24 stundir


24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 26

24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir svo endum við með orgeltónum á miðnætti,“ segir hún. Íbúar með opið hús Hefð er fyrir því að Eyrbekking- ar bjóði gestum og gangandi heim til sín á þessari Jónsmessuhátíð. Að þessu sinni verður heimboð í þremur húsum eftir hádegi á laug- ardag, þar á meðal í Gunnars- hólma. „Það er stórt hús sem hjón- in Bryndís Stefánsdóttir og Lars Tørgersen hafa gert upp en þau eru bæði arkitektar og búsett í Dan- mörku,“ segir Ingibjörg og bendir á að staðarsmiðirnir Guðmundur og Gísli Kristjánssynir hafi séð um endurgerðina. „Húsið er mjög flott. Það heldur útlitinu en er með smáviðbótum sem færa það nær nútímanum og gera það þægi- legra,“ bætir hún við. Söguganga um þorpið Einnig er hefð fyrir því að Magnús Karel Hannesson leiði sögugöngu um þorpið og verður engin breyting þar á að þessu sinni. „Þetta er klukkutímaganga og hún er alltaf mjög vel sótt. Hann tekur fyrir hluta þorpsins og fléttar inn í gönguna til dæmis verslunarsögu, tónlistarsögu eða sögu af húsum og mönnum,“ segir Ingibjörg. Dagskrá hátíðarinnar má finna á vefnum www.eyrarbakki.is. Jónsmessuhátíð Eyrarbakki ið- ar af lífi á árlegri Jónsmessuhátíð í kvöld og á morgun. Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka í tíunda skipti Fjör á Eyrarbakka Eyrbekkingar efna til há- tíðar í tilefni Jónsmessu um helgina. Nokkrir íbú- ar bjóða gestum til stofu, gengið verður um sögu- slóðir og kveikt í Jóns- messubrennu. ➤ Hápunktur hátíðarinnar erJónsmessubrenna í fjörunni vestan við þorpið á laug- ardagskvöld kl. 22. ➤ Bakkabandið spilar undirsöng og dansi og Eyrbekking- urinn Íris Böðvarsdóttir ávarpar gesti. JÓNSMESSUHÁTÍÐ Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Eyrbekkingar efna til árlegrar Jóns- messuhátíðar í kvöld og á morgun en þetta er í tíunda skipti sem há- tíðin er haldin. Dagskráin er að mestu leyti með hefðbundnu sniði að sögn Ingibjargar Eiríksdóttur sem á sæti í undirbúningsnefnd hátíðarinnar. „Við tökum reyndar smáforskot á hátíðina á föstudags- kvöld sem hefur ekki verið gert áð- ur. Jóhann Óli Hilmarsson verður með göngu í fuglafriðlandinu og Það verður vart þverfótað fyrir loðnum ferfætlingum í reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina. Um 570 hundar af 84 kynjum mæta í dóm á hundasýningu Hunda- ræktarfélags Íslands. Sýningin fer fram laugardag og sunnudag og hefjast dómar kl. 9 árdegis báða dagana og standa fram eftir degi. Úrslit hefjast milli kl. 15 og 16 á sunnudegi og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Öflugt barna- og unglingastarf fer fram innan félagsins og að þessu sinni tekur 31 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda á laugardeginum. Fimm dómarar frá þremur lönd- um dæma á sýningunni. Í anddyri reiðhallarinnar verða kynningarbásar um ólík hunda- kyn. Þar gefst gestum og gang- andi kostur á að kynnast hund- um og ræða við hundeigendur. Jafnframt verða á staðnum kynn- ingar- og sölubásar. Hundar fylla reiðhöllina LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta er klukkutímaganga og hún er alltaf mjög vel sótt. Hann tekur fyrir hluta þorpsins og fléttar inn í gönguna til dæmis verslunarsögu, tónlistarsögu eða sögu af húsum og mönnum. Hvellur - Smiðjuvegi 30 - Kópavogi - Sími 577 6400 – www.hvellur.com BOSS • 5,5 hestafla HONDA motor • 53 cm sláttubreidd • Drif • Járnhjól með legum • Safnkassi helgin

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.