24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 30
skipti, en sú var ekki raunin með Hjálmum,“ segir Timbuktu, sem lætur vel af dvöl sinni á Íslandi. Timbuktu er þekktur fyrir beitta og oft á tíðum pólitíska texta, en að þessu sinni réð léttleikinn ferð- inni. „Textinn fjallar um að nota tímann sem maður hefur núna og gera það sem mann langar að gera. Mér fannst ágætt að hafa textann ekki of flókinn. Við vildum koma einhverju fljótt í verk,“ segir hann, en lagið er á sænsku eins og titill- inn gefur til kynna. „Ég held að Ís- lendingar eigi auðveldara með að skilja sænsku en öfugt. Þið talið svo hratt!“ segir rapparinn og hlær. Fyrsta reynsla af hipphopp-tónlist Guðmundur Kristinn Jónsson, þekktur sem Kiddi í Hjálmum, er að sama skapi ánægður með sam- starfið og hlakkar til að sjá hvernig fólki kann að meta þetta fyrsta lag Hjálma sem er á annarri tungu en íslenskri. „Það er alltaf gaman að finna einhvern nýjan hljóm. Þetta hljómar svolítið öðruvísi en okkar fyrri verk,“ segir hann. Kiddi kveðst þó ekki hafa haft mikla reynslu af rappi fyrir. „Nú er ég 32 ára og hef aldrei verið viðloð- andi neitt sem tengist hipphopp- tónlist eða hlustað á hana sjálfur. En þetta virkaði mjög vel á mig og Timbuktu er fær tónlistarmaður.“ Timbuktu og Hjálmar hyggja á frekara samstarf og næst á dagskrá er sameiginleg tónleikaferð um Norðurlönd. Hjálmar og sænski rapparinn Timbuktu gefa út lag saman Frábært hvað við tengdumst vel Rapparinn Timbuktu, sem er geysivinsæll um alla Skandinavíu, féll fyrir tónlist Hjálma og fékk þá í samstarf. Útkoman varð hið stórskemmtilega lag Dom hinnar aldrig ifatt. Kiddi Ánægður með nýjan hljóm. Timbuktu Hefur mikinn áhuga á ís- lenskri tónlist, sem hann segir framandi. Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Vinur minn sagði mér frá því að það væri góð íslensk reggí- hljómsveit sem héti Hjálmar. Ég náði í tónlist frá þeim á netinu og þótti hún frábær. Þess vegna sendi ég Sigga (Sigurði Guðmundssyni) póst og hann svaraði um hæl,“ seg- ir sænski rapparinn Timbuktu um upphafið að samstarfi hans og Hjálma. Eftir nokkur netsamskipti hélt Timbuktu til Íslands og brá á leik með Hjálmum í Hljóðrita í Hafn- arfirði. Útkoman varð lagið Dom hinnar aldrig ifatt, sem fór í spilun á útvarpsstöðvum í gær. Þá verður lagið á næstu plötu Timbuktu, sem er einn fremsti rappari Norð- urlanda og nýtur vinsælda um alla Skandinavíu. Erfiðara að skilja íslenskuna „Hjálmar hafa einstakan hljóm og mér finnst frábært hvernig þeir blanda saman skandinavískri þjóð- lagatónlist og reggítónlist. Þetta eru svalir náungar og það var frá- bært hvað við náðum að tengjast vel. Það tekur yfirleitt góðan tíma að fá allt til að smella saman þegar maður hittir hljómsveit í fyrsta 30 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir „Fallinn eftir þriggja vikna bind- indi. Svei mér þá, ég held að bloggið húkki jafnvel fastar en bæði nikótín og alkóhól. Veit nokkuð hvað ég syng í þessum efnum. Enginn getur hætt að blogga nema hann vilji það sjálf- ur. Eða þannig. Meira á morgun.“ Hlynur Þór Magnússon hlynur.eyjan.is „Helvítið hann Benedikt Hjart- arson náði því sem Eyjólfi sund- kappa og bókaútgefandanum snjalla Benedikt Lafleur mistókst – að synda yfir Ermarsund. En eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði … legg til að Benedikt Lafleur reyni næst við Beringssund …“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Hver var Jesús Kristur? Hér eru þrjár röksemdir fyrir því að Jesús gæti hafa verið blökku- maður. 1- Hann kallaði alla "bræður." 2- Hann var mikið fyr- ir guðspjöll. (Gospel). 3-Hann hafði ekki nokkra mögu- leika á sanngjörnum rétt- arhöldum.“ Tara Óla Guðmundsdóttir taraji.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Hinn kunni íranski kvikmyndatökumaður Darius Khondji er staddur hér á landi. Khondji hefur unn- ið sem aðaltökumaður við kvikmyndir á borð við Delicatessen, Seven, Stealing Beauty, Evita, Alien: Resurrection, The Beach, Panic Room og Zidane, svo fáar einar séu nefndar. Khondji er hér á vegum TruNorth að taka upp auglýsingu, en ekki er vitað fyrir hvaða fyrirtæki. tsk Mummi í Götusmiðjunni fékk hjartaáfall í afmæl- isveislu sinni um helgina. Sjúkrabíll kom og sótti hann á Silfrið þar sem hann hélt veisluna og hann var fluttur á spítala. Hann mun nú vera á batavegi eftir skurðaðgerð að sögn Jóns Þórs Kvarans, dag- skrárstjóra Götusmiðjunnar. Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata. Mummi var að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. iav Eurovisionfarinn Regína Ósk Óskarsdóttir hefur staðfest í samtali við DV að hún verði gift kona áð- ur en sumarið er liðið. Sá heppni er Sigursveinn Þór Árnason sem studdi hana í gegnum erfiða keppnisferð í vor. Hann er best þekktur fyrir að vera hluti af strákabandinu Lúxor. Parið ætlar að halda brúðkaupið í Reykjavík en Regína vill ekkert segja um dagsetningu. iav „Ætli ég taki ekki gömlu KR- hetjurnar Þormóð Egilsson og Rúnar Kristinsson fyrir næst, ég hugsa það bara!“ segir Örn Alex- ander Ámundason sem opnar sýn- inguna Bartholamew í Gallerí Geli næstkomandi fimmtudag klukkan 20. Verk Arnar eru af óþekktarang- anum Bart Simpson, sem er ein af æskuhetjum hans frá fyrri tíð. Gæðir gömlu hetjurnar lífi „Ég hef verið að vinna með þess- ar gömlu fyrirmyndar mínar frá því ég var yngri, einsog Wu Tang Clan, Old Dirty Bastard og síðan Bart Simpson auðvitað,“ segir hinn 23 ára gamli Örn sem útskrifast með BA-gráðu í myndlist næsta vor frá Konsthögskolan í Malmö, en Örn lærði áður í Listaháskól- anum. Alls verða um 10-15 verk til sýn- is, en sýningin stendur til 20. ágúst. Örn hefur þó litlar áhyggjur af höfundarréttarmálum sem oft fylgja efni af slíkri stærðargráðu sem Bart Simpson er. „Ég vona að það verði ekkert vesen. Ég lít miklu frekar svo á að ég sé að heiðra hugmyndina um Bart Simpson en að stela henni. Það er ekki eins og þetta sé í miklu magni hjá mér,“ segir Örn, sem segir nokkra kúnst að teikna Bart. „Ég lærði að teikna Bart með því að horfa á aukaefni á einum DVD- disknum um Simpsons þar sem kennt var hvernig ætti að teikna hann. Ýmsum reglum þarf að fylgja, til dæmis er Bart alltaf með níu hár á höfðinu, hvorki fleiri né færri.“ traustis@24stundir.is Örn Alexander Ámundason í Gallerí Geli Setur upp Bart Simpson-sýningu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 6 8 4 7 3 9 1 2 7 4 9 5 2 1 3 6 8 1 2 3 6 8 9 4 5 7 8 1 2 3 4 6 5 7 9 3 5 4 7 9 2 6 8 1 6 9 7 8 1 5 2 3 4 4 7 6 9 5 8 1 2 3 9 3 1 2 6 7 8 4 5 2 8 5 1 3 4 7 9 6 Ég þarf víst að vera hér í nótt svo hægt sé að fylgjast með mér. a Ég á ennþá eftir að sjá ljósið í því, ljósið mitt Eiríkur, ferðu oft í ljós? Eiríkur Hjálmarsson er upplýsingafulltrúi Orkuveit- unnar, sem heldur sýninguna Ljós í myrkri næstkom- andi fimmtudag, þar sem kastljósinu er beint að því hvernig lýsing og birta hefur áhrif á líkamann. FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.