24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir
1 matsk. safieða 1 hylki.
Fæst í apótekum og heilsubúðum.
Ný
sen
din
g
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Strangar úthlutunarreglur Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, eru í
nýrri breskri rannsókn sagðar hafa
haft áhrif á fjölgun berklatilvika í
Austur-Evrópu og fyrrverandi Sov-
étlýðveldum eftir lok kalda stríðsins.
Rannsóknarmenn komust að því
að í löndum sem notið höfðu
stuðnings sjóðsins fjölgaði berklatil-
vikum um 17% á árunum 1991 til
2000. Í löndum sem þáðu fé annars
staðar að fækkaði tilvikum hins veg-
ar um 8% á sama tímabili.
Talsmaður IMF telur rannsókn-
ina ekki taka nægjanlegt tillit til
ástandsins á svæðinu á þessu tíma-
bili. „Ef IMF hefði ekki gripið inn í,
hefðu framlög til heilbrigðismála
minnkað mun meira og sjúkdómar
almennt orðið alvarlegri.“ andre-
singi@24stundir.is
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýndur
Berklar aukast
vegna sjóðsins
Gregory Venables, erkibiskup
anglíkönsku kirkjunnar í sunnan-
verðri Suður-Ameríku, hefur lýst
efasemdum um að andstæðupólar
í kirkjunni geti náð saman um
málefni samkynhneigðra. Fjórð-
ungur þeirra 880 biskupa sem eru í
anglíkönsku kirkjunni hafa kosið
að sniðganga Lambeth-þingið,
heimsmót anglíkönsku kirkjunnar,
sem haldið er einu sinni á áratug.
Með því vilja þeir mótmæla því
að deildir kirkjunnar í Bandaríkj-
unum og Kanada sjái í gegnum
fingur sér með samkynhneigð
presta og leyfi þeim að veita pörum
af sama kyni kirkjulega blessun.
Í viðtali við Religious Intelli-
gence fyrr í vikunni sagði Venables
að kraftaverk þyrfti til að íhalds-
samari og frjálslyndari armar kirkj-
unnar næðu saman. Rowan Willi-
ams, erkibiskup í Kantaraborg,
segir þvert á móti að ekki sé óhjá-
kvæmilegt að kirkjan klofni. andre-
singi@24stundir.is
Tekist á um samkynhneigð
Kirkjuna vantar
kraftaverk
STUTT
● Losið læknana Stjórnvöld í Ír-
an eru hvött til að leysa úr haldi
tvo lækna sem þekktir eru fyrir
störf sín til að lyfta þagnarhul-
unni af HIV-veirunni í landinu.
Segja talsmenn Human Rights
Watch ekki liggja fyrir af hverju
læknarnir Arash Alaei og
Kamyar Alaei voru handteknir
eða hvar þeir eru í haldi.
● Neitar sök Salim Hamdan,
fyrrverandi ökumaður Osama
bin Laden, er fyrsti maðurinn
til að mæta fyrir dómara við
sérstakan dómstól við fanga-
búðir Bandaríkjanna í Guant-
anamo-flóa. Er Hamdan sak-
aður um að hafa stutt við
hryðjuverkastarfsemi og á yfir
höfði sér lífstíðarfangelsi
verði hann fundinn sekur.
Þegar hann mætti fyrir dóm-
arann neitaði hann sök.
Aðgöngumiðar á bæ-
versku bjórhátíðina
Októberfest eru nálægt
því að seljast upp, aðeins
tveim vikum eftir að sala
hófst. Alla jafna er
hleypt inn í risavaxin
veislutjöld hátíðarsvæð-
isins í tveimur hollum –
í kringum hádegi og að
kvöldi – en þetta árið
grípa veitingamenn til
nýs ráðs. Bjórsvelgir geta nú bókað sæti á morgunvakt um helgar
og á frídögum. Sú umferð stendur frá 9 til 12.30. Langt er síðan
miðar á eftirsóttustu tímunum seldust upp – fyrirspurnir um
kvöld- og helgarbókanir tóku að berast strax í byrjun árs. Hlið há-
tíðarsvæðisins verða opnuð 20. september næstkomandi. Á þeim 16
dögum sem hátíðin stendur eru 1,69 milljónir sæta í boði. Af þeim
eru enn um 700 þúsund laus, þannig að enn er hægt að fá sæti –
þótt maður geti neyðst til að vera árrisull. aij
Októberfest að fyllast
Mustafa Abu Yazeed, einn af for-
ystumönnum al-Qaeda, lýsir í við-
tali við pakistanska sjónvarpsstöð
yfir ábyrgð samtakanna á árás gegn
danska sendiráðinu í Íslamabad 2.
júní síðastliðinn. Segir hann sádi-
arabískan sjálfsmorðsárásarmann
hafa verið að verki. Sex manns
týndu lífi í sprengingunni.
Yazeed segir árásarmanninn hafa
ferðast frá Mekka til að hefna fyrir skopmyndir
af spámanninum Múhameð, sem birtust í dönskum fjölmiðlum.
Segir Yazeed samtökin vera þess fullviss að fyrir utan árásarmanninn
hafi enginn múslími farist í árásinni. Meðal fallinna voru tveir Pakist-
anar og einn Pakistani með danskt ríkisfang. „Enginn múslími týndi
lífi í árásinni á danska sendiráðið,“ segir Yazeed. andresingi@24stundir.is
Sádi réðst á sendiráð Danmerkur
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Með því að safna miklu hvítu
skeggi náði Radovan Karadzic að
dyljast í allra augsýn í þrettán ár
þrátt fyrir að vera einn eftirlýstasti
stríðsglæpamaður heims – þar til
hann var handsamaður á mánu-
dagskvöldið. Karadzic var forseti
Bosníu-Serba í Bosníustríðinu og
er sakaður um að standa á bak við
mestu fjöldamorð í Evrópu frá lok-
um seinni heimsstyrjaldarinnar. Í
dulargervi sínu stundaði hann ný-
aldarlækningar við góðan orðstír í
Belgrad.
Öðru nafni Dragan Dabic
Dulargervi Karadzic var svo vel
heppnað að talsmenn lögreglu
segja hann hafa verið því sem næst
óþekkjanlegan. Karadzic var þekkt-
ur fyrir sveipmikla hárgreiðslu, en
þegar til hans náðist prýddi hann
úfið hár og hvítt skegg.
„Gervið var mjög sannfærandi,“
segir Vladimir Vukcevic, saksókn-
ari við stríðsglæpadómstólinn í
Haag. „Ekki einu sinni leigusala
hans grunaði hver hann væri.“
Á bak við hvítt skeggið tók Ka-
radzic upp nafnið Dragan Dabic og
hóf að stunda nýaldarlækningar í
Belgrad. Eftir hann birtust meðal
annars greinar í heilsutímariti.
„Það hvarflaði ekki einu sinni að
mér að maðurinn með síða hvíta
skeggið væri Karadzic,“ segir Gor-
an Kojic, ritstjóri tímaritsins.
Lengi verið leitað
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu
þjóðanna í Haag gaf út ákæru á
hendur Karadzic árið 1995, vegna
aðildar hans að morði á 8.000
múslímum í Srebrenica.
Lengi hefur verið talið víst að
Karadzic færi huldu höfði í Serbíu,
en stjórnvöld hafa ekki þótt leggja
nógu mikið kapp á leitina að hon-
um. Stutt er síðan ný ríkisstjórn
tók við völdum í landinu, og stefn-
ir hún meðal annars að Evrópu-
sambandsaðild. Sú aðild hefur ver-
ið bundin því skilyrði að betur
gengi að handsama stríðsglæpa-
menn.
Undanfarnar vikur hefur lög-
regla gert húsleit hjá þekktum sam-
verkamönnum Karadzic, og í síð-
ustu viku grandskoðuðu þeir
heimili Ljiljönu, eiginkonu hans.
Gögn sem fundust í þessum
áhlaupum lögreglu komu henni á
sporið í leitinni að Karadzic.
Lögreglumenn fylgdu Karadzic
eftir í nokkrar klukkustundir á
mánudag, þar til færi gafst á að
handsama hann án þess að stefna
almenningi í voða. Handtakan fór
fram í strætisvagni í úthverfi Bel-
grad á mánudagskvöld.
Karadzic grip-
inn í Belgrad
Einn mesti stríðsglæpamaður heims var handsamaður á
mánudag Tók fullan þátt í samfélaginu, þökk sé dulargervi
Kátir Mikill fögnuður
greip um sig þegar Ka-
radzic var handsamaður
AFP
© GRAPHIC NEWSMynd: Getty Images
19. júní 1945: Fæddur í Svartfjallalandi
1960: Flytur til Sarajevó
1968: Gefur út ljóðasafn
1971: Útskrifast sem geðlæknir með
sérhæfingu í taugaveiklun og þunglyndi
1983: Verður sálfræðingur fótbolta-
liðsins Rauðu stjörnunnar í Belgrad
1990: Gerist formaður hægrisinnaðs
Lýðræðisflokks Serbíu
1992-1995: Bosníustríðið. Ákærður
fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð af
stríðsglæpadómstóli SÞ. Sakaður um að
hafa heimilað að óbreyttir borgarar væru
skotnir í umsátrinu um Sarajevó og
morð á um 8.000 múslímum í Srebrenica
18. júlí 2008: Handsamaður í strætó
af serbneskum öryggissveitum
Eftir 13 ára flótta
hafa yfirvöld
haft hendur í
hári eins
eftirsóttasta
stríðsglæpa-
manns heims.
RADOVAN KARADZIC