24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir Pervez Musharraf hefur tilkynnt að hann muni segja af sér embætti forseta Pakistans. Musharraf á yfir höfði sér ákæru til embættismissis í þingi landsins, en segir að ákærurnar muni ekki standast skoðun. Forsetinn er sakaður um að hafa brotið gegn stjórnarskrá landsins og stórfelld afglöp í embætti. Musharraf hefur verið einn helsti bandamaður Bandaríkjanna í stríðinu gegn íslömskum öfgamönn- um. Hann hefur þó einangrast á síðustu mánuðum eftir að pólitískir andstæðingar komust til valda í þing- og sveitarstjórnarkosningum í febrúar síðastliðnum. Mánuðirnir fyrir kosningarnar höfðu einkennst af pólitísku þrátefli, tíðum ofbeldisverkum og morðinu á fyrruverandi forsætisráðherranum, Benazir Bhutto. Starfaði í góðri trú Musharraf tilkynnti afsögn sína í klukkustundar- löngu sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar. Sagðist hann hafa tekið ákvörðunina með þjóðarheill í huga og eftir að hafa ráðfært sig við helstu ráðgjafa sína og banda- menn. Forsetinn, sem tók við embætti árið 1999 eftir valdarán hersins, lagði áherslu á að hann hefði ávallt haft hagsmuni Pakistans í fyrirrúmi og starfað í góðri trú sem forseti landsins. atlii@24stundir.is Sviptingar í pakistönskum stjórnmálum Musharraf hyggst segja af sér NordicPhotos/AFP Afsögn Musharraf hefur einangrast á síðustu mánuðum. Ungt fólk í Skandínavíu á erfitt með að skilja hvað annað. Bertel Haarder, menntamálaráðherra Dana, telur að botninum sé náð þegar ungmenni í Norð- urlandaráði æskunnar tali saman á ensku. Haarder hefur hótað að skrúfa fyrir fjármagnið til hins norræna samstarfs ungmenna ef þau tali ekki saman á norrænum tungumálum. Lisbeth Sejer Gøtzsche, forseti Norðurlandaráðs æskunnar, seg- ist vel skilja afstöðu ráðherrans, en bendir jafnframt á að hann geti sjálfum sér um kennt þar sem kennslu í öðrum norð- urlandamálum sé ekki vel sinnt í dönskum skólum. mbl.is Ungmenni skilja ekki hvert annað Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Um 170 manns voru fluttir á brott úr Miklagljúfri í Bandaríkjunum á sunnudaginn eftir að stífla brast vegna mikils úrhellis síðustu daga. Úrkoma á svæðinu hefur mælst um 20 sentimetrar síðustu þrjá daga og leiddi það til flóða svo að fjölda göngustíga, smærri göngu- brúa og trjáa skolaði í burtu. Afskekkt indjánaþorp Meðal þeirra sem var bjargað voru íbúar Supai, afskekkts ind- jánaþorps í gljúfrinu, og ferða- menn sem höfðu haft næturstað nærri þorpinu. Fólkið var flutt á brott með að- stoð þyrlu upp á bílaplan þar sem því var komið fyrir í rútum og ekið í neyðarbúðir Rauða krossins í Palm Springs. Leit var haldið áfram í gær, þó að þegar væri búið að gera grein fyrir ferðum flestra. Talsmaður Miklagljúfurs-þjóð- garðsins segir að vatn hafi flætt yfir í eitt hliðargljúfrið við Redlands- stífluna þar sem Supai er. Einungis er hægt að nálgast þorpið, þar sem um 400 Havasupai-indíánar búa, fótgangandi, á hestbaki, eða þá með þyrlu. Fastir í gljúfrinu Cedar Hemmings, einn þeirra sem var bjargað, segir að göngu- hópur sinn hafi verið fastur í gljúfrinu, án gúmmíbáta sinna, og ekki komist leiðar sinnar vegna flóðanna. „Við höfðum engar birgðir, engan mat og mjög lítið vatn. Við misstum allt saman.“ Bjarga varð sextán manns sem höfðu festst á klettasyllu í Colo- rado-ánni, sem rennur um Mikla- gljúfur, eftir að vatnsflaumurinn hreif báta þeirra með sér. Úrkomu spáð áfram Íbúar Supai segja göngustíga og fjölda brúa hafa eyðilagst í flóð- unum. Annars hafi þeir sloppið við eignatjón og ekki er vitað um að neinn hafi slasast, þar sem bærinn sjálfur er á lítilli hæð og slapp því að mestu við flóðavatnið. Flóðaviðvörun mun áfram vera í gildi þar sem enn frekari úrkomu er spáð næstu daga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flóð valda usla í Supai, en árið 2001 léstust tveggja ára drengur og for- eldrar hans í flóðum nærri bænum. Bjargað úr Miklagljúfri  Um 170 manns voru fluttir úr afskekktu indjánaþorpi í Miklagljúfri eftir að stífla brast vegna mikils úrhellis síðustu daga  Göngustígum, smærri brúm og trjám skolaði í burtu Gljúfrið mikla Úrhellisrigning hefur verið í gljúfrinu síð- ustu daga. ➤ Miklagljúfur er árgljúfur,myndað af Colarado-ánni og að mestu í Miklagljúfurs- þjóðgarðinum í Arizona-ríki og Nevada. ➤ Miklagljúfur er 446 kílómetralangt, 6,4 til 29 kílómetra breitt og allt að 1.600 metra djúpt. ➤ Áætlað er að um 5 milljónirferðamanna heimsæki gljúfr- ið á hverju ári. MIKLAGLJÚFUR Rússar íhuga að búa Eystra- saltsflota sinn kjarnorku- vopnum til að bregðast við nýju eld- flaugakerfi Bandaríkjamanna í Póllandi. Eystrasaltsfloti Rússa hefur ver- ið laus við kjarnorkuvopn allt frá lokum kalda stríðsins. Breska blaðið Times hefur eftir heimildarmönnum innan Rúss- landshers að kafbátar, orr- ustuþotur og orrustuskip Rússa, sem staðsett eru í Kal- iningrad, verði framvegis vopn- uð eldflaugum með kjarnaodd- um. aí Kjarnorkuvopn í Eystrasalti? STUTT ● Fíkniefni Lögreglan í Búlgaríu hefur lagt hald á rúm tvö tonn af kannabisefnum í kjölfar lög- regluaðgerða í nokkrum þorp- um í suðurhluta landsins. ● Demókratar Barack Obama mun væntanlega kynna í vik- unni hver verður varafor- setaefni demókrata í forseta- kosningunum í vetur. Landsþing demókrata hefst í Denver í Colarado í vikunni. Elizabeth Fritzl hefur afþakk- að boð austurrískra yfirvalda um að veita henni og börn- unum nýjar persónuupplýs- ingar til að auðvelda þeim að hefja nýtt líf. Segist hún ætla að láta nægja að fá nýtt eft- irnafn. Faðir Elizabethar, Josef Fritzl, sem hélt henni nauðugri í kjallaraholu í Amstetten í 24 ár og átti með henni sjö börn, er enn í varðhaldi og hefjast réttarhöld í desember. Að þeim loknum mun Elizabeth flytjast með börnunum á leynilegan stað, um 100 kíló- metra frá Amstetten. aí Framtíð Fritzl-barnanna Nýtt eftirnafn Rússnesk stjórnvöld segjast nú hafa hafið brottflutning hersins frá Georgíu. Fréttir bárust þó í gær af því að rúss- neskar hersveitir væru enn staðsettar í grennd við höf- uðborgina Tibilisi. Dmitri Medvedev Rússlands- forseti hafði áður heitið því að standa við vopnahléssam- komulag ríkjanna sem fól meðal annars í sér tafarlausan brottflutning, en Rússar segj- ast hafa rétt til að vera með nokkra hermenn og frið- argæsluliða að störfum um- hverfis Suður-Ossetíu. Frakklandsstjórn hefur hótað því að boða til sérstaks leið- togafundar ESB-ríkja, flytji Rússar ekki hersveitir sínar úr Georgíu án tafar. aí Rússar enn í Georgíu Óljósar fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.