24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir Á Stokkseyri og Eyrarbakka er nóg um að vera. Kajakaferðir eru farnar frá Stokkseyri og þar má einnig heimsækja Tónminjasetrið, Draugasafnið, Álfa og Tröllasafnið og Veiðisafnið svo eitthvað sé nefnt. Á Eyrarbakka má heimsækja Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, einu elsta og merkasta húsi landsins. Blómlegt tónlistarlíf Einn þekktasti Stokkseyringur 20. aldarinnar er organleikarinn og tónskáldið dr. Páll Ísólfsson (1893- 1974). Hann átti sumarbústað austast í þorpinu og héldu ætt- menn hans uppi blómlegu tónlist- arlífi á svæðinu. Í dag stendur minnisvarði Páls Ísólfssonar við sumarbústaðinn sem nefndur er Ísólfsskáli. Eyrarbakki Vegna umfangs viðskipta og verslunar á Eyrarbakka á miðöld- um telja sagnfræðingar að sá stað- ur hafi öðrum fremur hérlendis haft burði til þess að þar mynd- aðist þéttbýlisstaður eða bær. Í sögu bæjarins segir að blómatími Eyrarbakka hafi verið frá miðri 19. öld og á fyrstu áratugum 20. aldar. Þá myndaðist þéttbýliskjarni um- hverfis hús dönsku verslunarinnar og íbúum fjölgaði ört. Flestir urðu þeir um 1920 tæplega 1000 manns. maria@24stundir.is Fallegir staðir í grennd við Reykjavík Eyrarbakki og Stokkseyri 24stundir/Þorkell Þorkelsson Merkt hús Húsið á Eyrarbakka hýsir byggðasafn Árnesinga og er eitt margra safna á Suðurlandi. Þekktur Hús dr. Páls Ísólfssonar. Til London með slikk Nú þegar ekki má reykja yfir bjór- glasinu á krám í London geta ef til vill einhverjir tekið upp á því að prjóna. Að minnsta kosti er það móðins á I Knit prjónaklúbbnum. I Knit London, 106 Lower Marsh, SE1 (www.iknit.org.uk). Ferðast með Waterloo-lestarleið. Prjón og bjór Á Grays Antiques markaðnum má finna yfir 200 sölubása sem bjóða varning á mjög hagstæðu verði. Þar má finna ótrúlegustu hluti frá öllum heimshornum, allt frá dúkkuhúsum til samúræjasverða. Ferðast með Bond lestarleið að 58 Davies St og 1-7 Davies Mews, W1. Grays markaður Nunhead-kirkjugarðurinn í Lind- en Grove er frá Viktoríutíma- bilinu. Garðurinn geymir þús- undir af styttum af verndarenglum og dýrlingum frá tímabilinu og um hann flögra sjaldgæf fiðrildi, spæt- ur og aðrir fagrir fuglar. Ekki gleyma myndavélinni! Ferðast með Nunhead-lestarleið. Grafarölt sumarferdir.is ...eru betri en aðrar Jólin komin í sölu! Kanarí & Tenerife Besta verðið bókast fyrst

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.