24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir 554 7212 / 865 5890 Trommuskóli Gunnars Waage Innritun stendur yfir fyrir byrjendur og lengra komna Undirbúningsdeild Diplomanám á háskólastigi t ro m m u s k o l i n n . i s ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég hef þurft að halda einbeitingunni og hef æft gríðarlega vel. Í raun hef ég ekki getað gert neitt annað en að ferðast á milli staða og æfa einn eða með liðinu. Ég þarf að vera í toppformi ef kallið kemur Sigur Rós og hipphopptónlist jöfnum höndum. Bjarni er í þeirri einkennilegu stöðu að vera fyrir utan leikmannahóp íslenska landsliðsins í Peking en hann hef- ur verið til taks ef eitthvað kæmi upp á í leikmannahópnum. Á Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Peking seth@24stundir.is Bjarni leikur með St. Raphael í Frakklandi en hann er 28 ára gamall sálfræðingur sem hlustar á morgun, miðvikudag, er síðasti dagurinn þar sem liðin geta gert breytingar á leikmannahópnum og er allt eins líklegt að Bjarni fari frá Peking án þess að hafa leikið eina einustu mínútu. Tek öllu með jafnaðargeði „Ég er með í öllu sem liðið gerir fyrir utan það að ég má ekki sofa í ólympíuþorpinu. Á hverju kvöldi þarf ég að fara á SAS-hótelið og gista þar. Og strax að morgni er ég mættur í ólympíuþorpið og tek þátt í næstum því öllu sem liðið gerir. Ég tek þessu öllu saman með jafnaðargeði og ég hef ekki hugmynd um hvort ég fæ að vera áfram á hótelinu þegar fresturinn rennur út á miðvikudag,“ sagði Bjarni en hann er sálfræðingur að mennt og er því með faglegu hlið- ina á hreinu þegar kemur því að „tækla“ kraftmikinn húmor landsliðshópsins þar sem enginn fær grið. Má ekki fara inn í byggingar á sama stað og hinir „Þetta gæti eflaust verið kallað einelti af einhverjum sérfræðing- um en ég fæ ekki að gera alveg allt sem liðið fær að gera. Ég má borða með þeim í matartjaldinu en ég þarf að vera með matarmiða en ekki þeir. Og ég þarf að nota aðrar inn- og útgönguleiðir en þeir í öllum byggingum. Mér er alls ekki strítt og ég hef bara feng- ið stuðning frá félögum mínum,“ sagði Bjarni og á sama tíma kem- ur Guðjón Valur Sigurðsson hlaupandi af blaðamannafundi og faðmar Bjarna að sér og segir: „Þessi maður á heiður skilinn. Hann ferðast mest af okkur, hann sefur minnst, en Bjarni sér um að setja standardinn á æfingum okk- ar á hærra stig. Hann tekur alltaf mest á af okkur á æfingum og gef- ur tóninn. Bjarni er stuðnings- maður Íslands númer eitt,“ sagði Guðjón og hélt áleiðis í búnings- klefann eftir 32:32-jafnteflið gegn Egyptum aðfaranótt mánudags. Eins og ég sé rosalega frægur Bjarni gistir á hóteli eins og áð- ur segir en hann telur að eini kosturinn við hótegistinguna sé að hann fái einkabílstjóra til og frá æfingum. „Þetta er næstum því eins og ég sé alveg rosalega frægur. Ég væri miklu frekar til í að vera með í hópnum en ég verð að líta á kostina við þetta. Reynd- ar skil ég ekki a fhverju þeir leyfa ekki bara 15 leikmenn í ólympíu- þorpinu í stað 14 eins og regl- urnar eru í dag. Það er þvílíkt ves- en fyrir ólympíuhópana að vera að ferðast með okkur frá a til b á hverjum einasta degi. Algjört rugl. Ég hef þurft að halda einbeiting- unni og hef æft gríðarlega vel. Í raun hef ég ekki getað gert neitt annað en að ferðast á milli staða og æfa einn eða með liðinu. Ég þarf að vera í toppformi ef kallið kemur,“ sagði Bjarni Fritzson og einn af 400.000 sjálfboðaliðum ÓL bregður sér í eftirlitshlutverk- ið sem henni var úthlutað. „Því miður þá má ekki taka nein viðtöl hér,“ sagði stúlkan og bendir okkur á að fara þrjá metra í burtu þangað sem viðtalið má fara fram. Það er nefnilega allt í röð og reglu hér í Kína. Afslappaður í stúkunni Hlutskipti Bjarna Fritzsonar á ÓL í Peking er að vera til taks ef einhver meiðist í íslenska liðinu. „Stuðnings- maður Íslands númer eitt“ Handknattleiksmaðurinn og sálfræðingurinn Bjarni Fritzson er 15. maðurinn á ÓL í Peking  Er með einkabílstjóra og gerir lítið annað en að ferðast og æfa  Má ekki gista í ólympíuþorpinu og býr á hóteli „ÉG þoli ekki að horfa á handbolta ef ég er ekki að spila sjálfur. Þetta hefur því verið ansi erfitt á köflum og sérstaklega þegar við erum að jafna á lokasekúnd- unum í tveimur leikjum í röð. Þegar maður er vanur því að spila handbolta þá er það gríðarlega erfitt að sitja og geta ekki haft áhrif,“ sagði handknattleiks- maðurinn Bjarni Fritszon við 24 stundir í Peking en hann er hinn „leyndardómsfulli“ 15. leikmaður Ís- lands sem fær ekki að vera með. ➤ Bjarni er 15. maðurinn í ís-lenska hópnum en fjórtán leikmenn eru í hópum lið- anna á ÓL í Peking. ➤ Hann getur aðeins komið inníhópinn ef einhver meiðist, og í síðasta lagi á morgun. ➤ Bjarni er 28 ára gamall horna-maður, menntaður sálfræð- ingur, og leikur sem atvinnu- maður með St Raphael í Frakklandi BJARNI FRITZSON 24stundir/Brynjar Gauti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.