24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 16
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Eftir að hafa verið rekinn úr ung- lingavinnunni fyrir mistök ákvað Brynjar Kjærnested að stofna sitt eigið garðþjónustufyrirtæki sem í dag heitir Garðlist. „Uppsögnin var áfall fyrir 12 ára gutta en ég fór heim og lagði höfuðið í bleyti og þegar hringt var í mig nokkrum dögum seinna og mér boðin vinn- an aftur afþakkaði ég þar sem þá hafði ég sjálfur keypt mér sláttuvél með fjárhagsaðstoð frá föður mín- um. Það var heilmikið að gera hjá mér og sumarið eftir réð ég strák í vinnu hjá mér en síðar slóst bróðir minn í hópinn og hann var á bíl þannig að þá gátum við boðið þjónustuna um alla borg. Í gegn- um árin hefur reksturinn síðan undið upp á sig og margir við- skiptavinir bæst þannig í hópinn að þeir hafa séð verk okkar í garði nágrannans og líkað vel,“ segir Brynjar. Kröfuharðir Viðskiptavinir fyrirtækisins eru margir hverjir í áskrift að þjónustu og er þá garðurinn sleginn hjá þeim á tveggja vikna fresti og beðin hreinsuð um vor og aftur að hausti. „Líkt og viðskiptavinir okk- ar erum við mjög kröfuharðir og hjá okkur starfa eftirlitsmenn sem eitra garðana eftir hreinsun og sjá til þess að allt sé vel gert. Við bæt- um við mannskapinn yfir sum- artímann og þá byggist starfsliðið upp á skólafólki sem við þjálfum í allt að einn og hálfan mánuð sem skilar sér í góðri þjónustu en nú yf- ir sumartímann erum við mest að tyrfa, hreinsa, klippa og slá,“ segir Þorsteinn Kr. Haraldsson, rekstr- arstjóri fyrirtækisins. Rafrænar sláttuvélar Fyrirtækið hefur nú tekið í notkun fjarstýrðar sláttuvélar sem eru frábrugðnar að því leyti að þær eyðileggja ekki manir líkt og venju- legar vélar eiga það til að gera þeg- ar þær festast og spóla. Rafrænu vélarnar má nota í 50 gráðu halla án vandkvæða og þær skilja ekki eftir sig ljót för í grasinu. Tyrfa, hreinsa, klippa og slá garða Kröfuharðir líkt og viðskiptavinirnir ➤ Starfsfólk fyrirtækisins erþjálfað í allt að einn og hálfan mánuð sem tryggir vandaða þjónustu. ➤ Margir viðskiptavinir hafabæst í hópinn þannig að þeir hafa séð verk í garði ná- grannans sem þeim hefur lík- að vel. GARÐLISTFyrirtækið Garðlist býður upp á fjölbreytta garð- þjónustu sem æ fleiri nýta sér. Það var stofnað fyrir tæpum tuttugu ár- um þegar ungur drengur var rekinn úr unglinga- vinnunni fyrir mistök og keypti sér sláttuvél. Alhliða Garðlist býður marghliða garðþjónustu. 16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir Fyrir sumarbústaði á örlítið af- skekktari stöðum getur verið snúið að koma sér í samband við raf- magn. Fyrirtækið Skorri ehf. hefur um árabil selt sólarrafhlöður sem henta einkar vel fyrir þá sem í þess- um aðstæðum eru en fyrirtækið hefur flutt þær inn frá árinu 1985. Að þeirra sögn hefur úrvalið svo þróast út í ýmsar aðrar vörur fyrir rafmagnslausa sumarbústaði, t.d. gasvörur á borð við eldavélar, ís- skápa og vatnshitara. Umhverfisvænt og hættulaust Einn kosta sólarrafhlaðna er að af þeim stafar lítil sem engin eld- hætta og rafmagnslausir sumarbú- staðir geta hætt að reiða sig á olíu- lampa og kerti. Og rafmagnið sem þær framleiða er ekki einungis til að lýsa upp bústaðinn heldur er hægt að hafa hin ýmsu tæki í bú- staðnum, t.d. sjónvörp, tölvur og vatnsdælur. Frekar lítið mál er að koma sól- arrafhlöðum upp en best er að koma þeim fyrir á þaki sumarhúss eða hjólhýsis. Einnig þarf að vera með rafgeymi til staðar sem hleðst jafnt og þétt á meðan sólin skín og þannig er tryggt að rafmagn sé ávallt til staðar. Margir halda að aðstæður á Ís- landi séu ekki góðar til orkufram- leiðslu en það er alrangt. Þvert á móti eykst orkuframleiðslan eftir því sem loft er kaldara og því eru aðstæður hérlendis prýðilegar til þess að reka sína eigin sól- arrafveitu. Og svo eru þær líka um- hverfisvænar. hj Sólarrafhlöður geta leyst rafmagnsvanda hjólhýsa og sumarhúsa Vertu þinn eigin rafmagnsstjóri Fyrirferðalitlar Sól- arrafhlöðurnar er best að hafa á þaki hússins. Sumarhús og garður Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is UNDRI GARÐA hreinsir VERNDUM NÁTTÚRUNA – NOTUM UNDRA Góður í garðinn, á grillið, pottinn og pallinn Hreinsar mosa og græna slikju SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur-plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. 24 stundir/Valdís Thor

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.