24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Amsterdam 17 Alicante 28 Barcelona 29 Berlín 21 Las Palmas 25 Dublin 18 Frankfurt 25 Glasgow 16 Brussel 17 Hamborg 17 Helsinki 19 Kaupmannahöfn 19 London 19 Madrid 31 Mílanó 27 Montreal 21 Lúxemborg 23 New York 24 Nuuk 8 Orlando 24 Osló 17 Genf 25 París 24 Mallorca 31 Stokkhólmur 15 Þórshöfn 11 Spáð er vestlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og víða verður bjart með köflum eða lítils- háttar væta NV-til í fyrstu. Hæg vestlæg átt eða hægviðri á morgun, víðast þurrt. Hiti 12 til 18 stig að deginum, hlýjast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG 10 12 9 11 10 Hæg vestanátt og sumarblíða Á morgun er áfram spáð hægviðri. Þá verður skýjað með köflum, en hætt við síðdeg- isskúrum. Hitastigið fer þó heldur lækkandi og verður hitinn víða 10 til 15 stig á morgun. VEÐRIÐ Á MORGUN 10 10 9 12 9 Hæglætisveður og skúrahætta „Fyrst og fremst er þetta afar dap- urlegt og alls ekki til eftirbreytni,“ segir Stefán Pálsson, formaður Sam- taka hernaðarandstæðinga um um- fjöllun Morgublaðsins um her- mennsku. Í sérblaði Morgunblaðsins um menntun 15. ágúst síðastliðinn var umfjöllun um möguleika Íslendinga til að ganga til liðs við erlenda heri og nýta sér þá þjálfun sem þar fæst til menntunar og starfsframa. Stefán segir að lengi hafi það ver- ið talinn einn þeirra kosta sem ís- lenskt samfélag hefur til að bera að vera laus við hernaðarbrölt. „Þetta er ákaflega aumt og enn ömurlegra er að það sé verið að fjalla um her- mennsku undir þeim formerkjum að þetta standi jafnfætis því að fólk geti með því móti orðið sér úti um góða menntun í lífinu.“ Ekki ómerkilegt starfsval Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng og Stefán. „Maður þarf nú eiginlega að klípa sig í handlegg- inn til að trúa þessu. Það er góðra gjalda vert að menn skuli vilja hafa allan heiminn undir þegar fjallað er um menntun en mér finnst um- hugsunarefni hvort Morgunblaðið sjá ekki verðugri viðfangsefni en að koma íslenskum ungmennum til starfa hjá frönsku útlendingaher- kost. Þó að við Íslendingar séum ekki með her er þetta ekki ómerki- legra starfsval en hvað annað og mér finnst ekkert óeðlilegt við að kynna þessa leið í blaði tileinkuðu mennt- un.“ freyr@24stundir.is sveitinni, einhverju alógeðfelldasta batteríi sem fyrirfinnst.“ Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, segir blaðið alls ekki vera að hvetja til hernaðar. „Það er ekki oft fjallað um þennan Formaður SHA um herumfjöllun Moggans „Afar dapurlegt“ Hermennska Formaður SHA gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að hvetja til hernaðar. „Vinningshafarnir eru taílensk hjón úr Fellahverfinu í Breiðholti,“ segir Stefán Smári Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar get- spár. „Konan er íslenskur rík- isborgari og er búin að búa hér- lendis í tíu ár og maðurinn hennar í fimm ár,“ segir hann og bætir við að þau eigi þrjú börn. Hjónin spila reglulega í Lottó en miðinn var keyptur 12. ágúst síðastliðinn. „Þau keyptu sér miða þennan dag því dagurinn mæðradagur í Taílandi og afmælisdagur drottningar,“ segir Stefán en tekur fram að miðinn hafi verið sjálfvalsmiði. Vinningurinn verður afhentur eftir mánuð en Íslensk getspá leggur til fjármálaráðgjöf hjá KPMG. „Hjónin hafa bæði verið í tvöfaldri vinnu til þess að ná endum saman,“ segir Stefán og tekur því fram að vinn- ingurinn muni koma að góðum notum. áb Unnu 65 milljónir í Lottó Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú ólöglegan flutning á farþegum milli Bakkafjöru í Landeyjum og Vestmannaeyja um versl- unarmannahelgina. Nokkrir verða yfirheyrðir á næstunni. Lögreglan telur ljóst að fólk hafi verið flutt á milli án leyfa og sett í stórfellda hættu. bee Hættulegar ferðir til Eyja „Forsetinn tjáir sig ekki um rang- færslur af þessu tagi sem koma fram í einhverju tveggja manna tali.“ Þetta segir Örnólfur Thors- son forsetaritari um dagbók- arfærslu Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morg- unblaðsins. Í henni segir Matt- hías að reikningur frá Bandaríkj- unum til íslenska sendiráðsins í Washington vegna læknismeð- ferðar Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur heitinnar hafi valdið Davíð Oddssyni, fyrrverandi for- sætisráðherra, áhyggjum. Læknir Guðrúnar Katrínar segir hana enga sérmeðferð hafa fengið. ibs Tjáir sig ekki um rangfærslur Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Þetta er ekki fyrsta lygin sem hefur komið frá honum síðan á fimmtu- daginn. Hann er að reyna að höggva eitthvað í okkur og gera okkur tortryggileg með því að kasta einhverju fram og láta okkur neita því,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og formaður leikskóla- ráðs, og vísar þar til ummæla Ólafs F. Magnússonar, fráfarandi borgar- stjóra, um að hann hafi komið í veg fyrir að hún ræki sviðsstjóra leik- skólasviðs. „Með algjörum ólíkindum“ „Þetta er algjörlega með ólíkind- um að maðurinn skuli haga sér svona. Í fyrsta lagi eru þessi mál, það er starfsmannamál, ekki þann- ig vaxin að þau eigi að fara í fjöl- miðla. Hann er mjög ósanngjarn gagnvart sviðsstjóranum með þessu. Í öðru lagi þá koma upp ágrein- ingsmál reglulega og þau eru leyst á mismunandi hátt. Og hann á eng- an heiður skilinn fyrir það,“ segir Þorbjörg Helga. Hún segist ekki ætla að opinbera hvaða ágreining- ur hafi átt sér stað á milli hennar og sviðsstjórans. „Hann var leystur og við erum núna í mjög góðu sam- starfi.“ „Brengluð forgangsröðun“ Ólafur F. gagnrýnir ekki bara Þorbjörgu Helgu fyrir störf hennar í borginni. „Maður hefur stundum haft þá tilfinningu í þessu samstarfi að for- menn fagráðanna í meirhlutanum, sem koma auðvitað allir úr Sjálf- stæðisflokknum, séu dálítið upp- teknari af næsta prófkjöri flokksins heldur en fjármálastjórn borgar- innar og það finnst mér mjög vont mál,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort um hagsmunárekstra sé að ræða segir hann: „Ég vil ekki nota svo stórt orð. En brengluð for- gangsröðun.“ Skipanir frá ráðherrum? „Það virðist vera þannig með marga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að þeir taka við fyrirmæl- um frá ráðherrum úti í bæ frekar en forystunni í borgarstjórn, hvort sem er eigin oddvita eða borgar- stjóranum. Þá á ég við að það er ekkert launungarmál að Jórunn Frímannsdóttir er í miklu betra sambandi við heilbrigðisráðherra heldur en borgarstjóra,“ segir Ólaf- ur F. Jórunn segir miður að Ólafur kjósi að draga umræðuna niður á svo lágt plan og hún muni ekki taka þátt í því. „Ég leitaðist við að halda honum upplýstum um starfið sem unnið var inni á velferðar- og framkvæmdasviðum,“ segir hún. Ólafur sagður síljúgandi  Borgarstjóri ber margar sakir á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks  Þeir segja borgarstjóra ljúga og vera á lágu plani ➤ Ólafur F. Magnússon var skip-aður borgarstjóri af fulltrúum F-lista og Sjálfstæðisflokks 24. janúar síðastliðinn. BORGARSTJÓRINN Að slá frá sér? Ólafur F. Magnússon er sagður ljúga. STUTT ● Úr Framsókn í minnihluta Marsibil Sæmundardóttir eini varaborgarfulltrúi Framsóknar sagði sig úr flokknum í gær. Hún er áfram varamaður Ósk- ars Bergssonar, þótt hún fari úr flokknum. Marsibil ætlar að starfa með minnihlutanum sem óháð. Óskar telur þetta litlu skipta. Hann ætlar að velja í nefndir út fyrir lista Fram- sóknar. ● Meira úr borgarpottinum Borgarstjórnarflokkur F-listans efnir til blaðamannafundar í fyrir hádegi í dag um stöðu og stefnu framboðsins og um sam- starfsslitin af hálfu Sjálfstæð- isflokksins. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Meðalkonan ver um 3.276 klukkustundum af ævi sinni í að hafa sig til, áður en farið er út úr húsi. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar, en tím- inn jafngildir þeim tíma sem tekur geimfara að fara til tunglsins og aftur heim 22 sinnum. Til samanburðar seg- ir að meðalkarlmaður verji um 1.100 stundum af ævi sinni við sömu iðju. aí Tímafrekt að hafa sig til 3.276 stundir SKONDIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.