24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 46
Eftir Birgir Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari var allsgáður og fullfær um að keyra bifreið sína þrátt fyrir orð- róm um annað segir Valgeir Sig- urðsson athafnamaður, er var sá síðasti sem sá söngvarann á lífi í Lúxemborg kvöldið sem hann lést í umferðarslysi, 28. mars 1978. Hann greinir einnig frá því að síðasta lagið sem Vilhjálmur söng ásamt dyraverði í anddyri skemmtistaðarins Bukati var júgó- slavneskt þjóðlag. „Við vorum á leiðinni út af barnum þegar hann mætir háum og vel til höfðum Júgóslava með snyrtilegt yfirvaraskegg,“ segir Val- geir Sigurðsson. „Villi brosti breitt og byrjaði að raula þetta lag á júgóslavnesku sem ég veit ekki hvað heitir í fatageymslunni. Þeir þekktust frá því að Vilhjálmur bjó þarna og dyravörðurinn tók undir. Við vorum á leiðinni út í bíl til þess að keyra í afmæli Karls Guð- mundssonar er okkur hafði verið boðið í en þegar við komum af staðnum labba ég í fangið á danskri vinkonu minni sem ég hafði ekki hitt lengi. Ég segi þá Villa að ég ætli frekar með henni heim en í afmælisboðið. Hann þrábiður mig um að koma en leið- ir okkar skildi.“ Það var mikil rigning og þoka þessa nótt og slæmt skyggni. Valgeir telur að Vilhjálmur hafi verið að reyna beygja lánsbifreið sinni niður þröngan stíg í átt að Sandweiler af aðalveginum á leið í afmælið þegar hann keyrði á um- ferðarskilti og endaði svo á tré. „Hann var ekki drukkinn eins og sumir hafa verið að segja. En ég get vel trúað því að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Á þessum tíma rak Valgeir veit- ingastaðinn Loch Ness Pub í Lúx- emborg og hitti Vilhjálm þar fyrr um kvöldið. Þeir voru kunningjar í gegnum eiginkonu söngvarans sem er ættuð frá Siglufirði. Villi var á vegum Arnarflugs í Lúxemborg. „Ég man ekki út af hverju en hann var með mikla fjár- muni með sér, því ég man að hann bar með sér pung sem hann skildi aldrei við sig. Hann var nýbúinn að eignast dóttur, var rosalega ánægður og lék á als oddi. Hvert sem við fórum hitti hann einhvern sem hann þekkti,“ segir Valgeir. Valgeir Sigurðsson var síðasti maðurinn sem sá Villa Vill á lífi Svanasöngurinn var júgóslavneskur Rúm 30 ár eru liðin frá dauða Vilhjálms Vil- hjálmssonar. Minning- artónleikar verða í Laug- ardalshöll í október. Valgeir Sigurðsson sá hann á lífi síðastur. Valgeir Segir Villa hafa verið edrú. Vilhjálmur Síðasti söngurinn var júgó- slavneskt þjóðlag. 46 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir Útsölulok 20% auka afsláttur við kassa Mikið úrval af Skunkfunk Desigual Lee og Wrangler „Ég er laumuskotin í handbolta. Horfi stundum en ekki núna. Ég hef ekki taugar í það. Allt gengur upp og svo eins og hendi sé veifað fer það í hina áttina. Nú var vörn Íslands heillum horfin frá síðustu leikjum segir Mogginn. Murphýs law? Veit það ekki.“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is „Stöðugur blástur í saxófón getur hindrað súrefnisflæði til heilans. Eru dæmi um að saxófónleikarar hafi skaðast illa. Tapað tilfinn- ingu fyrir góðri og vondri músík. Skaðast svo illa, að þeir telji að grugg í poppmúsík, til að mynda plötur Stjórnarinnar, sé eitthvað annað en botnfall.“ Jens Guðmundsson www.dv.is/blogg/jens-gud „Ef ég ynni 65 milljónir myndi ég kaupa mér einfalda íbúð á Íslandi og flytja kvikmyndafyrirtækið, Oktober Films, norður undir heimskautsbaug. Einhvern tíma bloggaði ég um sjö milljóna myndir. Ég myndi henda þeirri hugmynd í framkvæmd. En ég vann ekki 65 milljónir. “ Villi Ásgeirsson vga.blog.is/blog BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monitor, skemmti sér vel um síðustu helgi á barröltinu enda nýbúinn að taka á móti nýju ágústblaði Monitor úr prentun. Það vakti þó athygli að Atli Fannar hefur enn ekki keypt sér ný gleraugu eftir að síðasta pari var rænt af nefi hans á djamminu. Heimildir blaðsins herma að hann gangi ekki heldur með linsur og kjósi því að askvaða um í móðunni miklu. vij Gísli Örn Garðarsson leikari er kominn aftur til Reykjavíkur eftir margra vikna tökur á Holly- woodmyndinni Prince of Persia: Sands of Time er hann fer með hlutverk í á móti stórleikurunum Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley. Næst á dagskrá hjá honum er að setja upp leikritið Woyzeck, er hann leikstýrði fyrir Vesturport, í New York í september en hópurinn ku vera gera sig kláran. bös Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir samstarfsverkefn- inu Navia hér á landi virðast fjölmiðlar erlendis sýna því meiri áhuga. A.m.k. er skrifað um þetta nýja samstarfsverkefni Dísellu Lárusdóttur, fyrrum Evróvisjón-keppandans Christine Guldbrandsen, Jippu frá Finnlandi, Jylie Berthelsen frá Danmörku og Youssou ŃDour frá Senegal á sérstakri fréttasíðu á netinu um Eurovision. bös Hún er rauðhærð, glæsileg en stórhættuleg því nýja söngkonan í Merzedes Club, Margrét Edda Jónsdóttir, vann til bronsverðlauna á taekwondomóti í Danmörku um helgina. Það gerðist þó ekki slysalaust en hún varð að hætta keppni vegna meiðsla. „Markmið mitt var að vinna einn bardaga,“ segir íþrótta- og söngkonan unga. „Það voru fimm í mínum flokki og fyrst fór ég á móti stelpu í danska landsliðinu og vann hana 2-3. En í þeim bardaga fékk ég harkalegt hnéspark í sköflunginn og gat varla gengið eftir á. Í seinni bardaganum fór ég á móti stelpu í norska landsliðinu og þegar staðan var 2-2 neyddist ég til að draga mig í hlé vegna sársauka í fætinum. Sú stelpa vann svo mótið.“ Margrét haltrar því á milli staða þessa dagana en ber höfuðið hátt enda styttist í að hún taki svarta beltið og komist þá úr b-flokki landsliðsins í aðalflokk. Í dag er hún með rauða beltið en þjálfarinn hennar hefur lofað að leyfa henni að reyna við svarta beltið í sept- ember. „Ég haltra ennþá en ég held áfram að mæta á æfingar í vikunni. Ég er á æfingum nánast á hverjum degi.“ Framundan hjá Merzedes Club eru tónleikar á Ljósanótt í Keflavík og svo frekara tónleikahald úti á landi í haust. „Mér finnst gaman að koma fram með þeim og finnst þetta skemmtilegur hópur. Mig langar kannski að gera eitthvað ein í framtíðinni en ég tek nú bara einn dag í einu,“ segir Margrét. biggi@24stundir.is Ný söngkona Merzedes Club í taekwondo Vann bronsverð- laun í Danmörku Margrét Edda Bronsverðlaunahafi í taekwondo. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 6 9 1 7 3 2 8 4 2 7 8 4 5 6 3 9 1 4 1 3 8 9 2 5 6 7 9 8 1 2 6 7 4 3 5 3 2 4 9 1 5 6 7 8 6 5 7 3 4 8 9 1 2 7 3 6 5 2 1 8 4 9 8 4 2 7 3 9 1 5 6 1 9 5 6 8 4 7 2 3 Fyrst þú þarft að spyrja, þá finnst mér óþægilegt að fá sápu í augun. Ólafur, þurftuð þið að bjóða gestunum einn „gud morgen!“ ? Ólafur K. Ólafsson er sýslumaður á Snæfellsnesi, þar sem Danskir dagar voru haldnir um helgina, en að sögn lögreglu þar hefur hún sjaldan lent í öðru eins umstangi og vegna hátíðarinnar. FÓLK 24@24stundir.is a Við tökum alltaf vel á móti góðum gestum fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.