24 stundir - 31.07.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Konum fjölgar í Kvennaathvarfinu miðað við sama tíma í fyrra og eru
vísbendingar um að heimilisofbeldi fari vaxandi. Það veldur áhyggjum.
Áttatíu konur hafa dvalið í athvarfinu það sem af er ári, en þær voru
hundrað allt árið í fyrra. Á árinu hafa 88 tilkynningar um heimilisofbeldi
borist lögreglunni.
Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítala, segir kon-
ur sem beittar eru ofbeldi oft ekki leita til móttökunnar fyrr en áverkarnir
verða sýnilegir; þegar þær eru barðar í andlitið.
Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur og Eyrún segja efnahagsástandið
líklegustu ástæðuna. „Ef þessi samdráttur núna leiðir til mikilla þrenginga
hjá fjölskyldum þá myndi maður almennt ætla að það ýtti undir heimilis-
ofbeldi,“ segir Ingólfur. Eyrún segir að vanmáttur árásarmannsins orsaki
stjórnunarþörf hans sem aukist við þrengingarnar og þar með ofbeld-
isþörfin.
Ingólfur segir að ofbeldisfólk hafi oft upplifað ástvinamissi eða svik í
bernsku sem það óttist að verða fyrir aftur. Með því er hann ekki að rétt-
læta verknaðinn, heldur þekkir hann hvatirnar, sem gefur von um að hægt
sé að vinna með þeim sem beita ofbeldi. Það hefur Ingólfur gert, en hann
er verkefnisstjóri Karla til ábyrgðar, sem er meðferðarúrræði fyrir slíkt
ógæfufólk. 130 karlar og ein kona hafa leitað aðstoðar, en aðeins þrjátíu
þeirra útskrifast. Það sýnir hve vandinn er djúpstæður í sálum þeirra.
Fólk sem verður vitni að heimiliserjum og ofbeldi á það til að líta und-
an, hugsa um friðhelgi einkalífsins og að það sem gerist innan veggja
heimila sé einkamál. Fórnarlambið verði sjálft að átta sig og leita hjálpar.
Hins vegar má sjá á fleiri tilkynningum til barnaverndarnefnda, þegar
fólk grunar foreldra um vanrækslu barna sinna, að
það hikar ekki við að rétta þeim sem ekki geta varið
sig hjálparhönd. Það tekur upp tólið og hringir í
barnaverndaryfirvöld eða lögregluna. Barnaverndar-
yfirvöldum ber að fara yfir allar tilkynningar. Væri
það ekki til sóma ef fólk hugsaði eins til fullorðinna í
raunum og tilkynnti lögreglu um hugsanlegt heimilis-
ofbeldi? Jafnvel að lögreglan gæti þá vísað beiðnunum
til teymis sérfræðinga sem hefði samband við heim-
ilisfólkið og gengi úr skugga um að heimilishaldið
væri í lagi?
Fórnarlömbin eru í lífshættu. Fullyrða má að ekk-
ert okkar vilji upplifa fleiri fréttir af andlátum vegna
heimilisofbeldis hér á landi. Þetta eru hættutímar.
Kjaftshögg
Það eru mikil vonbrigði að Doha
viðræðurnar fóru út um þúfur. Ég
var farin að hlakka til að sjá
styrkjakerfi landbúnaðarins
breytast. Nú
þurfum við lík-
lega að bíða í
fjöldamörg ár í
viðbót en þessi
samningur sem
rætt var um hefur
verið í viðræðum
í 7 ár. Og þetta
var ekki bara
mikilvægt fyrir Ísland sem er með
allt of háa landbúnaðarstyrki, í
raun ekkert mikilvægt, miðað við
öll þau vanþróuðu lönd sem
þurfa á þessu að halda til að
byggja upp nauðsynlega þjónustu
í löndum sínum. Já, í mínum
huga er niðurstaða Doha ægileg.
Þetta er sorgleg niðurstaða.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
thorbjorghelga.eyjan.is
Vonbrigði
BLOGGARINN
Nálægðin við einstaklinginn er
svo mikil og margir vita að við-
komandi er öndvegis. En það er
aukaatriði. Alveg eins og persóna
borgarstjóra.
Af hverju er úti-
lokað að ákvörð-
un borgarstjóra
hafi eingöngu
verið faglegs eðl-
is? Þarf valdhroki
og mannvonska
að koma við
sögu? Það að
stjórnmálamenn beiti valdi sínu
er ekki sjálfkrafa misbeiting
valds. Stjórnmálamenn sem þora
að hafa skoðanir og standa við
þær eru fátíðir. Ég mun aldrei
greiða Ólafi atkvæði mitt en ber
þó virðingu fyrir því að hann þori
að standa við sín prinsipp …
Rögnvaldur Hreiðarsson
roggi.eyjan.is
Prinsippmaður
Hugmyndir um að Urriðafoss
verði fallegri og betri eftir virkjun
ríma vel við hugmyndir virkj-
anasérfræðinga um að hægt sé að
virkja Dettifoss,
Gullfoss og aðra
fossa á þennan
hátt. Á ráðstefnu
einni rakti sér-
fræðingur áætlun
um virkjun Detti-
foss sem byggðist
á því að hægt yrði
að auglýsa hann
áfram sem kraftmesta foss Evr-
ópu þótt vatn yrði tekið af hon-
um vegna virkjunar!
Áætlunin byggist á rannsókn,
sem gerð var á viðhorfum ferða-
manna við fossinn eitt sumar. Á
kuldakafla minnkaði rennslið um
hann úr 400 rúmmetrum niður í
160 rúmmetra ...
Ómar Ragnarsson
omarragnarsson.blog.is
Fallegir fossar
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Miðbænum í Reykjavík hefur verið líkt við
unga konu. Ungfrú Reykjavík er falleg, góð og
klár. Um nokkurt skeið hafa ákafir vonbiðlar verið á eftir
henni. Þeir hafa hins vegar nálgast hana með því að segja
henni að nú sé hún farin að eldast og láta á sjá. Hún sé
því ekki í aðstöðu til annars en að taka því sem býðst.
Ungfrú Reykjavík á nokkrar málgefnar og stundum
meinfýsnar frænkur. Þær eru óþreytandi við að benda á
galla hennar, ekki hvað síst útlitslega. Frænkurnar skilja
ekkert í því að stelpan ætli að leyfa sér að vera vandlát,
meira að segja við eignamenn. Einstæð stúlkan, ætlar hún
að pipra? Nú síðast var listamaður á eftir henni. Sá er
mikill fengur, að eigin mati. Hann hefur verið „á milli
heimila“ en býðst til að taka stúlkuna að sér. Ástandið er
farið að taka sinn toll hjá ungfrú Reykjavík. Hún er oft
niðurbrotin og hefur um nokkurra ára skeið verið nánast
óvinnufær vegna ágangs og óvissu. Hún þakkar því lista-
manninum fyrir að líta við sér. Listamaðurinn ætlar
reyndar að flytja inn á hana með allt sitt hafurtask. Hann
tekur mikið pláss og fer fram á að hún rými til fyrir sig.
Hann vill líka brjóta niður veggi því hann áformar að
byggja út í lóðina. Ungfrú Reykjavík kann ekki við að
segja nei við svona merkan mann. Hún biður hins vegar
um leyfi til að halda eftir þremur gömlum stólum, erfða-
gripum frá langömmu. Listamaðurinn heldur nú ekki!
Þess háttar gamalt drasl passar ekki inn á heimili hans.
Hann getur ekki verið þekktur fyrir annað en að vera mó-
dern. Hinum skapheita listamanni misbýður algjörlega
ósvífni konunnar. Veit hún ekki að hann getur bara farið
eitthvað annað? Frænkurnar taka undir og minna á að
hún sé ekki í neinni aðstöðu til að setja
mönnum afarkosti, svona komi maður
ekki fram við merkilegan listamann.
Þegar betur er að gáð er ungfrú Reykja-
vík miklu efnilegri en frænkurnar og
vonbiðlarnir gera sér grein fyrir. Fái hún
að þroskast á eigin forsendum munum
við sjá að ungfrúin er afburðakona á
flestum sviðum. Ef hún gefur hins vegar
stöðugt eftir og lætur brjóta sig niður,
situr hún á endanum ein eftir í tómu og
hripleku húsi á nauðungaruppboði
með brostnar vonir og stórkostleg fyr-
irheit að eilífu glötuð.
Ungfrú Reykjavík
ÁLIT
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Útsalan
í fullumgangi
20 -70%
afsláttur