24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir „Fyrir lágu tillögur sem sýna hvernig er hægt að nýta gömlu húsin á reitunum þannig að götumynd Lauga- vegar haldi sér. Forsendurnar voru skýrar um að æski- legt væri að halda í hana og þess vegna kemur þessi til- laga á óvart,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna, um vinningstillögu í samkeppni um nýtt húsnæði Listaháskóla Íslands sem rísa mun á horni Laugavegar og Frakkastígs. Þrjú eldri hús standa á reitnum, Laugavegur 41, 43 og 45 og fyrir liggur til- laga um friðun hússins nr. 41. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, var formaður dómnefndar og segir áhyggjur af varð- veislu 19. aldar götumyndar á þessum hluta Laugaveg- ar ekki eiga við. „Þessi hús eru ekki hluti 19. aldar götumyndar og samkvæmt deiliskipulagi frá 2003 má rífa þau,“ segir hann. „Tillagan uppfyllir að okkar mati allar þær kröfur sem við gerum til byggingarinnar. Ekki síst hvernig hún lagar sig að götumyndinni, til dæmis með því upphefja húsið númer 41 og spilar við mannlífið í miðborginni en helsta ástæða þess að Listaháskólinn vill fara í miðborgina er að efla mann- lífið þar.“ Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur lengi barist fyrir verndun gamallar götumyndar við Laugaveg. „Það breytist ekki,“ segir hann og bætir við: „Aðal- atriðið er sátt milli verndunarsjónarmiða og starfsemi Listaháskólans, sem við sækjumst eftir að fá í mið- borgina.“ Borgaryfirvöld hafa enn ekki fjallað um til- löguna en Ólafur er þess fullviss að sátt náist. aak Umdeild Listaháskólabygging Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir mikilvægt að sauð- fjárbændur með bú nálægt álver- um séu vakandi fyrir einkennum flúormengunar í fénu. Kindurnar geta orðið haltar Mest er flúormengunin frá ál- verunum þegar verið er að gang- setja ný ker. Hún er því mest í upp- hafi og þegar álverin eru stækkuð. Flúorið berst með lofti í jarðveginn og þaðan í grasbítana. „Það safnast fyrir í beinum dýr- anna og kemur fyrst fram sem brúnir flekkir eða sár á tönnunum. Sé flúormengunin mikil geta myndast hnútar í beinunum sem valda því að skepnurnar verða halt- ar. Þess vegna er mjög mikilvægt að bændur séu vakandi fyrir þessu og skoði reglulega upp í kjaft dýr- anna,“ segir Sigurður. Flúor yfir mörkum í Kjós Álver Norðuráls í Kjós var stækkað á árunum 2006-2007 sem olli aukningu í losun flúors frá verksmiðjunni. Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, kveðst afar ósáttur við þessa aukningu. Hann segir jafnframt losun flúors frá verk- smiðjunni vera yfir mörkum þess sem starfsleyfi verksmiðjunnar heimilar en á heimasíðu Norðuráls segir að losun hafi aldrei farið yfir heimildir. „Það má með góðum vilja segja að þetta sé innan marka en þetta er samt ekki ásættanlegt. Verksmiðjan er hér í viðkvæmu lífríki,“ segir Sigurbjörn. Á vegum tilraunastöðvarinnar á Keldum er reglulega tekið sýni úr sauðfé á bæjum nálægt álveri Norðuráls og flúormagnið mælt. Er aukningin vel mælanleg að sögn Sigurðar. „Flúor í beinum skepnanna hef- ur farið vaxandi, sérstaklega síðasta ár. Þetta er þó ekki enn komið á það hættulega stig að skepnur séu farnar að veikjast en ef þetta heldur svona áfram getur farið að bera á tannskemmdum hjá kindunum,“ segir Sigurður. Flúor veldur tannskemmdum  Bændur hvattir til að skoða reglulega upp í kindurnar ➤ Flúor er eitt algengasta frum-efni jarðarinnar og getur því flúormengun stafað af nátt- úrulegum orsökum, t.d. eld- gosi. ➤ Það er notað sem hjálparefnivið rafgreiningu á súráli og berst frá kerjunum sem gas. ➤ Flúor getur haft neikvæðáhrif hvort sem er á vöxt og heilbrigði gróðurs eða dýra. STAÐREYNDIR UM FLÚOR 24stundir/Ómar Málflutningur í máli ákæru- valdsins gegn Jóni Ólafssyni kaupsýslumanni vegna stór- felldra skattalagabrota sem hann er ákærður fyrir fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Ólafsson er ákærður fyrir að telja ekki fram til skatts rúmlega 360 milljónir króna, þar af um tvö hundruð millj- ónir í tekjuskatt og rúmlega 150 milljónir í fjármagns- tekjuskatt. Óljóst er enn hvort Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður fær að vera verjandi Jóns í málinu en hann þarf hugsanlega að bera vitni. mh Tekist á um frávísun máls Mál Jóns Ólafssonar Byrjað var að bora eftir heitu vatni í landi Kópsvatns í Hruna- mannahreppi nú í vikunni en orkustöðvar í sveitafélaginu hafa nú verið kortlagðar. Holan er stað- sett á hitabelti sem nær frá Kerling- arfjöllum og niður undir Flúðir. „Farið verður yfir niðurstöður þessara rannsókna í framtíðinni, við erum fyrst og fremst að kíkja undir yfirborð niður á 1000-1500 metra dýpi,“ segir Hannibal Kjart- ansson, hitaveitustjóri Hitaveitu Flúða. „Það munu allar dyr standa opnar í framhaldinu, hvort sem orkan fer í orkufrekan iðnað eða í gróðurhús,“ segir hann og bætir við að allar slíkar ákvarðanir verði pólitískar og á vegum sveitarfé- lagsins. áb Hrunamenn fyrstir til að kortleggja auðlindir Leitað að heitu vatni Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Þegar verð á málningu er kannað kemur í ljós að mik- ið afsláttarbrask er í gangi hjá mörgum söluaðilum. Birt er lægsta verð í hverri verslun á 10 ltr. fötu af innimálningu með 10% gljástigi. Ógagnsæi er mikið á þessum markaði og því miður þurfa neytendur jafnvel að prútta um afsláttarkjör sem geta verið frá 20-35%. Ekki er tekið tillit til gæða eða tegundar og vissulega getur verið mikill gæðamunur bæði með tilliti til nýt- ingar og einnig hversu umhverfisvæn málningin er. Afsláttarbrask í málningu Þuríður Hjartardóttir Frábærir ferðafélagar DVD myndir í úrvali Tónlist fyrir ferðalagið NÝ OG GLÆSILEG BÚÐ Í HOLTAGÖRÐUM Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) NEYTENDAVAKTIN Innimálning 10% gljástig (10 ltr.) Verslun / Tegund Verð Verðmunur Múrbúðin / Deka Pro 4.900 Húsasmiðjan / HS innimálning 4.999 2 % BYKO / BYKO innimálning 5.990 22 % Slippfélagið / Pett10 9.832 101 % Flügger litir / Flügger 9.943 103 % Málning / Meistaramálning 9.961 103 % Verð m.v. lágmarksafslátt eða tilboð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.