24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 36

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir Tveir siðir eru allsráðandi í trúarbrögðum Japana. Það er ann- ars vegar shinto, sem er sérjap- anskur siður, og hins vegar búd- dasiður sem kemur hingað frá Kína. Og á flestum heimilum er að finna eitt altari að hætti beggja siða.“ Að lokum segist hann aðspurð- ur að hann muni helst sakna alls þess úrvals sem lífið í stórborginni hefur upp á að bjóða. „Það er svo ótrúlega mikið í boði. Ef ég vildi þá gæti ég farið á sinfóníutónleika á hverju einasta kvöldi. Eða út að borða á perúskan stað. Það eru svo ótrúlega margir möguleikar og það er einhvern veginn þannig að hvað sem þú vilt gera þá stendur það til boða. Og ég held ég eigi eftir að sakna þess.“ Ungur íslenskur guðfræðinemi eyðir sumrinu í Tókýó Það er einhvern veginn allt í boði Grétar Halldór Gunn- arsson guðfræðinemi hefur eytt meirihluta sumarsins í höfuðborg Japans, Tókýó. Honum hefur þótt einkar áhuga- vert að kynna sér siði Japana en jafnframt hef- ur hann notið hins mikla úrvals afþreyingar í borg- inni. Á strætum stórborgar Grétar sker sig nokkuð úr á götum Tókýó. ➤ Um 32 milljónir manna búa íog við Tókýó. ➤ Um 84 prósent Japana aðhyll-ast búddisma og shinto en einungis 0,7 prósent eru kristin. ➤ Um 1,6 prósent íbúa í Japaneru aðfluttir útlendingar. TÓKÝÓ Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að koma hingað. Ég bjóst svo sem aldrei við því að ég myndi fara til Tókýó. En einhvern veginn gerð- ist þetta og ég er búinn að vera hér í tæpar fimm vikur núna,“ segir Grétar Halldór Gunnarsson guð- fræðinemi. Hann er staddur í Tók- ýó í heimsókn hjá íslenskri unn- ustu sinni sem starfar tímabundið hjá íslenska sendiráðinu þar í borg. „Dagleg samskipti við Japana eru yfirhöfuð mjög áhugaverð. Það er rosalega sterk hefð fyrir kurteisi hér. Og mér hefur gengið ágætlega að endurgjalda þá kurteisi, að því leyti sem ég þekki siðvenjurnar.“ Mikil Vesturlandavæðing Sem guðfræðinema hefur Grét- ari þótt athyglisvert að kynna sér siði Japana en innan við eitt pró- sent þeirra er kristið. „Mér finnst ótrúlega skemmti- legt að skoða japanska menningu og siðvenjur. Og það kom mér mjög á óvart að Japan er undir miklum vestrænum áhrifum að nær öllu leyti. Fólk er klætt að hætti Vesturlandabúa og öll menn- ing er eins og hún er í hverri annari stórborg. Hvort sem það er í Lond- on eða í Bandaríkjunum. En þegar þú skyggnist undir yfirborðið sérðu að þau líta á sjálf sig og sið- venjur sínar með allt öðrum hætti en við. Og mér finnst það svolítið merkilegt. Að sjá hvernig Vestur- landavæðingin hefur ekki gengið alla leið. Þorleifur Arnarsson leikari þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann er spurður hvaða borg sé í uppáhaldi hjá honum. Það mun vera Berlín en þar hefur hann ein- mitt búið um margra ára skeið. „Það sem er heillandi við Berlín er andinn í borginni og krafturinn sem liggur í henni. Og það byggist að hluta til á þessari mögnuðu sögu og hvernig borgin var tví- skipt. En í kjölfarið á falli múrsins varð hún að suðupotti og vegna lágs húsnæðisverðs flykktist til hennar fólk; listamenn, arkitektar og hönnuðir, og það varð til of- boðslega sterk grasrót í borginni. Þarna er ofsalega margt ungt fólk og maður upplifir Berlín eins og borg tækifæranna þar sem allt er hægt og allt má.“ Einnar evru kaffihús Þegar Þorleifur vill gera sér glað- an dag byrjar hann á því að fara út að borða í Mitte-hverfinu en færir sig síðan á kaffihúsin í Prenzlauer Berg. Hann á sér líka uppáhalds- staði til þess að sýna gestum sínum. „Þegar ég fæ gesti þá fer ég yf- irleitt með þá á kaffihús sem heitir Weinerei, í Prenzlauer Berg, en þar kostar allt eina evru. Svo förum við líka oft og grillum í einum af görð- um borgarinnar eða bara leggjumst á bakka Spree-ár.“ En tekur þú undir þá fullyrðingu margra að Berlín sé gerólík restinni af Þýskalandi? „Við skulum orða það þannig að þegar kaþólskir foreldrar vinar míns frá Suður-Þýskalandi komu í heimsókn þá sögðu þau að þeim liði meira eins og þau væru í út- löndum þegar þau voru í Berlín heldur en þegar þau voru í Frakk- landi.“ haukurj@24stundir.is Þorleifur Arnarsson leikari segir frá uppáhaldsborginni sinni Berlín er borg tækifæranna LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Útsala út vikuna. 70% afsláttur Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Jafnréttisviður- kenning 2008 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2008. Viðurkenningu geta hlotið fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 14. september n.k. til Jafnréttisráðs, Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is Í sérblaði 24 stunda um skóla og námskeið sem út kemur fimmtudaginn, 21. ágúst, er meðal annars rætt um gildi mennt- unar, spjallað við fólk sem hefur lagt að baki sérhæft nám sem nýtist í starfi, ýmis góð ráð varðandi það að byrja í skólanum og kíkt á skólabækurnar. Fjölbreytt og skemmtilegt skólablað fyrir allan aldur. Skóla & námskeið Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína Auglýsingasímar: Katrín Rúnarsd. 510 3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510 3722 kolla@24stundir.is Sé rb la ð fylgir 24 stundum fimmtudaginn 21. ágúst um ferðalög

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.