gerðum. Þeir sem eru hand- lagnir gætu líka búið til sínar eigin og leyft sköpunargleðinni að ráða ferðinni. Litríkar vega- bréfskápur Fyrir þá sem hafa gaman af dálítið öðruvísi ferðabókum má mæla með bók Bill Bryson Neither here nor there. Bryson skefur ekkert ut- an af því í þessari bók og segir það sem honum finnst um löndin sem hann ferðast til og íbúa þeirra. Bryson er bandarískur en hefur búið lengi í Bretlandi og leggur í bókinni í ferðalög um fornar slóðir sínar í Evrópu. Fyndin leiðsögn um Evrópu A R G U S / 0 8 -0 2 5 6 Hin nýuppgerða Sundlaug Kópavogs er öll hin glæsilegasta og leitun að öðru eins. Hún er búin nýjustu tækni og öryggiskerfið er það besta sem völ er á. Í Sundlaug Kópavogs er úr nógu að velja, jafnt fyrir unga sem aldna: Frábærar úti- og innilaugar, huggulegir heitir pottar, þægileg vaðlaug, spennandi rennibrautir og hvers kyns önnur aðstaða til góðrar hreyfingar, slökunar og skemmtunar. Er hægt að hugsa sér það dásamlegra? GLÆSILEG SUNDLAUG! KOMDU Í SUND! SUNDLAUG KÓPAVOGS v/ Borgarholtsbraut • s. 570 0470 • Opið virka daga kl. 6:30-22:30 og um helgar kl. 8:00-22:00

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.