Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 14.04.1994, Qupperneq 14

Eintak - 14.04.1994, Qupperneq 14
MYNDASAGA ÆVl MMNAR Þorvaldur Þorsteinsson rekur ævi sína eftirþeim bíómyndum sem hafa markað hann mest. 5 ára AUGAÐ (USA, líklega um 1950) Tvímælalaust áhrifamesta 8 mm myndin sem við Pési Ring höfðum aðgang að á ríkuiega filmuvæddu heimili hans á Akureyri á sjöunda áratugnum, að Gn&fia Sklímslinu og KÓngulÓnní ólöstuðum. Augað var ein af þessum stuttu, svart-hvítu, þöglu og óskiljanlegu myndum sem kemur ekki aðeins léttu róti á viðkvæma bamssálina, heldur rífur hana úr ömggum faðmi raunveruleikans og þeytir henni út um glugga á þrítugustu hæð, þannig að það verður óhjákvæmilegt að bjarga sér á flugi. Augað hjálpaði mér sem sagt að uppgötva vængina, en þó að það ætti að skjóta mig (í matinn) gæti ég ekki rifjað upp um hvað hún var. Maltin man það ekki heldur. 29 - 33 ára ££ „STALKER (Rússland 1979) Uppáhaldsmyndin mín í gimsteinasafni Tarkovskys. Þegar ég sá hana vöknuðu hjá mér notalegar grunsemdir um að þrátt fyrir allt ætti kvikmyndaformið einhverja möguleika sem listform. „Augað“ henti mér út á þrítugustu hæð. „Stalker“ hvatti mig til að klífa þrítugan hamarinn. Þorvaldur er sá sjött' sem segir ævisögu sína í EINTAKI. Aður hefur Sigurður Pálsson sagt ævisögu sína í sjö bindum, Ólafur Gunnarson ævisögu sína á fiórtánda glasi, Bragi Ólafsson ævisögu sína á tíu bókum, Fjölnir Bragason örsögu ævi sinnar og Unnur Jökulsdóttir ævisögu sína í nokkrum lögum. 6 ára Sound ofMusic (USA, 1965) Sá hana ósiðlega oft, þó án þess að kæmi að nokkru marki niður á launaumslaginu, sem innihélt fimm krónur á viku fyrir ein- hverja lágmarkstiltekt í eigin herbergi. Eg smaug sem sagt óá- reittur framhjá dyraverðinum án þess að borga og naut þar Soffíu móður minnar, miða- söludömu og síðar ókrýndrar miðasöludrottningar í Borgar- bíói á Akureyri. „Sound of Music“ sameinaði með einstökum hætti skemmtun (nunnan með blöndunginn), fróðleik (um klausturlíf og einstæða feður) og kynfræðslu (kossinn í garðhýs- , inu). Hún var (eins og „Afram læknir“ sem ég sá fimm sinnum 1969, Maltin gefur tvær) ljúfsár tilfinninga- sprengja sem framkallaði ein- hvers konar for-gelgjuskeið í litlum búk og sá búkur býr að því enn. Hann gefur þrjár og hálfa. 13 ára „DONT LOOKNOW" (Bretland 1973) Fyrsta (en hreint ekki síðasta) reynslan af því að verða ástfang- inn af mér eldri konu. Julie Christie reyndist hins vegar vera ástfangin af Donald Sutherland og sannaði það eftirminnilega í fágætri samfarasenu sem hefði áreiðanlega valdið heilablóð- falli í verðandi fermingardreng, hefði Kvikmyndaeftirlitið ekki sýnt þá tillitsscmi að skera bannsvæðin við nögl. Það er þó bæklaði dvergurinn í myndinni sem stendur upp úr. Þessi tístandi káta og tælandi Rauðhetta sem reyndist hafa risastóran hníf í pússi sínu en hvorki kökur né vín, hefur æ síðan verið mér áreiðanlegur leiðarvísir í lífinu. Maltin gaf þrjár. 27ára„THENAME OF THE ROSE“ Frakkland, 1986) Stóru vonbrigðin. Þessi mynd sannar að Annaud er kristaltært dæmi um yfirborðskenndan nútímaleikstjóra. Og það var fyrir hennar tilstilli að sá augljósi sannleikur laukst upp fyrir mér að kvikmynd er ekki skáldsaga. Síðan ég sájjessa mynd skil ég betur en áður af hverju Kristnihaldlð, Atómstöðin, Gísla saga Súrssonar, Boðorðin tíu og Jesus Christ Superstar voru svona vondar myndir. Maltin gaf eina (og svo aðra). „íLYING HIGH*-.— (USA, 1980) Ég sá þessa mynd miklu oftar en Sound Of MuSÍCogAfram læknir til samans. Þó aldrei í bíó heldur í hollensku myndbandaneti, þar sem hún var sýnd óslitið sumarið 1984. Við hjónin vorum að leika fararstjóra í sumarhúsagarði allt þetta sumar og notuðum myndina til að minna okkur á að það var ennþá til eðlilegt og eftirsóknarvert líf fyr- ir utan verndarsvæðið. Maltin ætlaði að gefa fimm en gaf þijár. i9ára„BRESTA BÓFABÖND“ Mikilvægasta framiag mitt og Hermanns Arasonar trúbadúrs til kvikmyndasögunnar. Endurnýjuð kynni af 8 mm film- unni, en nú með tali og tónum og „augað“ mitt eigið í gervi Símons Útvalda. Þessi 20 mínútna spennumynd er einkum athyglisverð fyrir það að hún skilaði framleiðendum hagnaði, en einnig hitt að frumsýningarveislan var haldin eftir að sýningum á myndinni lauk og var kostuð af gróðanum. Síðast en ekki síst reyndist þetta stórvirki mikilvægur stökkpallur fyrir marga inn í íslenskan stjörnuheim, en meðal leikenda voru Sigmundur Emir Rúnarsson á Stöð 2, Margrét Blön- dal á Rás 2, Hjörleifur Hjartarson í Tjarnarkvartettinum og Hólmkell Hreinsson í kirkjukór AkureyraA Maltin missti af henni. 14 FIMMTU^AGUR 14. APRÍL 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.