Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 27
Klæðskerasniðin
gleraugu
„Það er gaman að geta boðið upp á sérstök og öðruvísi
gleraugu fyrir þá sem þess óska. Falleg gleraugu eru í
tísku rétt eins og það er í tísku að setja upp fallega
eyrnalokka," segir Óskar Guðmundsson sjóntækja-
fræðingur sem opnar sýningu á sérhönnuðum gler-
augum á Sólon Islandus á laugardaginn. Hann lærði
sjóntækjafræðina í Þýskalandi en í því námi er farið
lítillega út í hönnun gleraugna.
„Ég hafði strax mjög gaman af henni og óx áhuginn
þegar ég lenti í fimmta sæti í gleraugnahönnunar-
keppni í Þýskalandi. Um það bil 300 manns
tóku þátt í keppninni,“ segir Óskar.
Hann starfar í Linsunni og hefur að-
stöðu þar til að vinna að hönnun-
inni.
„Stundum læt ég hugmyndaflugið ráða og hef ég til
dæmis gert gleraugu úr legum úr vélum. Þegar ég
hanna fyrir viðskiptavini bremsa ég mig aftur á móti
niður,“ segir Óskar. „Ég byrja á því að taka ljósmynd
af andliti þeirra og legg svo glæru yfir hana. Á glæruna
teikna ég svo það form sem við á. Það þarf meðal ann-
ars að taka tillit til andlitslags, lögun augnabrúna og
þeirra lita sem viðkomandi þolir. Það eru til svo mis-
munandi manngerðir og ég þarf að setja mig í spor
þeirra.
Formið er sett á efnið sem gleraugun eiga að
vera úr og svo saga ég þau út í höndunum.
Þetta eru því í raun klæðskerasniðin gler-
augu.“©
Styrmir Sigurðsson og Geiri Sæm
úr Hunangstunglinu og Pax Vo-
bis með nýja hljómsveit sem
heitir Lassie.
Lassie hjá
Hemma Gunn
Styrmir Sigurðsson og Ásgeir Sæmundsson, al-
ías Geiri Sæm, eru að fara af stað með nýja hljómsveit
sem þeir kalla Lassie, eftir sjónvarps- og kvikmynda-
tíkinni ráðsnjöllu. Samstarf þeirra félaga hófst í hljóm-
sveitinni Pax Vobis sem þótti ein besta nýbylgjusveit
landsins á sínum tíma og hélt áfram í Hunangstunglinu
en fremur hljótt hefur verið um Styrmi á tónlistarsvið-
inu síðan. Ásgeir hefur hins vegar sent frá sér þrjár
sólóplötur og Styrmir tók þátt í lagasmíðum og útsetn-
ingum á síðustu plötu söngvarans.
Lassie mun koma fram í fyrsta skipti opinberlega hjá
Hemma Gunn á miðvikudaginn en Styrmir segir að
tónlistin sem þeir spili sé fjölbreytileg og þótt hún sé að
miklu leyti unnin í tölvu þá sé hún með akústik yfir-
bragði. Þeir félagar hafa verið „maríneraðir í músik all-
ar frístundir að undanförnu og eru komnir með haug
af nýjum lögum" að eigin sögn.
Áhrif á tónlist Lassie eru úr ýmsum áttum, allt frá
fönki yfir í sirkustónlist með danssveiflu. Styrmir segir
að mesta vinnan við tónlistarsköpunina sé að skapa
sérstakan heim sem er einstakur fyrir það sem þeir eru
að gera en markmiðið er að nálgast viðfangsefnið af
einlægni til að ná réttum hljóm úr öllum hrærigrautn-
um. Lassie spangólar í hljóðveri um þessar mundir og
verður væntanlega með tvö lög á safnplötu á næstunni.
I haust kemur síðan út fyrsti diskur sveitarinnar en í
vor og í sumar er nteiningin að koma fram sem víðast
til að kynna efni hans og hljómsveitina sem best.
En nafnið Lassie, hvaðan er það komið? >vÆtli það
harmóneri ekki við leitina að hinni gæskalausu skepnu
í sjálfum okkur,“ segja þeir að lokum. 0
Fánar spila sveitarokk aö hælti Brimklóar á
Feita dvergnum í kvöld.
Ólafur B. Ólafsson þenur nikkuna i stærri
salnum á Kringlukránni og Helgi trúbador raul-
ar í þeim litla.
Víkingabandið leikur á Fjörukránni. Það eru
þeir Helgi Hermanns, Hermann Ingi og Smári
sem skipa bandið.
Fógetinn skartar Haraldi Reynissyni sem er
trúbadúr. Hann gat út disk I vetur meö leik sín-
um og söng.
Tríó Jamm spilar jass á Sólon Islandus Einar
Sig. ásamt félögum.
L E I K H Ú S
fillir synir mínir á Stóra sviöi Þjóðleikhússins
kl. 20:00. Þeir sem ekki nenna í leikhús geta
keypt geisladiskinn.
Eva Luna sýnd kl. 20:00 á Stóra sviði Borgar-
leikhússins. Einhver sagöi að Magnús Jónsson
væri aö fara aö dúlla sér viö kvikmyndaleik og
Árni Pétur hlypi í skaröiö en þaö er varla selt
dýrara en þaö er keypt.
Blóðbrullaup Lorca á Smiðaverkstæöinu kl.
20:30 (Þjóðleikhúsinu. Þetta ætlar aö ganga
linnulaust.
Cabaret sýndur kl. 20:00 í Tjarnarbíói af söng-
smiðjudeild Söngsmiðjunnar. Valin atriði leikin
og sungin úr þessum fráþæra söngleik.
F U N P I R
Björg Þorleifsdóttir talar um Svef nrannsóknir
f föstudagsfyrirlestri Lfffræöistofnunar sem hefst
kl. 12:15. Björg vinnur að slíkum rannsóknum á
geðdeild Landspftalans og hefur því eflaust
margt um máliö að segja.
í Þ R Ó T T i R
Handbolti Urslitakeppnin heldur áfram. I kvöld
klukkan 20.30 tekur KA á móti Selfossi fyrir
norðan. Heimavellir beggja liða eru geysisterkir
og koma sjálfsagt tjl með aö skipta sköpum í
þessari viðureign. I Mosfellssveit mætir Aftur-
elding deildarmeisturum Hauka. Samkvæmt
statistik leikja þessara liöa (vetur á Afturelding
að klára þetta dæmi. Það er þó í meira lagi ótrú-
legt aö Haukar fari aö klikka á móti liöinu sem
varö í áttunda sæti deildarinnar og því síðast til
að ná úrslitasæti.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPIÐ 17.30 Þingsjá Endurtek-
inn þáttur. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Gull-
eyjan Stgiltævintýri 18.25 Úr ríki náttúrunnar
Náttúrullfsmynd um skjaldbökur 18.55 Frétta-
skeyti 19.00 Poppheimurinn Dóra Takefúsa
smellir sér i stellingar í einni alhallærislegustu
svidsmynd sem helur sést í íslensku sjónvarpl.
Þaö ættiað reka sviðsmyndahönnuðinn. 19.30
Vistaskipti Ótrúlega lílið íyndnir þættir sem voru
búnir til I kringum Lisu Bonet á sínum tíma og
áttu góðan þátt ístjörnuhrapi hennar. 20.00
Fréttir 20.35 Veður 20.40 Umskipti atvinnu-
lífsins Þeir geta ekki verið í lagi á innlendri dag-
skrárdeild að setja svona þætti á besta tlma á
föstudagskvöldum. 21.10 Ástarfjötrar Bonds
of Love Hugljúfmynd um samband greindar-
skerts ungmennis og ungrar konu með Kelly
McGillis og Trea! Williams / aðalhlutverkum.
22.45 Hinir Vammlausu 23.35 Drög aö upp-
risu Upptaka frá tónleikum Megasar í hátiðarsal
MH f fyrrahaust.
STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Myrkfæln-
ir draugar 17.50 Listaspegill 18.15 NBA tilþrif
19.1919.19 Það er óneitantega mikill léttir að
losna við Ingva Hratn úr tréttatlmanum, fúlir
brandararnir og rötlið um sólina í Florida á
nokkurra mánaða fresti var orðið all þreytandi.
20.15 Eirlkur 20.40 Saga McGregor fjölskyld-
unnar 22.05 Lögregluforinginn Jack Frost
7 Frost er að þessu sinni á hælunum á nauðg-
ara. 23.10 Hinir aðkomnu Alien Nation
Framtíðartryllir um samvinnu nýbúa utan úr
geim og jarðlegs lögreglumanns við að hafa
upp á morðóðum nýbúum. Fín hugmynd og hin
þokkalegasta mynd. 00.50 Blekktur Hood-
wi nked Einkaspæjari á eftirlaunum gengur í
endurnýjaða liídaga þegar hann er beðinn um
aðstoða við að leysa úr barnsránsmáli. 02.20
Stríðsfangar á f lótta A Case of Honour
Subbuleg hasarmynd um striðsfanga sem ttýja
úr víetnömskum tangabúðum eftir líu ára vist.
Ógrynni af Vietnömum og Rússum sallaðir nið-
ur, eins og þeim er mátulegt enda rakin illmenni
samkvæmt boðskap myndarinnar.
Laugardagur
P O P P
Rask keyrir á fullu fram eftir nóttu á Cafe Royal.
Suðræn stemning verður ríkjandi á Tveimur vin-
um og öörum f fríi og ætlar hiö suðræna
Sniglaband aö koma fram eftir langt hlé.
Svið er húsvísk pönkhljómsveit sem rifjar upp
þessa fornu sveiflu fyrir höfuðborgarbúa á
Hressó.
Lipstick Lovers spilar á Gauk á Stöng. Von-
andi mætir Bjarki meö uppáhaldsbókina sína og
les upp.
BAKGRUNNSTÓNUST
Spilaborgin leikur í Turnhúsinu.
Örkin hans Nóa siglir f gegnum rokksögunaá
Cafe Amsterdam (kvöld. —
Víkingabandið spilar á Fjörukránni svo eng-
um þarf að leiðast.
Ólafur B. Ólafsson þenur nikkuna f stærri
salnum í Kringlukránni og Helgi trúbador raul-
ar (þeim litla.
Fánar flagga öllu sínu besta á Feita dvergnum í
kvöld.
G a u k s
n
n
s t u
FIMMTUDAGUR 14,apríl FÖSTUDAGUR 15. apríl LAUGARDAGUR 16. apríl SUNNUDAGUR 17. apríl MÁNUDAGUR 18. apríl ÞRIÐJUDAGUR 19. april
SYNIR RASPÚTÍNS LIPSTICK LOVERS LIPSTICK LOVERS KK-BAND & Magnús Eiríksson KK-BAND & Magnús Eiríksson
u
MIDVIKUDAGUR 20. apríl
VINIR V0RS
OG BLÓMA
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994