24 stundir - 26.07.2008, Side 21

24 stundir - 26.07.2008, Side 21
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 21 Eftir Sindra Sverrisson sindris@24stundir.is „Ég tók nú eiginlega lokaákvörðun um þetta í miðju hlaupi. Mér fannst eins og líkaminn tæki ákvörðunina, eins skringilega og það hljómar. Ég stoppaði ósjálfrátt eftir átta grindur og horfði bara á hinar stelpurnar hlaupa í mark og mér fannst ekkert eins og að ég væri að taka ákvörðun um að stoppa. Þetta var svo ofboðs- lega ómeðvitað. Þá vissi ég bara að þetta var seinasta hlaupið mitt og að nóg væri komið. Tankurinn var einfaldlega bensínlaus,“ sagði Silja, sem hefur alla tíð verið mikil keppnismanneskja en síðustu ár hafa reynst líkamanum erfið. „Líkaminn þarf hvíld“ „Þetta er náttúrlega mikil ákvörðun því líf mitt hefur snúist um frjálsar íþróttir síðan ég byrjaði að æfa þær á fullu 17 ára gömul. En ég er bara orðin ofboðslega þreytt, allar æfingar eru of erfiðar og lík- aminn þarf bara algjörlega að fá hvíld. Ég lenti í mjög slæmri of- þjálfun í fyrra og hef bara ekki náð mér síðan, og er svoleiðis að kreista fram síðustu dropana með því að keppa á Meistaramótinu um helgina. Í hittifyrra var ég búin að æfa mjög vel og það átti að vera árið sem ég myndi virkilega ná mínu besta, en svo bæði handarbrotnaði ég og reif læri. Þegar ég mátti svo byrja að æfa aftur fór ég svolítið yfir strikið og byrjaði hreinlega af allt of miklum krafti. Á tímabili var ég hætt að geta sofið, borðaði lítið og hugsaði bara um að æfa og æfa á fullu,“ sagði Silja, og það kom að því að líkami hennar sagði einfald- lega stopp, á einni af óteljandi æf- ingum hennar í Kaplakrika. Hjartatruflanir á æfingu „Ég var bara á æfingu þegar ég fékk allt í einu hjartatruflun og það fékk mig á endanum til að staldra aðeins við. Ég reyndar fór og bað þjálfara sem var þarna um að fylgj- ast með mér ef ske kynni að ég myndi hníga niður aftur og kalla þá á sjúkrabíl, og kláraði svo æfinguna. Eftir þessa æfingu varð ég bara veik. Ég fattaði það ekki strax og fór bara út og æfði en allt í einu var allt orð- ið ótrúlega erfitt og ég orðin mjög kraftlaus. Það var svo á Íslands- mótinu innanhúss í fyrra að ég var að hlaupa 60 metra hlaup og fékk bara „blackout“ og man eiginlega ekkert eftir hlaupinu, sem þó var bara 60 metrar. Þá hugsaði ég með mér: jæja, ókey, það er eitthvað að mér, best að fara og kíkja í einhverj- ar rannsóknir.“ Eins og stálsleginn karlmaður „Það gerði ég en allar rannsóknir sýndu að ég væri bara eins og stál- sleginn karlmaður, slíkt var formið, en samt sáu læknarnir að ég gat varla komist upp stigann til þeirra. Þeir vildu meina að ég hefði örugg- lega fengið vírus og síðan æft mikið þrátt fyrir hann,“ sagði Silja, sem greip hins vegar fyrsta tækifæri til að fara á hlaupabrautina að nýju. Lærði að hlaupa upp á nýtt „Þegar ég gat byrjað að æfa aftur þurfti ég hreinlega að læra að hlaupa upp á nýtt því ég hreyfði t.d. hægri höndina fram um leið og hægri löppina sem maður á auðvit- að ekki að gera. Svo tók ég stærri skref með hægri löppinni eins og ég væri að hlaupa í hringi. Þannig að líkaminn fór greinilega alveg í köku og mér er ekkert búið að líða vel síðan. Ég reyndi samt að ýta þessu til hliðar og ætlaði mér að komast á Ólympíuleikana í ár, en svo er ég líka búin að vera að meiðast og ég get einfaldlega ekki látið áfram eins og ekkert sé að,“ sagði Silja, sem leggur á það áherslu að allt geti gerst í framtíðinni. „Ég þoli ekki að lesa það í blöð- unum að ég sé að leggja skóna á hilluna því þá finnst mér eins og að ég muni ekki geta tekið þá fram aft- ur. Ég er auðvitað að hætta en það getur vel verið að ég keppi eitthvað aftur þegar líkaminn er orðinn betri þó ég muni aldrei aftur æfa af sama kappi og síðustu ár. Ég mun samt aldrei keppa til þess að ná þriðja eða fjórða sæti og vil frekar hætta bara á toppnum.“ Sendir burt með æluna í kokinu Silja hefur æft íþróttir frá unga aldri en hefur einbeitt sér að frjáls- um íþróttum frá 17 ára aldri. Hún hefur rakað saman verðlaunum á frjálsíþróttamótum síðustu ár enda verið fljótasta kona landsins, og er enn. Silja hefur staðið í þjálfun upp á síðkastið og fengið til sín fólk úr ýmsum áttum, til að mynda knatt- spyrnumenn á borð við landsliðs- manninn Emil Hallfreðsson. Hún hefur nú skráð sig í einkaþjálfara- nám við ÍAK næsta vetur. „Ég hef rosalegan áhuga á öllu sem viðkem- ur líkamanum og þetta nám hjálpar mér að fræðast um meiðslaforvarn- ir, uppbyggingu eftir meiðsli og annað slíkt,“ sagði Silja, sem sam- hliða námi mun þjálfa í vetur og komandi ár. „Ég þjálfa aðallega frjálsíþrótta- fólk en hef verið að þjálfa nokkra fótboltastráka úr yngri flokkum FH og var með kvennaliðið í styrktar- þjálfun síðasta vetur. Svo þjálfaði ég Matthías Vilhjálmsson úr FH í vet- ur, Gylfa Þór [Sigurðsson] úr Read- ing í sumar og Emil Hallfreðsson í kjölfarið. Það hljómar auðvitað mjög auðvelt að hlaupa, en það er hægt að læra svo mörg tækniatriði og gera æfingar til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég tók reyndar Emil líka í alvöru hlaupa-þrek- hringi og hann fór burt með æluna í kokinu. Mér finnst þetta alveg hrikalega gaman og þegar ég sé íþróttamenn- ina verða betri finnst mér það mjög góð tilfinning,“ sagði Silja. Keppnisskapið hefur fylgt henni í gegnum tíðina og Silja segir ólíklegt annað en að hún verði viðloðandi hvers kyns íþróttir um ókomna tíð til að svala sigurþorstanum. „Kíki kannski í handboltann“ „Það er aldrei að vita nema ég kíki á handboltaæfingu í vetur og ég væri alveg til í að prófa alla vega einn leik og skora eins og eitt mark. Svo voru stelpurnar í fótboltanum hjá FH að grínast með að ég ætti að koma og spila á kantinum hjá þeim. Ég get nú alveg hlaupið hratt en ég kann að vísu ekkert að sparka í boltann. Maður verður alla vega að finna sér eitthvað að gera því ég er svo mikil keppnismanneskja. Við Vign- ir [Grétar Stefánsson, eiginmaður Silju] megum ekki kíkja út í búð saman því þá erum við farin að keppa um hvort okkar verður fyrst heim.“ Bless Silja kveður um helgina grindurnar sem hún hefur flogið yfir síðustu ár á Laug- ardalsvellinum. „Bensínlaus tankur“  Hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir keppir á sínu síðasta móti um helgina í Laugardalnum  Líkaminn sagði að lokum stopp vegna gífurlegs æfingaálags þessarar miklu keppnismanneskju Ein sigursælasta frjáls- íþróttakona landsins, hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir, hefur rakað saman verðlaunum í hin- um ýmsu hlaupum gegn- um tíðina. Nú er komið að tímamótum í hennar lífi því Silja keppir um helgina á sínu síðasta móti. ➤ Silja er 27 ára og hefur æftfrjálsíþróttir frá 17 ára aldri en áður æfði hún fótbolta og handbolta. Hún er ein sig- ursælasta frjálsíþróttakona landsins enda unnið ófáa sigra á hlaupabrautinni síð- ustu ár. ➤ Silja er FH-ingur í húð og hárog keppir um helgina á sínu síðasta móti fyrir félagið en þá fer fram Meistaramót Ís- lands á Laugardalsvelli. SILJA ÚLFARSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Allar rannsóknir sýndu að ég væri bara eins og stál- sleginn karlmaður, slíkt var formið, en samt sáu læknarnir að ég gat varla komist upp stigann til þeirra.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.