24 stundir - 26.07.2008, Side 45

24 stundir - 26.07.2008, Side 45
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ ATVINNA AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726 Grund leitar að áhugasömum yfiriðjuþjálfa í fullt starf Um er að ræða skapandi og fjölbreytt starf með öldruðum en á deildinni er gert ráð fyrir fjórum stöðugildum. Frekari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Karlsdóttir starfsmannastjóri í síma 530 6165. Tölvupóstfang er helga@grund.is Einnig er hægt að sækja um starfið á www.grund.is                                                 !     "   #!  !        $      $    %  &  '() *$+ ,-& .   # /       "    !     /       / 0               1   ! !          2    Góð og traust atvinna í boði vi lb or ga @ ce nt ru m .is Óskum eftir starfsfólki í framtíðarstörf Hrafnista er vinnustaður í nágrenni við þig. Um er að ræða lærdómsrík og áhugaverð störf þar sem starfað er með fólki sem veitir nýja sýn á lífið og tilveruna. Sjúkraliðar - starfsfólk í aðhlynningu Upplýsingar gefur: Magnea, sími: 585 9529 hrafnista@hrafnista.is Hrafnista Reykjavík – Hrafnista Hafnarfirði Vífilsstaðir, Garðabæ – Víðines Kjalarnesi Íþrótta- og tómstundafulltrúi Laus er til umsóknar staða íþrótta- og tómstundafulltrúa Rangárþings ytra Starfssvið: • Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvar á Hellu og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar. • Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur umsjón með forvarnarstarfi og vinnur með aðilum sem sinna forvarnarmálum. • Íþrótta- og tómstundafulltrúi vinnur í nánu samráði við íþrótta- og æskulýðsnefnd sveitarfélagsins. • Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur umsjón með samræmingu íþrótta- og tómstundastarfs utan skóla, m.a. með samstarfi félagsmiðstöðvar og íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og/eða reynsla af íþrótta- og tómstundamálum er æskileg. • Frumkvæði og áhugi á að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. • Áhugi á að vinna með ungu fólkiog hæfni í mannlegum samskiptum. Í Rangárþingi ytra búa um 1.550 manns og er Hella stærsti þéttbýliskjarninn. Í sveitarfélaginu eru reknir tveir grunnskólar; á Laugalandi og á Hellu. Þar er félagsmiðstöð, 2 sundlaugar, 3 íþróttahús, frjálsíþróttavöllur, knattspyrnuvöllur, sparkvöllur, golfvöllur,auk hestaíþrótta- og útivistarsvæða. Á svæðinu starfa nokkur íþrótta- og ungmennafélög, kórar, leikhópur og fjölmörg áhugafélög um menningu og listir. Svæðið er í sókn, íbúum hefur fjölgað á svæðinu, þjónusta vaxið og atvinnulíf eflst. Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 488-7000. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2008 og skulu umsóknir sendar á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hella. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst Nafn: Jón Stefán Jónsson. Starf: Knattspyrnuþjálfari hjá Þór Ak. og íþróttafrétta- maður hjá héraðsblaðinu Vikudegi á Akureyri. Ertu í draumastarfinu? Já, svo sannarlega. Bæði störfin sem ég vinn eru skemmtileg, hvort á sinn hátt. Ég geri fátt skemmtilegra en að vinna með krökkunum sem ég þjálfa og mér finnst gaman að fylgjast með íþróttum almennt þannig að blaðamannsstarfið er gott líka. Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítill? Ég vildi verða atvinnumaður í fótbolta. Líklega er það orðið of seint núna. Ég á mér hins vegar þann draum að geta unn- ið sem atvinnumaður í knattspyrnuþjálfun. Nú eða taka að mér fullt starf sem íþróttafréttamaður einhvers staðar. Hvað felur starfið í sér? Blaðamannsstarfið felur í sér að fjalla um allt mögulegt viðkomandi íþróttum. Þjálf- arastarfið felur í sér að kenna knattspyrnu sem og að vera hluti af uppeldi krakkanna sem taka þátt. Hvaða áhugamál stundar þú utan vinnutíma? Ég er svo heppinn að sameina áhugamál og atvinnu. Mitt aðaláhugamál er íþróttir og þá sérstaklega knatt- spyrna. Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Alltof sjaldan því miður, en það stendur til bóta. Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í framtíðinni? Eflaust þarf maður einhvern tíma á tilbreytingu að halda en það er ekki í náinni framtíð. Hverju myndir þú breyta ef þú fengir að stjórna fyrirtækinu með ótakmörkuð fjárráð í einn dag? Einn dagur myndi sennilega ekki gera mikið fyrir blaðið. En hjá Þór myndi ég eflaust kaupa upphitað gervigras á hluta æfingasvæðis okkar og í stuttu máli bara gera alla aðstöðu okkar fyrsta flokks, þó svo að ekki sé ég að kvarta yfir henni eins og hún verður. Draumastarfið mitt Vildi verða atvinnumaður Knattspyrnuþjálfari og blaða- maður Jón Stefán Jónsson.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.