24 stundir


24 stundir - 23.07.2008, Qupperneq 11

24 stundir - 23.07.2008, Qupperneq 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 11 LÆKKAÐ VERÐ SUMARTILBOÐ ® Skipholti 50b • 105 Reykjavík Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík Allt í ferðalagið! w w w .m ar kh on nu n. is Notarlegt í sveitinni Feim-Lene Bjerre Bæjarlind 6 www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 9-15 ÚTSALA 10 % auka afsláttur Bloggarar landsins eru mis-jafnlega duglegir að setjastvið tölvuna nú um hásumar, enda margir í fríi. Bloggarinn Jón Halldórsson á Hólmavík lætur þó ekki deigan síga í sínum skrifum og skammar vald- ið á Ísafirði vegna lögreglurugls- ins, eins og hann orðar það. Hann vísar í ummæli í Kastljósi þar sem fram kom að sjö bílar væru á vakt í Reykjavík um helgar með 14 lögreglumönnum. Í litla bæj- arfélaginu hans eru gerðar kröfur um 4-6 löggur og 6-10 björg- unarsveitarmenn, sé haldið ball í sveitinni. „Og þó eru alltaf ráðnir dyraverðir,“ segir Jón og er hneykslaður á þessum kröfum. Það styttist óðum í Þjóðhá-tíðina í Vestmannaeyjumsem margir spá að verði hátíð sátta, gleði og hamingju. Þannig mun Páll Óskar Hjálmtýsson ætla að mæta aftur til Eyja í fyrsta skipti eftir tólf ára hlé. Árni Johnsen verður einnig með sinn sívinsæla brekkusöng sem mörgum finnst ómissandi. Marg- ir muna enn eftir því þegar þeim lenti saman, Páli Óskari og Árna, en nú verður rétt fram sáttarhönd og gamlir tímar settir undir græna torfu. Hreimur, sem einn- ig lenti saman við Árna, hefur samið þjóðhátíðalagið og verður einnig í Eyjum. Menn verða bara að vona að veðrið muni leika við Eyjamenn að þessu sinni en árið 1996 var það víst snarvitlaust. Ólína Þorvarðardóttir er íröskum gönguhópi semgekk á Hornstrandir um helgina og tilkynnti til lögreglu um tvo hvítabirni sem víðtæk leit var gerð að í framhald- inu. Þyrlur, flug- vélar og skip með sérsveitar- og björg- unarsveitarmönn- um rufu kyrrð sveitarinnar en engir fundust ísbirnirnir svo sem frægt er. Þess má geta að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra er meðlimur í þess- um gönguflokki en var fjarri góðu gamni að þessu sinni. Ingibjörg mun hafa verið á ættarmóti í Reykjarfirði og missti því af ís- bjarnablúsi Ólínu, sem hún bloggar svo rækilega um á síðu sinni olinathorv.blog.is. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Nýlega lásum við um það í blöðunum að ungur maður hefði tekið líf sitt. Foreldrar drengsins stigu fram og vöktu athygli á að sonur þeirra hefði sætt alvarlegu einelti í grunnskóla árum saman. Til að gera það þarf mikinn kjark og hugrekki því fæstir foreldrar vilja horfast í augu við að hafa ekki getað hjálpað barni sínu þegar erf- iðleikar steðjuðu að. Ég votta þeim mína dýpstu samúð um leið og ég dáist að kjarki þeirra og styrk til að vekja með þessum hætti athygli á þessu alvarlega vandamáli sem endaði með skelfilegum afleiðing- um. Einelti sem engir foreldrar geta fengist við upp á eigin spýtur án aðstoðar fagfólks sem kann til verka og fer eftir fyrirfram ákveðnum aðferðum. Um svipað leyti sagði kennari drengsins átak- anlega sögu af árásum og einelti sem lyktaði með því að fórnar- lambið skipti um skóla. Ég verð að játa að mér var mjög brugðið við lestur þessara frétta og ekki síður þeirra sem fylgdu á eftir. Segja má að hugtakið einelti sé tiltölulega nýtt fyrirbæri, hér áður fyrr var talað um stríðni og hrekki sem á stundum gátu farið úr böndum. Við kunnum flest dæmi um slíkt einelti úr okkar skólagöngu, ýmist sem gerendur, þolendur eða áhorf- endur. Við munum jafnvel að ástæðan fyrir „stríðninni“ var sjaldnan augljós og sjaldnast hægt að tengja hana neinu sérstöku í fari barnanna sem fyrir verða. Í mínu ungdæmi var undir hælinn lagt hvort nokkuð var gert af hálfu skóla, hvað þá foreldra til að taka á málum og mörg eru dæmin í gegnum tíðina þar sem krakkar flosnuðu úr námi vegna yfirgengi- legrar stríðni, eins og það hét í þá daga. Nú er hins vegar öldin önn- ur, eða ætti að minnsta kosti að vera það því til eru aðferðir og kerfi sem skólar geta unnið eftir þegar einelti kemur upp. Því mið- ur eru ekki allir skólar á Íslandi sem vinna eftir þessu kerfi sem kallað er Olweusarverkefnið. Þar er tekið á einelti um leið og það kemur upp með skipulögðum og þróuðum aðferðum sem þekktar eru erlendis og hafa skilað árangri. En nú heyrir maður að það virðist vanta vilja innan skólakerfisins til að taka virkilega til hendinni í þessum málum. Og maður spyr sig að því hvað veldur. Í gær bárust svo fréttir af því hér í 24 stundum að einelti væri fátíðara hér á Ís- landi en almennt á Vesturlöndum en ég segi, á meðan einn ungur drengur tekur líf sitt vegna eineltis er það einum einstaklingi of mik- ið. Þorlákur Helgason, fram- kvæmdastjóri Olweusarverkefnis- ins, telur að meðvitund um þann vanda sem einelti er hafi verið að aukast. Það kann að vera rétt en mín skoðun er sú að smæð okkar samfélags sem oft er styrkur okkar í erfiðleikum geti í tilfelli eineltis verið veikleiki. Öll þekkjum við til barna sem hafa tímabundið lent í erfiðleikum í skóla og flokka má að einhverju leyti undir einelti. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi og sem formaður ÍTR til 8 ára og borgarstjóri til tveggja ára heyrði ég ótal sögur. Sögur af foreldrum barna sem stóðu berskjölduð frammi fyrir því að barni þeirra leið illa í skólanum. Þessir sömu foreldrar höfðu reynt að taka á vandanum en oft á tíðum komið að lokuðum dyrum. Í litlu kunn- ingjasamfélagi sem okkar getur það verið mikið átak að nálgast nágrannann eða huggulegu for- eldrana sem þú þekkir af góðu einu og orða það að „litla fallega prinsessan/prinsinn“ þeirra sýni óæskilega hegðun. Á sama hátt þurfa foreldrar „gerenda“ að geta horfst í augu við vandann og við- urkennt hann því allt of oft eru svona mál foreldravandamál ekki síður en vandi barnanna. Og það að flytja börn milli skóla leysir engan vanda því með nútíma- tækni, tölvum og farsímum má auðveldlega halda eineltinu áfram. Þarna þurfa skólarnir að koma inn með markvissum hætti. Það er gjörsamlega óásættanlegt að enn finnist á Íslandi skólastjórnendur sem geri ekkert og vanmeti einelti þegar það kemur upp, líkt og kom fram í máli verkefnisstjórans í 24 stundum í gær. Því hvet ég okkur öll til að halda umræðunni vak- andi því einelti sem getur verið dauðans alvara er blettur á sam- félaginu. Við ættum öll að taka höndum saman um að leita lausna og í guðanna bænum að nota þau tæki sem til eru og hafa virkað. Þannig komum við í veg fyrir fleiri dauðsföll sem rekja má til eineltis. Höfundur er alþingismaður Einelti er dauðans alvara VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir Í starfi mínu sem borg- arfulltrúi og sem formað- ur ÍTR til 8 ára og borg- arstjóri til tveggja ára heyrði ég ótal sögur.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.