24 stundir - 27.06.2008, Side 38

24 stundir - 27.06.2008, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir Opið má.-fö. kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Dalvegi 16a, Kóp. rauðu múrsteinshúsunum www.nora.is Rómantík í lautarferðinni „Ég hef heita samúð með launa- fólki. En nú er mér, andskotinn hafi það, nóg boðið. Hvaða skæruhernaður er í gangi hjá flugumferðarstjórum? Þeir koma mér að þessu sinni fyr- ir augu sem ofdekraðir andskotar og þeir þekkja greinilega ekki sinn vitjunartíma.“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is „Nú ætlar Björk og fleiri að halda náttúruverndartónleika um helgina. Fannst fyndið að heyra á Rás 2, hvar menn geta lagt til þess að komast í þvottalaugarnar. Er málið að skella sér upp í pikkann með tvöföldu á aftan, skella dísel pinnanum í gólfið og bruna nið- ur eftir til að lofa náttúruna?“ Tómas Hafliðason eyjan.is/goto/tomash „Þágufallssýki, óþarfastafsetning- arvillur og aðrar þess háttar am- bögur leiðast mér. Í gær heyrði ég í manni sem er að reyna við Erm- arsund eitt skiptið enn og er nú búinn að fresta því. Hann talaði um nýjan útbúnað við „næring- artöku“. Ég fæ kjánahroll þegar ég heyri í svona snillingum.“ Yngvi Högnason yngvii.blog.is BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Í gærmorgun varð það ljóst að sjónvarpsstöðin National Geog- raphic hefur samþykkt að senda beint út um allan heim frá Nátt- úrutónleikunum í Laugardalnum á morgun. Baráttuöskur Bjarkar til verndunar íslenskrar náttúru mun því bergmála langt út fyrir land- steinanna. En það eru fleiri að syngja bar- áttusöngva, því í gær sleppti Ólöf Arnalds, er spilar á milli Bjarkar og Sigur Rósar, splunkunýju lagi á netið. Það heitir Af Stað og er afar vel heppnað til samsöngs. „Já, það var pælingin, þetta er svona smá slagari,“ segir Ólöf Arn- alds. „Þetta leitaði á mig í byrjun vikunnar. Þetta gerðist ofsalega hratt. Það var alveg glænýtt þegar ég tók það upp. Ég ákvað bara að gefa málstaðnum lagið þar sem það er búið til sérstaklega fyrir þessa tónleika.“ Áhugasamir geta nálgast lagið, endurgjaldslaust, á slóðinni www.nattura.info/Olof_Arn- alds_AfStad.mp3. Sjálfboðaliða vantar Tónleikahaldarar auglýstu svo í gær eftir sjálfboðaliðum til þess að vinna á tónleikunum á laugardag. „Við þurfum fólk frá 18 ára og eldri við uppsetningu á tjöldum sem þurfa að rísa í dag og á laug- ardag,“ segir Margrét Vilhjálms- dóttir leikkona sem er einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Þar verða náttúruvernd- arsamtökin með sín athvörf. Þarna verða líka vörukynningar frá Fair Trade, Hljómalind, Villimey og fleiri náttúruvænum hliðum.“ Einnig þarf að búa til vegvís- iskilti sem hengja á upp um allan dalinn með upplýsingum um stað- setningar fyrir veitingar, salerni og annað slíkt. Áhugasamir geta sent póst á natturainfo@gmail.com. Sigur Rósar-lundur Samtökin Sól á Suðurlandi, er berjast gegn frekari virkjun á Þjórsá, gróðursettu á laugardag á svæðinu 1001 bjarkir og nokkrar harðgerðar rósir til heiðurs lista- mannanna. Vigdís Finnbogadóttir gaf garðinum þrjár háar bjarkir. Eina fyrir pilta, aðra fyrir stúlkur og þá þriðju fyrir öll ófæddu börn- in. Garðurinn hlaut nafnið Sigur Rósar-lundur. Náttúrutónleikar Bjarkar ná langt út fyrir landsteinanna National Geog- raphic í beinni National Geographic mun senda út beint frá Náttúrutónleikunum. Ólöf Arnalds hefur svo samið sérstakt baráttulag af tilefninu. Sigur Rósar- lundur verður til. Margrét Leitar af sjálfboðaliðum. Morgunblaðið/Golli Ólöf Arnalds Samdi lag á mánudag og sleppti því lausu í gær. HEYRST HEFUR … Stefán Hilmarsson og félagar í Sálinni ætla að gera tilraun til þess að bjarga sumarslagaraskortinum í ár. Á dögunum sendi sveitin út frá sér lagið Gott að vera til sem er fjörugur rokk-poppari að hætti Gumma Jóns. Lagið er fyrsta nýja lagið af þremur er koma út á væntanlegri safnplötu í haust ásamt veg- legri DVD-útgáfu og heimildamynd vegna 20 ára afmæli sveitarinnar. bös Ragnar Zolberg og félagar í Sign hafa hljóðritað Iron Maiden lagið Run to the Hills fyrir safnplötu til heiðurs gömlu goðanna. Platan mun fylgja frítt með breska þungarokkstímaritinu Kerrang! Metal- lica eru á meðal þeirra sveita er taka þátt á plötunni en Sign breyta laginu það mikið að þeir búast við mismunandi viðbrögðum frá aðdáendum Iron Maiden. bös Vefverslunin inmate.is hefur nú sett á sölu boli með ásjónu Jakobs Frímanns Magnússonar, miðborg- arstjóra, með undirskriftinni „Remove Your Art“. Talsmenn fyrirtækisins, er vinnur m.a. með föng- um, segja bolinn hannaðan af íslenskum úða- brúsalistamanni og sé skírskotun í pirring ungs listafólks yfir því að málað hafi verið yfir listaverk þeirra á veggjum í miðborginni. bös „Nafnið heillar mig nú ekkert sérstaklega, en ég tel þó að íslensk tunga muni lifa þetta af, líkt og gerðist með Sinalco og Spur- Cola,“ segir Mörður Árnason ís- lenskufræðingur, aðspurður um ágæti nýs íslensks gosdrykkjar frá Ölgerðinni, sem heitir Rí-Mix. Aðeins í boði í sumar „Þetta er sennilega fyrsti íslenski gosdrykkurinn í þrjú ár, síðan rauða appelsínið kom á markað,“ segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. „Drykkurinn verður þó aðeins fáanlegur í sumar, á meðan birgðir endast.“ Aðspurð hvort hún óttist að viðbrögð málfarsfasista verði neikvæð segir Halldóra: „Nei, ég vona ekki. Enda er þetta á ís- lensku, Rí-Mix, en ekki Re-Mix!“ Gagnrýni á gosdrykkinn Drykkurinn inniheldur blöndu af ferskju-, appelsínu- og ástarald- insbragði, og verður að segjast að ískaldur er hann einkar góður við þorsta, á sólríkum sumardegi. En á hinn bóginn má spyrja hvaða kaldi gosdrykkur sé það ekki, við sömu aðstæður. Nafnið verður að teljast ágæt- lega heppnað, þó svo að það sé ansi enskuskotið. Það er grípandi, hittir naglann á höfuðið og er bara helvíti sniðugt. En þrátt fyrir ágætt bragð og nafn, þá er helst til of mikil kolsýra í drykknum að mati undirritaðs, og verður hún til þess að viðkomandi þarf mikið að ropa, sem er hvimleitt, innan um annað fólk. Þrjár stjörnur af fimm. traustis@24stundir.is Ölgerðin sendir frá sér Rí-Mix Suðrænn, seiðandi sumardrykkur Endurhljóðblöndun Rí-Mix er eflaust fín blanda í bolluna í sumar. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 3 2 6 1 4 8 7 5 9 4 5 7 6 2 9 3 8 1 8 9 1 3 5 7 2 4 6 5 1 9 7 6 4 8 2 3 6 7 3 8 9 2 4 1 5 2 4 8 5 1 3 9 6 7 7 6 4 2 3 1 5 9 8 9 3 5 4 8 6 1 7 2 1 8 2 9 7 5 6 3 4 Stjörnuspáin segir að þú hafir heppnina með þér í dag og eigir ekki að vera hrædd- ur við að taka áhættu a Við Masseyjum þetta einhvern veginn. Honum ætti að þykja heiður að. Bjarni, samþykkir Sir Alex slíka útreið? Bjarni Guðmundsson hjá Landbúnaðarsafninu á Hvann- eyri stendur fyrir Ferguson-akstri um Borgarfjörð þann 13. júlí. Tekið skal fram, að keppt er á traktorum, en ekki þjálfara Manchester United. FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.