Eintak

Tölublað

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 21

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 21
þessa leið: „Ég spyr aldrei urn nektar- senur þegar ég þigg hlutverk, enda eru þœrekki neitt vandamál. Égersú sem haft er samband við þegar vant- ar drottnunargyðju eða berbrjósta vampíru sem flýguryfirgarð.“ „Þessi heimur er afskaplega harður og þeir sem eru að byrja og ætla sér að komast að í kvikmynd- um eru margir til í að gera ýmislegt. Sumar ungar leikkonur sofa til dæmis hjá kvikmyndaframleiðend- um og öðrum áhrifamönnum hjá kvikmyndafyrirtækjunum ef þær hatda að þannig geti þær fengið vinnu. Svo er alltaf eitthvað um eit- urlyf og annað rugl í þessum bransa. Eg skil ekki hvað það er sem fólki fmnst svo spennandi að það nenni að standa í þannig strögli. En að þessu leyti eru bíó- og fyrirsætu- heimurinn svipaðir, fólk er að reyna að koma sér á framfæri og beitir til þess ýmsum aðferðum. Það eru líka alls kyns vafasamir ka- rakterar viðloðandi þetta sem geta verið stórvarasamir fyrir unga krakka. Þess vegna er ég mjög á móti því að stelpur séu að fara í fyr- irsætustörf út í heim of ungar. Þær verða að vera búnar að ná vissum þroska til að geta varað sig á ýmsu sem er í gangi í þessum bransa. Fólk áttar sig heldur ekki alveg á því að það er hörð vinna að vera fýrir- sæta.“ Ertu að spá í að taka leiklistartíma og reyna frekar fyrir þér í Holly- wood? „Ég hef svona verið að hugsa um það og hef spurst fýrir um hvert sé best að fara. En hins vegar veit ég ekki hvort ég hafi nógu mikinn sjálfsaga, eða hreinlega nógu mik- inn áhuga til að hella mér út í þetta af fullum krafti. Það er svo tilvilj- unarkennt hvernig þetta gengur. Það er fullt af fólki sem hefur verið að berjast í mörg ár við það að slá I gegn, það er ekki þjóðsaga að meira en annar hver þjónn í Los Angeles sé leikari sem fær ekki aðra vinnu. Svo getur maður líka verið mjög heppinn og fengið eitt tækifæri sem breytir öllu. Fyrir fimm árum þegar ég var að byrja fýrir alvöru að vinna sem fýrirsæta, var ég búin að vera í London í sex mánuði og hafa þokkalegt að gera, þá kom Herb Ritts og bókaði mig í myndatöku og allir urðu voða upprifnir. Þetta var það sem gerði gæfumuninn fyr- ir mig. Það þarf oft ekki nema einn mann, eða eitt verkefni, til að brjóta ísinn. Þessi bransi er ofboðs- lega yfirborðskenndur og fólk snobbar mjög mikið fyrir því hverja maður hefur áður unnið fyrir.“ Er alltaf nóg að gera hjá þér? „Það hefúr verið mjög mikið að gera hjá mér í allan vetur. Ég ætlaði til dæmis að koma hingað til fs- lands í desember en komst þá ekki út af vinnunni. Það var með herkj- um að ég gat losað mig núna tif að komast í hálfs mánaðar frí. Þessa dagana vinn ég mest í Los Angeles og nágrenni. Eg er komin með ákveðin fýrirtæki sem ég vinn reglulega fýrir og þarf því ekki að vera mikið á ferðinni til að kynna mig. Vinnuvikan er venjulega þannig hjá mér að ég fer kannski í tvær myndatökur og í tvö, þrjú við- töl á viku. Það er útbreiddur mis- skilningur að ef fyrirsæta sést ekki reglulega í tískuþáttum í Elle og Vo- uge eða öðrum viðlíka tímaritum að það sé ekkert að gera hjá henni. Fólk áttar sig ekki á því að vinnan fyrir blöðin er aðeins pínulítill hluti af þeim verkefnum sem eru í boði og að auki mjög illa borguð. Ég sagði fyrst þegar ég byrjaði í þessu að ég ætlaði ekki að vinna neitt annað en fýrir blöðin. Eftir tvö ár átti ég ekki neitt og sá að þetta var ekki rétt hjá mér. Núna hef ég aðal- lega verið að vinna fýrir katalóga' sem er mjög vel borgað. Ég vinn þó líka stundum fyrir blöðin, ég er til dæmis í tískuþætti í nýjasta hefti Elle og svo fær maður líka alltaf ein- hverjar auglýsingar við og við, ég er til dæmis í nýjum auglýsingum ffá Request gallabuxnaframleiðendun- um og rétt áður en ég kom hingað var ég í myndatöku fyrir nýja aug- lýsingaherferð frá Guess fatafyr- irtækinu." Ertu þá hætt aðfara í vinnuferðir frá Los Angeles? „Já, að mestu leyti, enda var ég búin að fá meira en nóg af því. Fyrstu þrjú árin sem ég vann sem fýrirsæta átti ég eiginlega hvergi heima, maður þvældist bara um og vann hér og þar. Þetta var ein- manalegt líf og maður orðinn mjög rótlaus. Maður eignast marga kunningja í þessum bransa en af- skaplega fáa alvöru vini. Ég hef eignast eina vinkonu frá því að ég byrjaði í þessu og það er dæmigert að hún býr núna í New York. Þetta er allt öðruvísi eftir að ég settist að í Los Angeles og fór að vinna mest þar. Það er mjög þægilegt að geta farið á eigin bíl í vinnuna og vita að maður muni sofa heima hjá sér í sínu eigin rúmi um nóttina en eklti á einhverju hóteli." Hvemig er svo að koma til ís- lands? „Það er alltaf jafn gaman. Reykjavík breytist svo hratt, í hvert skipti sem maður kemur hingað er búið að gera eitthvað nýtt, ný hús rísa á nokkrum mánuðum, það koma ný gatnamót, götum er breytt í einstefnugötur og svo lendir mað- ur kannski í því að vera allt í einu að keyra á móti umferðinni. íslend- ingar eru líka alltaf jafn söguglaðir. Ég frétti áðan þegar ég var í klipp- ingu að ég hefði verið með Richard Gere fyrr í vetur. Þetta voru alveg nýjar fréttir fyrir mér, ég hef ekki einu sinni séð manninn hvað þá meira. Þetta er auðvitað hálf fynd- ið, en það er ekkert hægt að gera til þess að breyta fólki, maður verður bara að passa að láta svona sögur ekki pirra sig of mikið.“ Los Angeles erfurðuleg borg, mað- ur getur lagt upp frá einhverju götu- horni þar, keyrt stanslaust í klukku- tíma og þegar maður stoppar er eins og maður sé ennþá á sarna horninu. Og ef náttúran er ekki að gera íbú- unum grikk þá eru þeir sjálfir að berja hver á öðrum. Hvernig er að búa þama? „Jarðskjálftinn í janúar fékk mann til að stoppa aðeins við og hugsa sinn gang. Þarna var maður minntur á að þetta getur gerst hve- nær sem er. Og glæpirnir í borginni eru alltaf að verða verri og verri. Það er annar hver maður með byssu og menn eru drepnir fyrir fá- ránlega hluti. Daginn áður en ég flaug hingað voru til dæmis tveir japanskir skiptinemar skotnir fyrir utan kjörbúð og bílnum þeirra, ómerkilegri gamalli Hondu, stolið. Ég get alls ekki hugsað mér að ala börnin mín þarna upp og kærast- inn minn og ég erum alvarlega að hugsa um að flytja eitthvert ann- að.“ Hingað heim kannski? „Nei, ég er mjög ánægð úti og á heima þar núna.“ © FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 21

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.