24 stundir


24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Allt að 11 ára framleiðslu- ábyrgð á bílskúrshurðum REK ehf · Akralind 6 · 201 Kópavogur · Sími 5334000 · rek@rek.is · www.rek.is BÍLSKÚRS- OG IÐNAÐARHURÐIR Gæði á góðu verði 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Strætisvagnabílstjórar sem verða fyrir ítrekuðum árásum unglinga- gengja í Kópavogi fá ekki aðstoð lögreglu við að uppræta þær. „Það eru stöðugar árásir á okkur hérna í Kópavogi,“ upplýsir stræt- isvagnabílstjórinn Össur Valdimarsson í 24 stundum í gær. Hann segir árásirnar hafa aukist frá áramótum. Árásirnar eru misalvarlegar, en alvarlegast var þegar skotið var á stræt- isvagn sem Bergur Helgason ók og telja vagnstjórar að það hafi verið úr loftbyssu. Miklar sprungur komu í hliðarrúðu vagnsins sem skotið var á. Við gluggann sat farþegi og því ljóst að verr hefði getað farið hefði gler- brotunum rignt yfir hann. Þá þurfa vagnstjórarnir að þola það að í vagnana og jafnvel þá sjálfa sé eggjum og vatnsblöðrum kastað, sem og logandi sígarettu í Össur. Eins og þeir bentu sjálfir á geta svona strákapör auðveldlega fipað bílstjórann ef honum bregður og hætta skapast. Þeir aka fólki um borgina, þeir eru með líf þess í lúkunum. Og hver eru viðbrögð lögreglunnar? Össur segir að hann hafi sjálfur hringt nokkrum sinnum í lögregluna og fengið þau svör að meðan vagn- stjórarnir viti ekki hverjir ráðist að þeim sé ekkert hægt að gera. „Það versta við þetta er að þessir unglingar nást aldrei. Við erum að keyra og höfum engan tíma til að stoppa vagninn og hlaupa á eftir krökk- unum.“ Hvað veldur því að málið er ekki tekið föstum tökum hjá lögreglunni? Er það ekki í verkahring lögreglunnar að vernda borgarana? Er það ekki lengur hennar verk að upplýsa málin með því að rannsaka þau sem upp koma? Hvað þarf annars til svo að hún bregðist við svona ítrekuðu áreiti? Greint hefur verið frá rekstrarvanda og manneklu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa lagt áherslu á nágrannagæslu. Á Seltjarnarnesi settu þeir upp öryggismyndavélar og í Reykjavík arka miðborgarþjónar um og aðstoða fólk um helgar. Allt eru þetta aðgerðir vegna bágs lögreglueftirlits. Stefán Eiríksson sagði við Morgunblaðið á dögunum að ástandið væri á mörkum þess að vera forsvaranlegt. Það er ekki forsvaranlegt að borgararnir þurfi að koma með fullupplýst mál á lögreglustöðina svo að hægt sé að leysa þau. Loftbyssuárás á ábyrgð þolanda? Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergs- sonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meiri- hluti fyrir þessari þjóðþrifafram- kvæmd! Það þýðir reynd- ar klofning í meirihluta borg- arstjórnar þar sem borgarstjór- inn er að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af – og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni. Klofningur í minni- hlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hef- ur alla tíð verið talsmaður Bitru- virkjunar … Hallur Magnússon hallurmagg.blog.is Klofin stjórn Erlendir fjármálafræðingar furða sig sumir á aðgerðaleysi ráða- manna Íslands í forsætisráðu- neyti og Seðlabanka. Richard Thomas hjá Mer- ryll Lynch er einn þeirra, talaði í sjónvarpinu í gær. Taldi hugs- anlegt, að þeir ætluðu að þjóð- nýta bankana. Ég tel það ósenni- legt. Miklu frekar eru Geir og Davíð fangar róttækr- ar hægri markaðshyggju. Ráð- gjafar þeirra hafa tröllatrú á að- gerðaleysi stjórnvalda, telja það allra meina bót. Því meira að- gerðaleysi þeim mun meira getur markaðurinn leikið lausum hala. Það er trúaratriði … Jónas Kristjánsson jonas.is Aðgerðarleysið Kristján Möller, íbúi Fjallabyggð- ar og fyrrverandi sveitarstjórn- armaður, hefur gegnum sín póli- tísku áhrif stundað það að koma af höndum Sigl- firðinga marg- víslegri starfsemi, s.s. hitaveitu og rafveitu. Einnig hefur hann á stundum verið talsmaður þess að atvinnurétturinn, þ.e. rétturinn til sjósóknar, hafi verið gerður að söluvöru og þess vegna seldur úr bænum. Nú er komin upp sú staða að samgönguráðherra vill leggja niður flugvöllinn á Siglu- firði. Siglfirðingum finnst þetta mörgum helvíti hart, að frétta þetta svona í dagblöðunum. Sigurjón Þórðarson sigurjonth.blog.is Helvíti hart Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Stjórnmálamenn og viðhorfs- smiðir hafa þjarkað um það í sumar hvort landeigendur eigi að taka gjald af ferða- mönnum. Af kappræðum að dæma virðist umræðan glæný. Þau tímamót séu komin að landeigendur krefj- ist arðs af eign sinni og ferðamenn verði að skilja að þeir geti ekki valsað frítt um landið og jafnvel ætlast til þess að komast á kamarinn. Í sumar kom Kerfélagið umræðunni af stað með því að banna rútum að leggja á stæði Vegagerðarinnar og hindra þar með aðgang ferðafólks í hópferðum að Kerinu. Meira rætt en gert Ef nánar er að gáð kemur þó í ljós að umræðan er hvorki ný né sérstaklega frjó. Lög um almannarétt, sem leyfa fólki að ganga óhindrað um landið, valdi það ekki tjóni, eru skýr og skilmerkileg. En þau eru æ oftar brotin og þeir sem velja að fara ekki eftir lög- unum geta það, meðan þeim er ekki stefnt. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur telur spurninguna um gjaldtöku af umgengni um land ekki vera að þróast. „Þetta kemur upp á hverju sumri, eins langt aftur og ég man, en tillögur hafa ekki komið fram, hvorki nú né fyrr,“ segir Hjörleifur. „Hvernig ætla menn að inn- heimta? Það þarf að breyta lögum um almannarétt sem er ríkur, auk þess sem útgjöldin yrðu sjálfsagt hærri af innheimtunni heldur en það sem aflaðist.“ Ekki látið reyna á lögin Það er heldur ekki nýtt að landeigendur, aðrir en bændur, hafi ákveðið sérlög fyrir sitt land. Þeir hafa girt sig af og lokað fyrir þjóðleiðir og fyrir aðgang að ám og vötnum. Flestir vita um rétt almennings til að ganga um landið, en virða samt boð og bönn landeig- enda, sem jafnvel hafa rukkað fólk fyrir að tína ber upp í sig. „Fólk leitar ekki réttar síns þótt á því sé brot- ið. Framferði landeigenda við Þingvallavatn hefur ver- ið hneisa í áratugi. Bann Kerfélagsins við að rútur leggi á opinbert bílastæði gæti verið prófmál,“ segir Hjörleifur. En enginn hefur boðað málsókn, Vega- gerðin bíður eftir pólitískri niðurstöðu, Ferða- málastofa vinnur hugmyndavinnu í nefnd og ferða- skrifstofur sætta sig við bannið. Meðan þannig er í pottinn búið að landeigendur setji sjálfir lög á sinni landareign, án þess að neinn amist við því, opnast tækifæri fyrir bændur. Lengst af Fjáröflun fyrir bændur í kreppu SKÝRING BLOGGARINN

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.