24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Þjóðnýtingarstefna íslenskra stjórnvalda um raforkusölu til stórnotenda – einkum álvera – er einstök á heimsvísu. Engin önnur þjóð í heiminum en Ísland selur 61 prósent af raforku sinni til stórnotenda, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Þetta hlutfall fer í um 80 prósent gangi áform um frekari raforkusölu til álvera Alcoa og Norðuráls í Helguvík og Bakka eftir. Hlutfallið – eitt og sér – er ekki áhyggjuefni. Öðru fremur sýn- ir þetta hversu hlutfallslega stór samkeppnismarkaðurinn er. Á́ honum geta einkafyrirtæki starfað eins og opinber fyrirtæki. Í þessari sérstöðu felast tækifæri sem eðlilegt er að ræða um fordóma- laust hvort skynsamlegt sé að þjóðnýta. Fyrrnefnd sérstaða íslenska orku- markaðarins gerir það að verkum að engar pólitískar öfgar til hægri eða vinstri eiga að trufla umræðu um þetta. Náttúruverndarsjónarmið, jafnt sem önnur, ættu að njóta góðs af henni. Reiknuð arðsemi af raforkusölu hefur til þessa hvílt að miklu leyti á ríkisábyrgðum, þó tímabundnar sveifl- ur á mörkuðum hafi einnig áhrif á arðsemina. Í greinargerð Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings hjá Landsbankanum, sem sat í stjórn Landsvirkj- unar fyrir hönd Samfylkingarinnar þegar samningur um raforkusölu frá Kárahnjúkavirkjun var samþykktur, segir: „Landsvirkjun hefur mikla sér- stöðu í formi lánaábyrgðar og skattleysis. Fyrir lánaábyrgðina krefst hið opinbera einungis 0,25% ábyrgðargjalds og er fjármagnskostnaður Lands- virkjunar því töluvert undir markaðskjörum. Stuðningur hins opinbera við Kárahnjúkavirkjun með ábyrgðum og skattleysi gerir Landsvirkjun kleift að framleiða raforku á lægra verði en ella. Stuðningurinn er því styrkur til Landsvirkjunar og orkukaupandans, bandaríska álframleiðand- ans Alcoa. Stuðningur sem þessi stendur fyrirtækjum almennt ekki til boða hér á landi og skekkir því samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs.“ Þetta er kjarninn í þeirri stefnu sem þrýst er á um – einkum úr Sjálfstæðisflokknum – að verði framfylgt. Í ljósi margföldunar á orkuverði í heiminum á undanförnum árum er stefnan skamm- sýn leið til að koma orku í verð. Vegna heimsins hæsta hlutfalls raforku sem fer inn á löggerðan samkeppn- ismarkað, þurfa stjórnmálamenn að gera það upp við sig hvort það sé skynsamlegt til lengdar að veita jafn ríkulegan afslátt af raforku og raun ber vitni. Raf- orkan er meira virði nú heldur en svo að hún krefjist niðurgreiðslu ríkisins. Sá tími er liðinn. Áratugalangir sölusamningar, eins og tíðkast, gætu glatað meiri verðmætum en þeir skapa verði þessu fram haldið. Einstök tækifæri gætu þannig farið forgörðum. Einstakt tækifæri Í Borgarfirði sá ég „sumarbústað- inn“ sem KB-stjórinn er að reisa til minningar um sig uppi á hól. Í fjarska leit þetta út eins og ný Bónusverslun sem væri verið að byggja í glænýju úthverfi. Risastór byggingarkran- inn stóð hreyf- ingarlaus yfir þessu eins og vá- frétt. Ég heyrði líka í þyrlunni hans Óla í Sam- skip eða hvað sem hann heitir. Hann er víst alltaf að fljúga henni eftir laxveiðiánum sem eru svo steindauðar dögum saman eftir á því laxarnir fríka út yfir þyrlunni. En það má ekki vera of nastí við Óla í Samskip því hann dælir peningunum í rokkið … Gunnar Hjálmarsson eyjan.is/goto/drgunni Þyrlan hans Óla Talandi um alþýðutónlistarmenn þá er það nú skoðun mín að það sé allnokkuð í að Bubbi geti gert kröfur um að standa þar fremstur í flokki. Þar stendur Megas langt upp úr, mjög langt upp. Meistari texta, glöggur á þjóð- félagslega stöðu og ef eftir því er hlustað kemur fram að tónlist Megasar á eftir að lifa. Mikið lengur en tónlist sumra annarra, enda er hver tón- listarmaðurinn á fætur öðrum um taka upp lög Megasar. En þetta er mín skoðun. Öll veljum við okkar tónlist og hvaða diskar lenda á spilaranum. Björk hefur aldrei fengið styrki … Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Megas fremstur Í dag er 22. júlí og engin leiðrétt- ing komin til aldraðra enn. Þetta eru hrein svik. Sagt var að endur- skoðunarnefnd almannatrygg- ingalaga ætti að skila nýju fram- færsluviðmiði fyrir lífeyrisþega 1. júlí. Það er ekki komið fyrir al- menningssjónir enn og aldraðir og öryrkjar verða ekki varir við neitt. Aldraðir fengu 7,4% hækkun á lífeyri sín- um 1. feb. sl. þegar láglaunafólk fékk 16% hækkun. Stjórnvöld lof- uðu því þegar skorið var á sjálf- virkt tengsl launa og lífeyris að aldraðir og öryrkjar mundu ekki skaðast af þeirri breytingu. Björgvin Guðmundsson gudmundsson.blog.is Svik við aldraða Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Umræðan um efnahagskreppu á heims- vísu hefur ekki farið fram hjá þjóðinni á árinu. Stjórnmálamenn í sumarfríi tjá sig fjálglega um málið – um lausnir eða ekki lausnir. Jaðrar við geð- röskun eða geðkreppu víða á byggðu bóli. Í þeirri óár- an sem haldið er á lofti í þessu sambandi er hugsanleg ljósglæta til úrlausna á þaulsetinni kreppu, heima- tilbúinni, sem hefur verið viðvarandi hér hvort heldur efnahagur hefur verið í blóma eður ei. Staðreyndir þessar verða mönnum vonandi ljósari þegar þeir upp- lifa raskanir af þessu tagi á eigin skinni. Þó svo maður óski engum þess að fást við geðröskun, svo ekki sé nú talað um ef úrræði skortir. Eftirfylgni með einstaklingum sem eiga við geðrask- anir og geðsjúkdóma að stríða er ríkjandi, en ekki al- gild. Þörfin hefur verið opinber um langan tíma, en ekki tekið á því til lausnar. Hér er ekki ákall um aukin fjárframlög hvorki í krónum né evrum. Um að ræða aðgerðir til sparnaðar með samþættingu, samstarfi og eflingu úrræða sem nú þegar eru í boði og þekkt hér á landi. Eins og hlutir eru framkvæmdir í dag erum við að kasta miklum fjármunum, heilsufari og hamingju fyrir róða í málaflokknum. Hvers er að vænta þegar einn og sami einstaklingurinn er lagður þrisvar sinn- um inn á geðdeild í sama mánuðinum – af hverju var hann útskrifaður og það út á götu án eftirfylgni? Lyf eru í mörgum tilfellum lífsnauðsynleg, en ein og sér geta þau því miður snúist upp í andhverfu sína og þar af leiðandi misst marks og mögulega skaðað. Hér hefur afgerandi viðhorf verið að afgreiða málin ein- hliða með lyfjagjöf. Virkni af ýmsum toga í samræmi við óskir, þarfir og getu einstaklingsins þarf að kort- leggja og markvisst að efla með þeim úrræðum og mannauði sem við höf- um yfir að búa. Koma á persónulegri liðveislu, öryggisneti til handa þeim einstaklingum sem í dag eru látnir af- skiptalausir þar til hlutir er komnir í alvarlega kreppu. Hér þarf ekki að finna upp hjólið! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Eftirfylgni, persónuleg liðveisla ÁLIT Sveinn Magnússon sveinn@gedhjalp.is BLOGGARINN Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir að vera kvartanalausir og stundvísir. Vinningar í hverri viku. Sumarkap phlaup BT og 24-stunda Aðalvinning vikunnar MP3 spilari frá Sandisk hlýtur Lára Ósk Viðarsdóttir, Strandgötu 45, 600 Akureyri Eftirtaldir blaðberar fá DVD mynd af topplista BT Eygló Ósk Gústafsdóttir, Grjótaseli 10, 109 Reykjavík Egill Jóhann Egilsson, Engihjalla 1, 200 Kópavogur Kjartan Helgi Kjartansson, Hverfisgötu 24, 220 Hafnarfjörður Sólveig Dóra Hannesdóttir, Hraunkambi 6, 220 Hafnarfjörður Guðmundur Sæmundsson, Barmahlíð 39, 105 Reykjavík Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.