24 stundir - 26.07.2008, Side 6

24 stundir - 26.07.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Þátttakendur í Ólympíuleikun- um fyrir Íslands hönd verða 50 í þetta skipti, en haldið verður til Peking að minnsta kosti viku fyrir keppni sem stendur yfir frá 8. til. 24. ágúst. Þar af eru 28 keppendur en 22 aðstoðarmenn og þjálfarar. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og ólympíusambandi Ís- lands greiðir Alþjóðaólympíusam- bandið fyrir uppihald og gistingu alls hópsins meðan á keppni stend- ur, auk hluta flugfargjaldsins. Kostnaður vegna flugs hvers Ól- ympíufara er talinn vera um 300 þúsund, en á móti því kemur styrk- ur upp á um 120 þúsund fyrir hvern einstakling, samkvæmt upp- lýsingum frá ÍSÍ. Heildarkostnaður ÍSÍ vegna flugs hópsins verður því um 9 milljónir. hos Fimmtíu Ólympíufarar fyrir Íslands hönd Flug Ólympíufara kostar 9 milljónir „Við höfum talað við fólk sem býr við Þjórsá sem lýsir því hvernig Landsvirkjun reynir endurtekið að halda uppi viðræðum þrátt fyrir að landeigendur séu búnir að segja að þeir taki ekki þátt í þeim. Auk þess hefur Friðrik Sophusson gefið í skyn að Landsvirkjun muni beita eignarnámi. Við vildum bara svið- setja fyrir hann stöðu fólksins,“ segir Snorri Páll Jónsson Úlfhild- arson, talsmaður Saving Iceland, sem í gær afhentu Friðriki Soph- ussyni bréf og tilkynntu honum að hús hans yrði tekið eignarnámi. Eftir það efndu samtökin til mótmæla í höfuðstöðvum Lands- virkjunar til þess að vekja athygli á slæmum aðbúnaði starfsfólks Al- coa í Hondúras. „Alcoa er í Banda- ríkjunum stolt af tengslum sínum við stríðsrekstur og bandaríska herinn en reynir að fela þá ímynd hérlendis,“ segir Snorri Páll. „Það hvernig fólkið lét hér fannst mér ekki benda til þess að því sé mikil alvara, frekar að það sé að skemmta sér í skólafríinu,“ segir Friðrik Sophusson og bendir á að eðlilegast sé að gagnrýni á Alcoa beinist að því fyrirtæki. aak Saving Iceland hjá Friðriki og Landsvirkjun Hótuðu eignarnámi STUTT ● Bolungarvík Líflegt verður í Bolungarvík um helgina því 200 fótboltamenn á aldrinum 5-14 ára eru skráðir til keppni á Vestfjarðarmóti Sparisjóðs Bolungarvíkur og Ungmenna- félags Bolungarvíkur, sem er í dag. ● Suðurland Viðgerð á Sult- artangastöð hefur dregist vegna þess að varahlutir ónýttust á leið til landsins. Er áætlað að öll raforkuvinnsla í stöðinni liggi niðri til ágústloka og stöðin síð- an rekin með hálfum afköstum fram til áramóta, skv. sunn- lenska blaðinu Glugganum. ● Akranes Söfnun Akranes- deildar RKÍ á húsgögnum, föt- um og húsbúnaði fyrir flótta- mennina sem væntanlegir eru í haust er nú lokið, nokkru á undan áætlun. þkþ Margrét Blöndal gegnir starfi framkvæmdastjóra hátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina. Þar verður meðal annars boðið upp á Vallash og pyls- ur með rauðkáli í tilefni há- tíðarinnar. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 07.00 Ég vaknaði, fór framí eldhús og eldaði hafragraut á meðan yngri dóttir mín fór í sturtu. Svo borðuðum við saman hafragraut. Síðan setti ég í mig linsurnar, batt hnút í hnakk- ann, bretti upp ermar og stormaði út í bæinn. 09.00 Mætti á fund á Ak-ureyrarstofu. Þar lenti ég í morgunkaffi og marengs- tertu sem var ekkert sérstaklega klókt, enda komst blóðsykurinn upp í hæstu hæðir. 10.00 Fór aftur heim ogkláraði að fara yfir bæklinginn áður en hann fór í prentun. Ég var dálítið stressuð enda hrædd um að eitthvað hefði gleymst. 13.00 Ég þeyttist í prent-smiðjuna til þess að ganga frá stóra Vallash-málinu. Þegar ég var að alast upp hérna var mikið af vörum sem voru bara framleiddar og seldar hér, og eitt af því var Akureyrar-appelsínið sem hét Vallash. Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar kom upp sú hugmynd að endur- vekja þessa stemningu. Það hljóm- ar mjög einfalt en ég komst að því að það var það í raun alls ekki. Meðal annars þurfti að græja mið- ana á flöskurnar í prentsmiðjunni til að setja á glerflöskurnar. Það tókst á endanum og stóra Vallash- málið leystist farsællega. 16.00 Bæklingurinn og Val-lash-miðarnir voru komnir í prentun og ég fundaði með forstöðumanni Iðnaðarsafnsins um hádegistónleikana sem verða á sunnudeginum, en þá verður boðið upp á Vallash og pylsur með rauðkáli í takmörkuðu upplagi. 18.00 Ég ákvað að nú værikominn tími til að ég tæki því rólega í smástund og hreins- aði hugann. Ég fór því í klukku- stundar langan göngutúr í Kjarna- skógi sem er alveg yndislegur. 22.00 Dagurinn endaðimeð Einari Bene- diktssyni og Stefáni Herði Gríms- syni. Yngri dóttir mín er búin að vera í fjarnámi í Verslunarskóla Ís- lands í vetur og er að fara í ís- lenskupróf eftir verslunarmanna- helgi. Kvöldin hjá okkur enda því yfirleitt núna á ljóðalestri, ljóða- greiningum og bókmenntafræði. Stóra Vallash- málið leyst 24stundir með Margréti Blöndal, framkvæmdastjóra hátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri ➤ Markmið skipuleggjenda há-tíðarinnar í ár er að yfirbragð verslunarmannahelgarinnar verði mjúkt og elskulegt. ➤ Heimasíðan er á slóðinnieinmedollu.is. EIN MEÐ ÖLLU 24 stundir/HjálmarMargrét Blöndal„Enda kvöldin á ljóðagreiningum.“ „Ég fagna bara nýjum liðsmanni í Kjartani Magnússyni,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, um ummæli Kjartans Magn- ússonar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, um Bitruvirkjun. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að Bitru- virkjun hafi verið slegin af meðan á samstarfi núver- andi borgarstjórnarmeiri- hluta stendur. Yfirlýsingin er send vegna ummæla Kjartans um að ekki hafi verið hætt við virkjunina heldur hafi undirbúningi verið hætt á meðan málið sé skoðað betur. Þegar Orkuveita Reykjavíkur sló Bitruvirkjun af borðinu lýsti Óskar því yfir að hann teldi ákvörðunina hafa verið tekna í of miklum flýti, og lagði til að borgarráð beindi því til stjórnar OR að ákvörðunin yrði endurskoðuð. „Tillagan var felld, þannig að ég stóð bara einn eftir,“ segir Óskar. „En ég fagna nýjum liðsmanni í Kjartani Magnússyni.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort ágreiningur í borgarstjórn um Bitru muni leiða til klofnings í meirihlutanum. hos Fagnar liðsmanni um Bitru Æskulýðssjóður Næsti umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er 1. september 2008. Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka: 1. Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. 2. Þjálfun forustufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða. 3. Nýjungar og þróunarverkefni. 4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði, né ferðir hópa. Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. apríl, 1. september og 1. nóvember og er umsóknarfrestur auglýstur hverju sinni. Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is. Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð og umsóknarferlið er að finna á vef menntamálaráðuneytis. Einnig veitir Pálína Kristín Garðarsdóttir upplýsingar í síma 545 9500 eða í tölvupósti á palina.gardarsdottir@mrn.stjr.is Menntamálaráðuneyti, 25. júlí 2008. menntamalaraduneyti.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.