24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir sem flytur orku frá einum stað til annars. Galdurinn er sá að fyrir hverja orkueiningu sem varmadæl- an þarf til sín flytur hún aðrar tvær til fjórar orkueiningar eftir að- stæðum frá umhverfinu og inn í hús. Til eru nokkrar mismunandi útfærslur af varmadælum. „Lághitaofnar sem við köllum svo eru lítt þekktir hér á landi, en eiga vafalaust eftir að njóta vin- sælda í framtíðinni jafnt á hita- veitusvæðum sem köldum. Ofnarnir dreifa hitanum ákaf- lega vel jafnvel þótt vatnið inn á þá sé allt niður í 35°C. Erlendis er al- gengt að tengja þá bæði við heitt og kalt vatn til hitunar eða kæl- ingar eftir aðstæðum hverju sinni. Þennan kost teljum við kærkomna viðbót við hefðbundna ofna eða gólfhitakerfi, enda telja þeir sem reynt hafa bæði hitadreifingu og loftgæði innanhúss hafa stór- Eftir: Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Eins og nærri má geta tekst ekki alltaf að ná í heitt vatn með bor- unum, en þá vaknar gjarnan spurningin, hvaða úrræði önnur eru tiltæk til að lækka orkureikn- inginn. Við sjáum ýmis tækifæri til að nýta betur það sem við höfum nú þegar og fáum dylst að fram- undan eru óvenju spennandi tímar til að fást við nýjar lausnir á sviði orkumála, ekki síst úti í hinum stóra heimi,“ segir Friðfinnur K. Daníelsson, framkvæmdastjóri Varmavéla, sem kynna starfsemi sína og þjónustu á Landbún- aðarsýningunni á Hellu. Kostur og kærkomin viðbót Varmadæla er vélrænn búnaður batnað,“ segir Friðfinnur. Köldum svæðum fækkar Köldum svæðum á Íslandi hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum og mun vonandi fækka enn frekar á næstunni eftir því sem jarðhiti finnst víðar að sögn Frið- finns. Vestfirðir eru að stærstum hluta kalt svæði, svo er einnig ástatt um svæðið frá Raufarhöfn til Vopnafjarðar, sunnanverða Aust- firði svo og Kirkjubæjarklaustur og Vík svo dæmi séu tekin. Þá eru fjölmargar sveitir landsins án hita- veitu. Uppsettar varmadælur á vegum Varmavéla ehf. eru um 30 talsins og standa vel undir væntingum. Hins vegar er mjög mismunandi eftir hverju er sóst. Í nokkrum til- vikum eru þær settar upp í véla- skemmum til að halda þeim frost- lausum yfir kaldasta tíma ársins. Nokkur félagsheimili, til dæmis á Fljótsdalshéraði, eru hituð upp með þessu móti og reynslan þaðan er afar góð. „Eftir um þriggja ára reynslu af þessum tækjum getum við staðið við fullyrðingar okkar um 40 til 50% lækkun kyndikostn- aðar miðað við beina rafhitun,“ segir Friðfinnur að síðustu. Nánar má skoða á www.varmavelar.is. „Spennandi tímar á sviði orkumála,“ segir Friðfinnur K. Daníelsson, framkvæmdastjóri Varmavéla ehf., ásamt Birki syni sínum sem einnig starfar við fyrirtækið. Spennandi tímar á sviði orkumála Varmadælur standa undir væntingum ➤ Önnur úrræði lækka orku-reikninginn. ➤ Lághitaofnar dreifa hitanum. ➤ 30 varmadælur eru nú í notk-un víðar um land og hafa gef- ið góða raun. KOSTIRNIRVarmavélar ehf. eru ungt fyrirtæki sem smám sam- an hefur þróast yfir í sjálfstæða einingu sam- hliða bor- og verkfræði- fyrirtækinu Alvari ehf. Fyrirtækið hefur boðið nýjar lausnir á sviði orku- mála. 24stundir/sbs „Við erum samband alls 28 kvenfélaga í Árnes- og Rangár- vallasýslu og í þeim starfa konur á öllum aldri, allt frá tvítugu og upp úr,“ segir Sigríður Jóna Sigurfinns- dóttir, ritari Sambands sunn- lenskra kvenna. „Við erum að fagna 80 ára af- mæli okkar í ár og höfum gert margt í tilefni þess. Til dæmis gef- um við út veglegt afmælisrit og svo verðum við með stórhátíð á Hótel Selfossi 3. október næstkomandi.“ Vinna að góðgerðarmálum Sambandið heldur utan um samstarf kvenfélaganna en á meðal þeirra líknarmála sem félögin hafa unnið að er að styrkja heilbrigðis- stofnun Suðurlands. „Við höfum fjármagnað það fyrst og fremst með jólakortasölu og hún hefur gengið mjög vel. Þau seldust hreinlega næstum upp seinast. Það er líka nokkuð um að fyrirtæki kaupi af okkur sem er auðvitað mjög jákvætt. Þau þurfa oft að kaupa mikið magn og þá er tilvalið að styrkja gott málefni í leiðinni.“ Samband sunnlenskra kvenna lætur sig ekki vanta á Landbúnaðarsýninguna. Þar verð- ur til dæmis yfirlitssýning um sögu félagsins og gestum gefst færi á að kynna sér handverk kvenna víðs vegar að. „Það verður í rauninni ekki sýn- ing heldur verður handverksmark- aður, og það verða ekki bara konur úr sambandinu okkar.“ Samband sunnlenskra kvenna vinnur ötullega að líknarmálum Fögnum stórafmæli sambandsins Duglegar Jólakortunum pakkað inn. „Við rekum heimasíðu fyrir bændur sem vilja bjóða vörur sínar beint til neytenda,“ segir Sigurjón Bjarnason umsjónarmaður Aust- urlambs en á síðunni www.aust- urlamb.is getur fólk keypt gæða- vöru beint frá fyrirmyndarbýlum að eigin vali. „Þú getur þess vegna keypt eitt læri en það er hagkvæmara að kaupa meira magn. En það verður ekki ódýrara heldur en almennt í verslunum. Þetta er sérþjónusta og sérvara. Og þetta er fyrst og fremst fyrir vandláta.“ Á landbúnaðarsýningunni munu þeir hjá Austurlambi sýna gestum heimasíðu sína og kenna fólki að panta lambakjöt á netinu. „Við ætlum að opna fyrir sölu haustsins á síðunni akkúrat núna fyrir helgina. Því geta menn vænt- anlega farið á vefsíðuna og keypt sér nýslátrað kjöt strax á föstudag- inn“. haukurj@24stundir.is Viðskiptavinir geta valið sér bónda Lambakjöt fyrir vandláta Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Hér hefur verið karlaveldi í lang- an tíma,“ segir Guðbjörg um kosninguna. „Ég er fyrst kvenna til að sinna formennsku og hér hefur ekki verið kona í stjórn í 100 ára sögu Búnaðarsambandsins. Tímarnir breytast,“ bætir hún við, „og ég er líklega rétt manneskja á réttum stað því ég hef starfað hjá Búnaðarsambandinu í langan tíma, þekki starfsemina vel og hafði hug á formennsku.“ Baggarnir Guðbjörg er í félagsskap kvenna í landbúnaði sem eru að sækja í sig veðrið. Félagsskapurinn kallast Stórbaggar í stæðunni. „Við stöppum stálinu hver í aðra.“ Landbúnaðarsýning á Gadd- staðaflötum er haldin í tilefni af 100 ára afmæli sambandsins en 30 ár eru síðan sýning af þessari teg- und hefur verið haldin af sam- bandinu. Hvað er efst á baugi hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands þessa dagana? „Við höfum náttúrlega áhyggj- ur af fjárhagsstöðu sumra búa,“ segir Guðbjörg. „Það eru erfiðir tímar og við þurfum að laga okk- ur að breyttum aðstæðum. Við verðum að gera það, getum ekki barist gegn því að vera hluti af al- þjóðasamfélaginu og því hvernig milliríkjaviðskipti þróast en þurf- um ákveðið svigrúm til þess að taka breytingunum,“ bætir hún við. „Annars starfar Búnaðarsam- bandið í þágu sunnlenskra bænda og miðar að því að efla framfarir í landbúnaði og auka hagsæld þeirra sem landbúnað stunda. Við veitum faglega ráðgjöf í flestu því er lýtur að landbúnaði og vinnum einnig að félagslegum málum bænda.“ 24stundir/Hjálmar S. Brynjólfsson Öflugur formaður Vilborg og Guðbjörg Jónsdóttir, oftast kölluð Gugga bóndi. Guðbjörg sinnir formennsku fyrst kvenna Stórbaggar í stæðunni Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk í Flóa, hefur verið kjörin formaður Búnaðarsambands Suð- urlands fyrst kvenna í 100 ára sögu félagsins. „Hér hefur ekki verið kona í stjórn áður,“ segir Guðbjörg sem er í fé- lagsskap kvenna í land- búnaði sem kallast Stór- baggar í stæðunni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.