Eintak

Tölublað

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 6
Borgarsjóður greiddi Ingu Jónu Þórðardóttur 2,4 milljónir króna fyrir ráðgjöf en stafkrókur liggur ekki eftir hana. Verið að greiða fyrir minnispunkta í hugmyndabanka sjálfstæðismanna, segir Sigrún Magnúsdóttir. Fékk 2,4 milUónir fyrir týndar tnlögur Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins og odd- viti Reykjavíkurlistans, lagði fram fyrirspurn í borgarstjórn Reykja- nnars i staðar í EINTAKI 1 er sagt frá við- skiptum Smekkleysu við j framkvæmda- stjórn Listahá- I tíðar og hvernig hún klúðraði BjARKAR-konsertnum með samningi sínum við breska umboðsfyrirtækið TKO. TKO er best þekkt fyrir að semja við út- kjálkaþjóðir og fyrrum austantjalds- ríki um skemmtanir en ítrekað hefur verið fjallað um fjársvik Howards Kruger, eins af forsvarsmönnum fyrirtækisins í bresku pressunni. Kruger rak meðal annars ferðaskrif- stofuna Kruger Travel Company sem fór á hausinn með 47 milljónir króna í ógreiddum skuldum á bak- inu.... Asatrúarsöfnuðurinn er í tölu- verðri sókn þessa dagana og hefur félögum í söfnuðin- um fjölgað um 9% á mánuði frá síðustu áramótum og eru þeir nú að nálgast að verða 200 talsins. Kosningaþaráttan um embætti alls- herjargoðans skiptir hér nokkru máli, en straumur nýrra félaga sigldi inn í félagið í kjölfar andláts Svein- björns heitins Beinteinssonar alls- herjargoða. Með þessu áframhaldi verður ásatrúarsöfnuðurinn fjöl- mennari en þjóðkirkjan um árið 2002. Fyrir dyrum stendur að byggja hof fyrir söfnuðinn og fara nú 3/4 hlutar safnaðargjalda í sjóð fyrir þá byggingu. Kallast gjald þetta hoftollur... Nýlega var öllu starfsfólki ís- lensks-fransks eldhúss sagt upp störfum þar sem ráðast á í fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Búist er við að flestir ef ekki allir verði endurráðnir. Út- flutningur á sælkerakæfum úr kjöti og fiski hefur orðið sívaxandi þáttur í starfseminni og því hafa menn undrast að eigendurnir, Eric Calm- on og Gunnlaugur Guðmundsson, hafi þurft að grípa til þess ráðs. Skýringin mun vera sú að fyrirtækið hefur einfaldlega vaxið þeim upp fyrir höfuð. Auk þess að stjórna allri vinnslu hafa þeir sjálfir séð um reksturinn með aðstoð eiginkonu Erics sem sinnir bókhaldinu í minna en hálfu starfi. Nú hafa þeir ráðið viðskiptafræðing til starfa og eru í viðræðum við erlend fyrirtæki um að koma inn sem hluthafar. Skipt var um kennitölu fyrirtækisins og eldhúsið var fellt aftan af nafninu sem bendir til þess að hugsanlegir hluthafar vilji byrja með hreint borð og jafnvel láta gamla fyrirtækið róa... víkur þann 7. apríl þar sem hún fór fram á að fá skýringar á því í hverju ráðgjafarvinna Ingu Jónu Þórðar- dóttur, viðskiptafræðings, fyrir borgarstjóra á árinu 1992 var fólgin og hvað hún hafi fengið greitt fyrir hana. Tilefni fyrirspurnarinnar var sú að engin greinargerð eða skýrsla liggur eftir Ingu Jónu um vinnu- framlag hennar. Markús Örn An- tonsson, þáverandi borgarstjóri, fékk hana til að gera úttekt á mögu- leikum þess að einkavæða ýmis fyr- irtæki borgarinnar og aðra starf- semi á hennar vegum og almennt að finna leiðir til að auka rekstrar- hagkvæmni. I svari Árna Sigfússonar, borg- arstjóra, sem hann lagði fram í borgarráði á þriðjudaginn kemur fram að útgjöld borgarsjóðs námu nálægt 2,8 milljónum króna vegna vinnu Ingu Jónu en greiðslur til hennar sjálfrar voru 2,4 milljónir með virðisaukaskatti. Jafnframt lagði Árni fram minnisblað Mark- úsar Arnar þar sem hann gerir nán- ari grein fyrir hvaða fyrirtæki Inga Jóna var að skoða án þess að þar sé sérstaklega tiltekið í hverju sú skoð- un fólst. Hins vegar bólaði ekkert á greinargerð frá henni sjálfri í svari Árna. Athygli vekur að minnisblað- ið, sem stílað er á Árna, er dagsett 8. apríl eða daginn eftir að Sigrún lagði fram fyrirspurn sína. Svo virðist því sem einu heimildina um vinnu Ingu Jónu hafi verið að finna í hugskoti Markúsar. Hann segir í minnisblaði sínu að vinnan hafi farið þannig fram að Inga Jóna hafi kynnt sér náið flestar hliðar á rekstri Reykjavíkurborgar, fyrirtækja hennar og stofnana, með viðtölum við forsvarsmenn þeirra. Þá hafi hún aflað upplýsinga úr bókhaldsgögnum og öðrum heim- ildum. Á reglulegum fundum með sér hafi hún lagt fram minnisblöð og greinargerðir með hugmyndum og beinum tillögum sem vinnu- plögg. Sumu hafi hann vísað áfram til frekari úrvinnslu og fram- kvæmda, annað verið ákveðið að skoða nánar og enn öðru hafnað strax. í lok minnisblaðsins segir Markús að ráðgjöf Ingu Jónu hafi orðið grundvöllur að ákvörðunum um breytta tilhögun í rekstri borg- arinnar sem þegar hafi skilað mik- ilsverðri hagræðingu og hafi „án efa leitt til sparnaðar er nemur millj- ónatugum fyrir borgarsjóð og borgarbúa“. Sigrún sætti sig ekki við þetta minnisblað sem svar við fyrirspurn sinni og lét bóka að borgarsjóður hafi verið látinn greiða stórar fjár- hæðir fyrir minnispunkta í hug- myndabanka sjálfstæðismanna og þau fjárútlát hafi aldrei verið borin upp til samþykktar í borgarráði. „Þeir skirrast ekki við að nota fé borgarbúa í eigin þágu,“ segir orð- rétt í bókuninni. Borgarstjóri lét bóka á móti að hugtakið skýrsla væri greinilega bundið við þykka doðranta í huga Sigrúnar. Úrelt sé að mæla afköst ráðgjafa í þykkt þeirra skýrslna sem frá þeim komi, ráðleggingarnar sjálfar séu aðalatriðið. Þær ráðleggingar liggja hins veg- ar hvergi fyrir. Sigrún lét einmitt bóka að það vekti athygli að ekkert væri að finna um vinnu sérfræð- ingsins á borgarskrifstofunum. „Þessi vinna er unnin fyrir al- mannafé og á því að vera opinbert plagg, sem allir eiga að geta sótt í „hugmyndir", en það er ótækt að þurfa að fá fyrrverandi borgarstjóra tveimur árunt síðar til að setja fram punkta eftir minni.“ I samtali við EINTAK kallaði Sigrún þetta mál hneyksli. Deilan snýst um það í hnotskurn að borgarsjóður hafi greitt fyrir hugmyndavinnu Sjálfstæðisflokks- ins. Markús borgaði Ingu Jónu 2,4 milljónir króna af skattfé Reykvík- inga fyrir að leggja fram sínar til- lögur um hvernig best væri að standa að einkavæðingu innan borgarkerfisins. Þær tillögur skil- uðu sér aldrei frá skrifstofu borgar- stjóra þannig að engir aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa haft gagn af þeim. Hin hlið deilunnar snýst um það að ekki hefur verið upplýst hvað Inga Jóna hafði ná- kvæmlega fyrir stafni og hve mikl- um tíma hún varði til verksins.0 Markús Örn Antonsson réð Ingu Jónu til að vinna tillög- ur um einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Tillögurnar skiluðu sér aldrei út af borgarstjóraskrif- stofunni heldur geymdi Markús þær íhugskoti sínu. Eftir fyrir- spurn Sigrúnar Magnúsdóttur reyndi Markús að rifja upp hvað Inga Jóna hafði verið að gera og sendi Árna Sigfússyni minn- ismiða þar um. „Mál Markúsar hvemig hann fer með þessi plögg“ segir Inga Jóna Þórðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir, við- skiptafræðingur, er sem kunnugt er í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Hvers vegna er enga greinargerð að finna um ráðgjafarstörf þín fyrír Markús Örn Antonsson hjá borgar- yfirvöldum? „Þú verður að spyrja Markús að því. Þú sérð á hans greinargerð hvernig við unnum þetta. Verkefn- in voru unnin á löngum tíma og mörg atriði sem var verið að vinna að. Við Markús hittumst svo reglu- lega á vinnufundum þar sem ég lagði fram minnisblöð og greinar- gerðir. Þetta var því vinnuferill. En það er Markúsar mál hvernig hann notar þessi plögg. Það er ekki til nein heildarskýrsla eða niðurstaða. Sumt fór út í embættismannakerf- ið, annað til aðila út í bæ og svo framvegis. Það er reginmunur á því þegar svona er unnið og þegar um eitt af- markað verkefni er að ræða. Fólk áttar sig ekki á því. Alls staðar í borgarkerfinu er leitað til utanað- komandi fólks til að sinna tíma- bundnum verkefnum. Það eru nú- tímastjórnhættir. Þetta fólk hverfur síðan á braut og ekki þarf að hafa áhyggjur af lífeyrisskuldbindingum og fleiru." Veistu hvað þú varðir miklum tíma til þessa verks? „Nei, en ég var ekki starfandi við annað þessa ellefu mánuði og tók ekki að mér önnur verkefni á þess- um tíma.“ Sendirðu sundurliðaðan reikning til borgarsjóðs? „Ég sendi reikninga um það bil mánaðarlega.“0 6 FIMMTUDAGUR 14. APRlL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.