24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 17
Ert þú einn af þeim sem njóta þess að fylgjast með fuglalífinu út um gluggann? Þá eru nokkrir hlut- ir sem þú getur gert til þess auka vinsældir garðsins þíns á meðal fuglanna í nágrenninu. Matur er auðvitað helsta að- dráttaraflið en þótt vissulega sé auðveldara fyrir fuglana að afla sér fæðu á sumrin þá munu margir þeirra velja þennan kost. Margir fuglar eru t.d. hrifnir af alls konar fræjum á borð við sólblómafræ. Berjarunnar eru skiljanlega vin- sælir líka, ekki einungis vegna gómsætu berjanna heldur veita þeir líka gott skjól. Vatn er fuglum mikilvægt eins og svo mörgum öðrum en ekki ein- ungis til drykkjar heldur er mik- ilvægt fyrir þá að halda fiðrinu hreinu og vatnsþéttu og böð aðstoða við það. Hægt er að kaupa sértilbúin fuglaböð en nokkurra sentimetra djúp skál eða panna er nægilega spennandi fyrir flesta fugla. Loks getur hjálpað að setja niður nokkur blóm og um að gera að leyfa þeim að standa þótt þau visni því einhverjir gætu viljað kroppa í þau. Þá er einnig mikilvægt að huga að því að kettir hafi ekki of auðveldan aðgang að fiðruðu vin- unum þínum í garðinum. hj Hvernig lokkar maður fuglana til sín? Fiðraður félagsskapur í garðinum 24stundir/Sverrir Vinalegt Margir leggja á sig vinnu til þess að losna við fugla úr garðinum, jafnvel til að losna við hljóðmengun í morgunsárið, en aðrir njóta þess að fylgjast með fuglalífinu út um gluggann. Yu Yuan-garðurinn í Kína var byggður á Ming-tímabilinu fyrir 400 árum síðan og er í dag verð- mæt arfleifð. Í garðinum má finna mjög fágæta steina, fallegan gróður og tré en þar er einnig rekinn markaður sem laðar að sér fjöldann allan af ferðamönn- um. Garður frá Ming-tímabilinu Það er ekki hægt að segja að í Ver- sölum í París ríki látlaus stíll ríkj- um og það sama má segja um garða hallarinnar. Þeir voru hann- aðar af André Le Nôtre sem var fróður um plöntur, arkitekt og list en sólkonungurinn sjálfur skrifaði leiðarvísi um hvernig gestir fengju best notið garðsins. Garður hæfur sólkonungi Blómabreiður fylla Butchart- garðinn á Vancouver-eyju en upp- bygging hans hófst árið 1904 þegar Jennie Butchart hófst handa við að fegra umhverfið í kringum ónýtta grjótnámu. Afkomendur Jennie sjá um garðinn í dag en innan hans er meðal annars ilmandi rósagarður frá tíð hennar. Skrýddur blómabreiðum Þeir sem dvelja löngum stundum við garðrækt tala gjarnan um hve afslappandi slík vinna sé og því ekki úr vegi fyrir sem flesta að prófa að vinna í garðinum eina dagstund. Ferska loftið hefur góð áhrif á líkama og sál auk þess sem garðurinn lítur mun betur út eftir á. Það er ýmislegt sem má gera í garðinum til að fegra hann án þess að taki mikinn tíma eða vinnu. Það má til dæmis finna fallegt grjót víðs vegar um land og mála það auk þess sem strandargrjót utan úr heimi getur verið einkar fallegt innan um íslenska grjótið. Afslöppun í garðinum Geymsluskápar fyrir gashylki. Hannaðir í samráði við og samþykktur af Brunamálastofnun. Einangraðir útiskápar fyrir hita- veituinntök og varmaskipta. 1,5 mm stál, galvaniseraðir og sprautulakkaðir. Þriggja punkta læsing. Upphengigrind fáanleg. Til í tveim stærðum. A. h 94, b 79, d 32,5 sm B. h 150, b 75, d 45 sm. Einangruð PEX-hitaveiturör í sumarhús, bændabýli og íbúðarhús. Hámarks einangrun – lágmarks hitatap. Sérstök framleiðsluaðferð tryggir einangrunargildið í áratugi. Framleitt samkvæmt ISO 9001 gæðastaðli. ÍSRÖR ehf | S. 565-1489 | Hringhella 12 | 221 Hafnarfjörður Henta fyrir sumarhús, íbúðarhús og húsbíla. 1,5 mm galvaníserað og duftlakkað stál. Utanmál í mm: h: 850, b: 750 og d: 350. Veggfestingar fáanlegar Skápurinn er gerður fyrir tvær 11 kg gosflöskur og er með læsingu. Hann fæst í tveimur litum, grár og grænn. Sumarhúsa- og landeigendur SÓLSTOFUR – SVALA-LOKANIR Sem dæmi um notkun hér á landi: Fyrir einkaheimili: Stofur, sólstofur, borðstofur, el- dhús, svalalokanir, sumarbústaðir og margt fleira. Fyrir atvinnuhúsnæði: Veitingahús, hótel, verslunarhúsnæði, söluskálar, barnaheimili og margt fleira. Viðhaldsfríar með sólarvarnargleri Verkhönnun Kirkjulundi 19, 210 Garðabæ, Sími 565 6900, Veffang: verkhonnun.com, Netfang verkhonnun@simnet.is Four Seasons glerbyggingar eru frábær lausn sem hefur verið mikið notuð á Íslandi. Glerið er háeinangrandi með mjög góðri sólarvörn og er öryg- gisgler. Glerið gerir húsin að 100% heilsárshúsum. Tré-ál eða ál útfærsla. www.verkhonnun.com 24stundir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 17

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.