24 stundir - 31.07.2008, Page 14

24 stundir - 31.07.2008, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Það er alltaf ódýrara að taka á móti símtali en að hringja heim. Símnotandinn á Íslandi borgar bara venjulegt gjald. SALA JPY 0,7844 0,26% EUR 125,04 0,96% GVT 160,62 0,71% SALA USD 80,20 0,29% GBP 158,75 0,63% DKK 16,757 0,96% Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@24stundir.is Hvort sem sumarferðalaginu er heitið í jóska sveit, á frönsku rí- víeruna, á Rauða torgið í Moskvu eða eitthvað allt annað er enginn tilneyddur að slíta sambandi við heimahagana. Raunar er svo auð- velt að vera farsímatengdur að margir hafa snúið heim til svim- andi símreiknings eftir að hafa gef- ið kostnaðarmeðvitundinni hvíld í útlöndum. Aftengja talhólf og senda sms Á vefsíðum símafyrirtækjanna er bent á að ýmislegt má hafa í huga til að lágmarka símkostnaðinn í út- löndum. Einföldustu viðmiðin eru að fyrir þann sem staddur er er- lendis er alltaf ódýrara að taka á móti símtali en að hringja heim. Þá er almennt ódýrara að senda sms- skilaboð en að hringja. Á síðu Vodafone er þó bent á að í flestum tilvikum sé ódýrara að hringja en að eiga „sms-samtal“, það er að segja ef fleiri en þrjú sms eru send úr símanum. Hin sígilda sparnaðarleið að senda ókeypis sms af netinu er auðvitað gild fyrir þá sem hafa aðgang að netinu. Ókeyp- is er að taka á móti sms-skilaboð erlendis. Loks borgar sig oft að aftengja talhólfið, því rukkað er fyrir símtöl sem færast inn í það. Gengið stýrir verðskránni Líkt og við á um innanlandssím- töl eru ýmis tilboð sem gera sím- notkun erlendis ódýrari en ella. Síminn og Vodafone bjóða nokkuð sambærilega þjónustu, Þú í útlönd- um og Vodafone Passport. Hún felst í því að greitt er ákveðið gjald í upphafi símtals og síðan á tuttugu mínútna fresti. Þess á milli er mín- útugjald hið sama og innanlands. Upphafsgjaldið er gjarnan u.þ.b. ein evra og fer því kostnaðurinn eftir genginu á hverjum tíma. Þannig birta t.d. Tal og Vodafone verðskrá sína í evrum, enda samn- ingar gerðir í þeirri mynt. Sigmar Vilhjálmsson, upplýsingafulltrúi Tals, bendir á að í ljósi sviptinga á genginu sé „einfaldast og hreinleg- ast að birta hana í evrum“. Verðskrá Símans er aftur á móti endurskoðuð einu sinni í mánuði, og endurspeglar þá gengið hverju sinni. Frelsið ekki í boði alls staðar Áðurnefnd þjónusta er þó aðeins í boði fyrir þá sem eru í áskrift og gildir aðallega í Vestur-Evrópu. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, bendir á að í sumum löndum sé rauntímarukk- un, þ.e. frelsi, ekki í boði, þótt svo sé í flestum löndum og þeim fjölgi stöðugt. Allir geti þó fært sig tíma- bundið yfir í áskrift ef leiðin liggur á þannig slóðir. Á ferð og flugi er ekki alltaf auð- velt að nálgast netsamband og því þægilegt að geta notað netið í sím- anum sínum. Almennt nota margir sér t.d. að fá tölvupóstinn í símann, samkvæmt upplýsingum frá Nova. Notendur eru þó hvattir til að kynna sér verðskrár fyrirtækja í viðkomandi landi. Tölvupóstur krefst að vísu lítils gagnaflutnings, en á hinn bóginn getur verið dýrt að vafra mikið á netinu. HVAÐ KOSTAR... Síminn Vodafone* Tal* Nova (Þú í útlöndum) (Passport) Að hringja í 5 mín til Íslands frá Danmörku fast gjald 132 124 0 3,5 mínútuverð 11,5 11,4 76 50 samtals 189,5 181,0 382,2 253,5 Að fá 5 mín símtal frá Íslandi í Danmörku fast gjald 132 124 0 mínútugjald 0 0 38 30 samtals 132,0 124,0 188,0 150,0 Að senda sms 54 65 65 45 *m.v. gengi evru í gær. Þú í útlöndum og Vodafone Passport eru aðeins í boði í áskrift og aðallega í V-Evrópu. Hjá Nova og Tal er sama verð í Frelsi og í áskrift. 24stundir/BMS Ódýrara að senda sms  Borgar sig að aftengja talhólfið áður en haldið er utan  Frelsi virkar oftast en ekki endilega á fjarlægum slóðum ➤ Ef tveir íslenskir farsímar eru íútlöndum og hringja sín á milli greiðir sá sem hringir fyrir símtal til Íslands. Sá sem hringt er í greiðir fyrir símtal frá Íslandi til viðkomandi lands. ➤ Ef dvalið er í landi til lengritíma getur borgað sig að kaupa fyrirframgreitt símkort á staðnum. Því fylgir þó auð- vitað nýtt símanúmer. SÍMINN Í ÚTLÖNDUM MARKAÐURINN Í GÆR              !" #$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2     345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,      ; 1    ;     ,/  !  "                                    :,   0 , <   " & > 4 ?4? @?3 @3 A@B @B> A5 B44 ??C @ >B4 C>A DBD 34 DDD + 5C@ @>? AC> C5D 3C@ D@3 + 3> D54 5>> CCB @C4 @A3 + + + > 3B4 ?4D + CAA B3A + + + @A3 4A> >>> + + 4EB? 5E?4 C5E>> 4ECC @?EA4 @?E@5 @AE>> A>DE>> CCEA> D3ED> 3E>@ BE>D @E5C D5E>> + @B3E>> @5B5E>> C@3E>> @3DE>> + + + ?BA>E>> + + 4EBB 5E5> C5E@5 4ECD @?ED? @?E35 @AE@> A@>E>> CCEB> D?E5> 3EC> BE@3 @E53 D5EB> + @BDE>> @4>>E>> C@5E>> @??E>> C@EB> + DE5> 5>C5E>> @>E5> 5E>> ./  ,  + ? ? @B 3? 3 + 33 C5 + 3 CB + + + + C + 5 + + + @C + + F  , , CB A C>>D 3> A C>>D 3> A C>>D 3> A C>>D 3> A C>>D 3> A C>>D CB A C>>D 3> A C>>D 3> A C>>D CB A C>>D 3> A C>>D 3> A C>>D CD A C>>D CB A C>>D B A C>>D C5 A C>>D 3> A C>>D C? A C>>D 3> A C>>D @4 A C>>D 4 @C C>>A 3 4 C>>D 3> A C>>D CD A C>>D A 3 C>>D ● Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 1,1% í gær. Lokagildi hennar var 4.094 stig. ● Mest lækkuðu Kaupþing, um 1,9%, Straumur-Burðarás, um 1,8% og Glitnir, um 1%. ● Mest hækkuðu Century Al- uminum, um 9,3%, Exista, um 2,3% og Föroya Banki, um 2,2%. ● Mestu viðskiptin voru með bréf Glitnis, fyrir 1,1 milljarð króna. Í heild námu hlutabréfaviðskipti 2,4 milljörðum króna, en viðskipti með skuldabréf námu 9,8 milljörðum. ● Gengi krónunnar veiktist um 0,4% í gær og endaði gengis- vísitalan í 161 stigi. Bandaríkja- dalur kostaði í lok gærdagsins 80,5 krónur, evra 125,3 krónur, pundið 159,2 krónur og dönsk króna kostaði 16,8 íslenskar krónur. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur undirritað frum- varp um að stofnaður verði sjóð- ur til að styðja þá 400.000 húsnæðiseigendur vestanhafs sem eiga í greiðsluvanda. Sjóðurinn á að gera þeim kleift að fá endurfjármögnun á rík- isstyrktum og hagstæðari kjör- um, í stað þess að glata heimilum sínum. Áætlað er að sjóðurinn geti tryggt 300 milljarða dala virði af slíkum lánum. hþ Sjóður til húsnæðislána SPRON tapaði fimm millj- örðum króna á öðrum fjórðungi ársins, sam- anborið við 5,4 milljarða króna hagnað á sama tíma- bili í fyrra. Í tilkynningu SPRON segir að þróun á hlutabréfamarkaði hafi leitt til 4,9 milljarða króna gengistaps. Þá varð 3,7 milljarða tap á rekstrinum sjálfum. Á fyrri helmingi ársins nemur tap félagsins 13,5 milljörðum króna. Heildareignir hafa aukist um 10% á þessum tíma og námu í júnílok 246,7 milljörðum króna. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri segir í tilkynningu að líkt og undanfarna ársfjórðunga líði afkoma sjóðsins fyrir óhagstæðar mark- aðsaðstæður. Undangengin hagræðing í rekstri hafi skilað þeim rekstr- arkostnaði sem fram kom nú, en árangurinn muni halda áfram að koma í ljós eftir því sem líður á árið. hþ SPRON tapaði fimm milljörðum Eimskipafélagið hefur gert sam- komulag við tvo af fyrrverandi eigendum Innovate í Bretlandi. Þeir Stephen Savage og Stephen Dargavel munu skila yfir 55 milljónum hluta í Eimskip sem gefnir voru út vegna kaupa á hlutafé Innovate í júní 2007. Um er að ræða 2,95% hlut í félag- inu. Verðmæti bréfanna var í júní 2007 2,5 milljarðar króna, en var í gær 792 milljónir króna. Eimskip á nú 8,5% hlut í sjálfu sér, að því er fram kemur í til- kynningu félagsins. hþ Skila 2,9% hlut í Eimskip Tap á rekstri 365 Media Scand- inavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen í Danmörku, nam sjö milljörðum króna fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað. Þetta kemur, að sögn danskra fjölmiðla, fram í ársreikningi félagsins, sem skilað var í gær til danska fyrirtækjaeft- irlitsins. Dreifingarkostnaður blaðsins nam 204,1 milljón danskra króna, eða nærri 1 milljón danskra króna hvern útgáfudag blaðsins. mbl.is Milljarðatap hjá Nyhedsavisen

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.