24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir Allt fyrir útihátíðina veislurnar & partíin pöntunarsími: 6613700 Allt að 11 ára framleiðslu- ábyrgð á bílskúrshurðum REK ehf · Akralind 6 · 201 Kópavogur · Sími 5334000 · rek@rek.is · www.rek.is BÍLSKÚRS- OG IÐNAÐARHURÐIR Gæði á góðu verði Erfitt að toppa þessa The Dark Knight er svo góð að erfitt er að ímynda sér að sú þriðja geti orðið betri. Ef eitthvað er hægt að setja út á myndina er það helst að almennilegt auðkennisstef vantar fyrir Batman, eitthvað meira gríp- andi, þó svo að núverandi stef sé mjög flott. Það er bara ekki nógu eftirminnilegt, líkt og Star Wars- stefið, Indiana Jones-lagið eða sjálft James Bond-stefið. Spurning hvort John Williams sé ekki fáanlegur í þriðju myndina? Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Váááááááááááááááááááááááááááá! Undirritaður kiknaði í hnjálið- unum líkt og táningsstúlka í sleik á nýjustu Batman-myndinni. The Dark Knight er stórkostleg. Dimm og drungaleg, jafnvel ógn- vekjandi fyrir fullorðna á köflum. Batman er bestur Leðurblökumaðurinn sannar endanlega að hann er langsvalasta ofurhetjan og í einstakri túlkun Heaths heitins Ledgers er Jókerinn þegar orðinn einn af eftirminnileg- ustu, siðlausustu og ógnvænlegustu hvítatjalds-hrottum kvikmyndasög- unnar. Ekki verður óþarfa orðum eytt í söguþráðinn. Í stuttu máli er Jók- erinn kominn til Gotham og gerir allt vitlaust. Gersamlega siðlaus stjórnleysingi, sem ber álíka mikla virðingu fyrir mannslífum og Kim Jong Il. Það sem gerir myndina svo frá- bærlega frábrugðna öðrum er hversu áköf og hröð hún er, í bland við raunsæja nálgun á mjög fjar- stæðukennt málefni; fullorðinn mann í leðurblökubúningi að berj- ast gegn glæpum. Myndin er stanslaus keyrsla og kemur sífellt á óvart með vel heppn- uðum fléttum í söguþræðinum. Mörk góðs og ills verða illgreinanleg og persónugerast í andhetjunni Harvey Dent en þessi ómissandi karakter úr Batman-bálkinum er snilldarlega fléttaður inn í sögu- þráðinn og Aaron Eckhart sýnir all- ar sínar bestu hliðar í hlutverkinu. Blökuhjólið Eflaust er Batman ekki í Sniglunum en vissara er að líta vel til beggja hliða áður en farið er yfir gatnamót. Athygli vekur þó að Batman er ekki með hjálm. Dark Knight er besta ofurhetjumynd allra tíma Sumargleði Kimi-Records kem- ur við í höfuðborginni í kvöld eftir vel heppnaðan túr um landið í sumar. Hljómsveitirnar Benni Hemm Hemm, Reykjavík! Morð- ingjarnir og Borko spila fyrir dansi og hefjast herlegheitin klukkan 20 og kostar miðinn aðeins 1000 krónur. Vel heppnuð Sumargleði Einsog sést á myndinni hitti Sumargleði Kimi-Records gamlan meðlim Sumargleðinnar sem var og hét, sjálfan Ómar Ragnarsson. Haukur Magnússon, meðlimur í hljómsveitinni Reykjavík!, segist þó varla hafa hitt Ómar. „Nei, hann er alltaf að flýta sér svo mikið karlinn. Hann er auðvit- að ofvirkur og getur aldrei verið kyrr. En jú, við hittum hann þarna örstutt. Annars hittum við aðallega fyrir landið okkar Ísland! Meiri- hluti sveitarinnar er utan af landi og við því öllum hnútum kunn- ugir, við tölum að minnsta kosti málið og svona. Reyndar lenti ég í smá veseni á Höfn í Hornafirði, en þeim innfæddu þykir víst gaman að hrella hljómsveitir, líkt og Maus og Dalton hafa komist að. Reyndar var þetta nú saklaust í mínu tilfelli. Ég hafði fengið mér aðeins í tána í rútunni og var hálf- þungur á mér af öldrykkju. Ég af- réð því að hætta þambinu og snúa mér að léttari veigum. Varð þar fyrir valinu afar bleikur áfeng- isgosdrykkur, Melon Blaster að nafni, sem markaðssettur er helst fyrir konur, að mér skilst. Þótti heimamönnum þetta ansi hýr hegðun hjá mér og sendu mér einhverjar athugasemdir í kjölfar- ið, sem ekki verða hafðar eftir í jafn virðulegum fjölmiðli og 24 stundum. En annars var ferðin ánægjuleg, við nutum hennar í botn,“ sagði Haukur að lokum. Sumargleði á NASA í kvöld Thom Andersen verður heið- ursgestur heimildar- og stutt- myndahátíðarinnar Reykjavík Short&Docs, sem nú er haldin í sjöunda skipti. Andersen er pró- fessor við California Institute of Arts og afar virtur á sínu sviði en meðal mynda hans má nefna Eadweard Muybridge, Zooprax- ographer, Red Hollywood, og Los Angeles Plays Itself. Thom Andersen heiðursgestur FÓLK 24@24stundir.is a Leðurblökumaðurinn sannar endanlega að hann er langsvalasta ofurhetjan Aðþrengdur Afsakið að ég er til! EINS OG ÞIÐ SJÁIÐ Á KORTINU HÉRNA ÞÁ NÁLGAST LÆGÐ ÚR AUSTR I. VIÐ GETUM ÞVÍ ÁTT VON Á LITLUM KRÚTTLEGUM UNGBARNASKÚRUM HVENÆR SEM ER . . . EF ÞÚ VILT FÁ KARLINN ÞINN TIL AÐ HJÁLPA ÞÉR MEIRA VIÐ HEIMILISSTÖRFIN ÞÁ SKALTU FÁ ÞÉR ÞESSA!! Bizzaró Æ, undir niðri fann ég það alltaf á mér að það yrði jörðinni stórhættu- legt að gefa öpum svona mikla greind. MYNDASÖGUR kvikmyndir Leikstjóri: Christopher Nolan Aðalhlutverk: Christian Bale, Heath Ledger, Aaron Eckhart The Dark Knight

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.