24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir ig í gegnum segulbandasafn á Árnastofnun og fékk þaðan 600 viðtöl við fólk sem segir af kynnum sínum við kynjadýr. Gagnasöfnun- in tók í rauninni mörg ár,“ segir Sigurður og bætir við að tilgang- urinn með bókinni sé að varðveita sögur þessa fólks. Fyrir alla aldurshópa „Þetta efni hefur hingað til legið í gömlum skruddum og verið mjög óaðgengilegt nútímafólki. Það sem vakti fyrir okkur var einfaldlega að flytja þennan arf yfir á 21. öldina og sýna Íslendingum hvað þeir eiga,“ segir Sigurður sem er viss um að allir aldurshópar geti haft gaman af bókinni. Ný bók sem fjallar um íslensk furðudýr Fólk trúði því að þessi dýr væru til Út er komin bókin Ís- lenskar kynjaskepnur eft- ir Sigurð Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg. Í bók- inni eru rifjaðar upp helstu þjóðsögur og munnmælasögur um ís- lensk kynjadýr og ófreskjur. Sigurður Æg- isson Með eintak af bókinni Íslensk- ar kynjaskepnur. Hrosshvalur Ein af þeim kynjaskepn- um sem koma fyrir í bókinni. Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Það er alveg klárt að fólk trúði þessum sögum hér áður fyrr því bókin er öll byggð á heimildum,“ segir Sigurður Ægisson, guðfræð- ingur og þjóðfræðingur. Hann skrifar textann í bókinni Íslenskar kynjaskepnur en myndlistarmað- urinn Jón Baldur Hlíðberg teiknar glæsilegar myndir í bókina. Gríðarleg heimildavinna Sigurður segir að Jón Baldur hafi fengið hugmyndina að gerð bók- arinnar og hafi beðið sig um að taka að sér textagerð en henni fylgdi gríðarleg heimildavinna. „Ég fór í gegnum öll þjóðsagnasöfnin og allt sem mér datt í hug sem ég hélt að myndi gagnast. Ég fór einn- LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það er alveg klárt að fólk trúði þessum sögum hér áður fyrr því bókin er öll byggð á heimildum. Eins og fyrri sumur bjóða Borg- arbókasafn, Listasafn Reykjavík- ur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Minjasafn Reykjavíkur og Viðey upp á miðbæjargöngur klukkan 20 alla fimmtudaga í sumar. Gangan á morgun ber yfirskrift- ina Kennileiti minninganna en þar mun Sigurlaug Ragnarsdóttir listfræðingur leiða göngugesti í gegnum sögu útilistaverka í mið- borginni. Lagt verður af stað úr Grófinni annað kvöld klukkan 20 og er þátttaka ókeypis. hh Fræðandi kvöldgöngur úr Kvosinni fyrir alla Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Mörgum hættir við að bruna framhjá markverðum stöðum og aldrei að vita hverju þú missir af ef farið er um í óðagoti. Ferðumst um landið – en förum okkur hægt og komum heil heim. Ekki geysast í gegn! TB W A \R EY KJ A VÍ K\ SÍ A 90 80 33 9 40 60 80 100 120 30 Bolungarvík menning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.