24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 19 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@24stundir.is „Ragga Sig“ sigraði í 16. sinn á ferlinum á meistaramóti GR í síðustu viku en hún verður að sjálfsögðu á meðal keppenda á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á morgun í Vestmannaeyj- um. „Mér finnst gaman að eiga met og gera eitthvað sem enginn ann- ar hefur gert áður. Vallarmet er eitthvað sem mér finnst gaman að eignast,“ sagði Ragnhildur við 24 stundir. Jakobína Guðlaugsdóttir varð meistari hjá Golfklúbbi Vest- mannaeyja 22 sinnum og telur Ragnhildur það raunhæft mark- mið að nálgast árangur hennar. „Já, við getum sagt að ég ætli að nálgast árangur hennar.“ Ragnhildur sigraði ekki í fyrra á meistaramóti GR en hún segir að áherslur sínar hafi breyst í byrjun sumars. „Í fyrrasumar lagði ég áherslu á aðra hluti en keppn- isgolfið. Og það leit út fyrir að sumarið í ár yrði með svipuðum hætti. En það breyttist óvænt þegar Orkuveita Reykjavíkur ákvað að styrkja mig fyrir úr- tökumót Evrópumótaraðarinnar í nóvember. Ég get æft meira en áður og ég er því komin í gírinn á ný. Eftir það hafa áherslurnar breyst hjá mér og meistaramótið hjá GR var hluti af þeirri vinnu. Ég viðurkenni að ég mætti með öðru hugarfari til leiks í ár en í fyrra.“ Stórkostleg ferð „Golfferðin með Loga og fé- lögum umhverfis landið á einum sólarhring á eflaust eftir að nýtast mér ágætlega. Þetta var stórkost- leg ferð fyrir gott málefni. Þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Við tókum mikinn sprett á lokakaflanum á golfhringnum umhverfis landið og ég held að það hafi orðið til þess að við vor- um frekar hress eftir að hafa ver- ið á ferðlagi umhverfis landið í 24 tíma.“ Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun í Vestmannaeyjum og ætlar Ragnhildur að láta verkin tala, líkt og hún er vön að gera. Hún fylgist lítið með veðurspám fyrir golfmót. „Ég er ekki inni á belgingur.is og grandskoða veðr- ið. Maður tekur því bara eins og það er. Mér finnst lítið mál að leika 18 holur þrátt fyrir að veðr- ið sé ekki alltaf gott. Ef veðrið verður vont þá klæðir maður sig eftir veðri og lætur það ekki hafa áhrif á sig. Ég fer alltaf í mót með því hugarfari að standa mig sem allra best. Svo verður það bara að koma í ljós hvert það skilar mér. Ég er ekki mikið fyrir það að vera með yfirlýsingar fyrir mót.“ Íslandsmeistari 15 ára Ragnhildur varð Íslandsmeist- ari í höggleik kvenna árið 1985, aðeins tveimur árum eftir að hún hóf að leika golf. Ragnhildur man óljóst eftir því að hún hafi fagnað titlinum á Akureyri í Don Cano-hettupeysu og golfstígvél- um. Hún var allavega ekki í gallabuxum. „Ég er aldrei í gallabuxum í golfi, kannski hefur sést til mín á æfingasvæðinu í gallabuxum. Björgólfur Lúðvíksson, þáverandi framkvæmdastjóri GR, skráði mig til leiks á mótið á Akureyri án þess að ég vissi af því. Ég var ekkert ánægð með þetta hjá hon- um og ég var hrædd um að verða síðust. Ég sagði við mömmu mína að ég ætlaði að fara til Ak- ureyrar með það sem markmið að enda ekki í neðsta sæti. Það gekk síðan mun betur en ég átti von á og ég landaði fyrsta Ís- landsmeistaratitlinum áður en ég varð meistari hjá GR. Vinkonu mömmu dreymdi fyrir sigrinum á Akureyri og hún var búin að segja mömmu frá draumnum en ég fékk ekkert að vita fyrr en mótið var búið.“ 24stundir/Brynjar Gauti Ragnhildur Sigurðardóttir hefur sigrað á meistaramóti GR 16 sinnum Markmiðið að ná 23 titlum hjá GR ➤ Ragnhildur varð fyrst Íslands-meistari í höggleik árið 1985 þegar hún tók fyrst þátt, þá 15 ára gömul. ➤ Hún beið í 13 ár eftir næstatitli sem hún landaði árið 1998. Ragnhildur sigraði í þriðja sinn árið 2003 og í fjórða sinn árið 2005. MEISTARI 15 ÁRARagnhildur Sigurð- ardóttir, atvinnukylfingur og golfkennari, hefur sett sér það markmið að vinna klúbbmeistaratit- ilinn hjá Golfklúbbi Reykjavíkur nógu oft til að það met verði ekki slegið aftur. Meistarasveifla Ragnhildur Sig- urðardóttir ætlar að reyna við úr- tökumót Evr- ópumótarað- arinnar í haust. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Miðvikudagur 23. júlí 2008  Sumir geta verið hund- inum sínum allan daginn » Meira í Morgunblaðinu Vinir í vinnunni  Skjöldur Eyfjörð ætlar að reyna að slá sjálfum sér við »Meira í Morgunblaðinu Stutt í Gay Pride  Nýjasta Batman-myndin verður frumsýnd í dag » Meira í Morgunblaðinu Dökki riddarinn  Olíuverð lækkar og nú kannski líka á matvælum » Meira í Morgunblaðinu Hvað er á seyði?  Torgin munu skipa stór- an sess á Menningarnótt » Meira í Morgunblaðinu „Torg í borg“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.