24 stundir - 26.07.2008, Page 43
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 43
Hjá okkur fáið þið mikið
úrval af barnabílstólum
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Mikki Mús
Dýragarðurinn
ÉG VISSI
EKKI AÐ GUFFI
KYNNI Á
MÓTORHJÓL
EKKI ÉG HELDUR...
HANN ÆTLAR AÐ KOMA
OG SÝNA OKKUR ÞAÐ HÉRNA,
MIKKI!
SJÁÐU MIG!
ÞARNA ER HANN!
HVERT GETUR HANN
HAFA FARIÐ?
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
Kattholt er staður þar sem týndir
og ráðvilltir kettir geta fengið að
búa þangað til eigandi þeirra
finnst. Ef eigandinn finnst ekki
þarf að finna köttunum nýtt heim-
ili. Kettir eru skemmtilegir félagar
sem bjóða ást og væntumþykju í
skiptum fyrir öruggt heimili.
Allir geta farið í Kattholt og ætt-
leitt kött sem skoðaður hefur verið
af dýralækni og fengið allar spraut-
urnar sínar.
Börn sem vilja fá kött geta því
treyst því að þau fá heilbrigðan kött
ef þau sækja hann í Kattholt.
Þið þurfið þó að muna að kettir
eru ekki leikföng sem þið getið
keypt, leikið með í smá tíma og
skilað svo. Það þarf að hugsa um
ketti á hverjum einasta degi svo
lengi sem hann lifir og það er mjög
langur tími. Kettir geta lifað í 10-15
ár og jafnvel lengur. Það þarf að
hugsa vel um kattasandinn, gefa
þeim mat og vatn og gæta þess að
klappa þeim og bursta feldinn á
hverjum degi.
Kattholt tekur að sér tugi katta í hverjum mánuði
Kettir leita að góðu heimili
LEIKUR
VÍSINDAHORNIÐ
Girnileg kjötbollusamloka.
8 sneiðar gróft brauð
25 grömm smjör
4 salatblöð
8 kjötbollur, skornar í tvennt
Litlar súrsaðar gúrkur, skornar í
tvennt
karsi og appelsínubátar til
skreytingar
Smyrjið brauðið með smjöri,
leggið salat, kjötbollur og gúrkur á
og leggið að lokum aðra brauð-
sneið ofan á. Skreytið með appels-
ínu og karsa. Annað hvort við hlið-
ina á eða á milli.
Góð uppskrift
fyrir börn
Í þessum leik geta allt frá tveim-
ur til ótakmarkaðs fjölda tekið
þátt. Einn þátttakenda hugsar sér
einhvern ákveðinn hlut eða hugtak.
Hinn eða hinir spyrja þannig
spurninga að alltaf sé hægt að svara
annaðhvort með já eða nei.
Skemmtilegast er að skipta
spyrjendum í tvö lið sem spyrja til
skiptis. Við hvert já sem liðið fær
fær það stig og vinnur þá liðið sem
hefur fleiri stig í lokin.
Þið getið líka sjálf búið til ein-
hverjar öðruvísi reglur og það er
líka skemmtilegt að fara í þennan
leik þó að leikmenn séu bara tveir.
Góðar spurningar eru t.d. Er þetta
hlutur? Er þetta hugtak? Einnig að
byrja á því að komast að því hvort
hluturinn (ef það er hlutur) sé í
steinaríkinu, jurtaríkinu eða dýra-
ríkinu.
Til hluta telst allt sem er áþreif-
anlegt, lifandi eða dautt, en hugtök
eru óáþreifanleg. Esjan mundi t.d.
teljast til hluta þótt hún sé heilt fjall
en andrúmsloftið væri hugtak. Rit-
gerðin hennar Siggu um sólina er
hugtak en bókin sem hún skrifaði
hana í er hlutur.
Er þetta banani?
Spurningaleikur
Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógn-
arhvassar en smáar hringiður í
neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir
hafa kannski séð hvirfilbylji í bíó-
myndum. Fellibyljir eru hins vegar
víðáttumikil óveður sem ná frá yf-
irborði jarðar upp
að veðrahvörfum.
Það er algengt að
skýstrókar myndist í
fellibyljum.
Skýstrókar og fellibyljir myndast í óstöðugu lofti,
þegar hlýtt loft er undir köldu lofti. Fellibyljir
myndast yfir úthöfum en skýstrókar geta bæði
myndast yfir landi og sjó.
Fellibyljir lifa dögum saman en skýstrókar stund-
um ekki nema í nokkrar mínútur og í mesta lagi örfáar klukku-
stundir.
Fellibyljir geta ekki myndast við Ísland vegna þess að sjórinn hér
er of kaldur. Leifar af fellibyljum berast þó stundum til landsins.
Það er oft miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26°C hið
minnsta til að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands
fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10°C.
Skýstrókar geta hins vegar
myndast á Íslandi, en það er
afar sjaldgæft.
Ellý Sæunn spyr:
Hvað er hvirfilbylur?
a
Af hverju var Jóhann rekinn úr
kafbátaliðinu?
Hann heimtaði að sofa við opinn glugga.LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is krakkar