Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 16
Arnar
Björnsson
Vinnustaður: Ríkisfjölmiðl-
arnir
íþróttafélag: Völsungur,
Húsavík.
Ferillinn: Arnar var bæði í
handbolta og fótbolta á sín-
um yngri árum Hann hætti
íþróttaiðkun á unglingsárun-
um og hefur frá því að mestu
verið við hliðarlínuna í hlut-
verki íþróttafréttamannsins.
Afrek: Það var í leik á gamla
Sanavellinum á Akureyri á
móti erkiandstæðingunum í
KA í fimmta flokki. Það var
hávaðarok og Arnar ætlaði að
senda boltann utan af kanti
fyrir markið en vissi ekki fyrr
en samherjar hans fóru að
fagna gríðarlega. Kári hafði
þá gengið í lið með Arnari og
Völsungi, gripið boltann og
sett hann efst í markvinkil KA.
Segir Arnar að þetta hafi ver-
ið hans Ijúfasta stund inn á
vellinum og hann muni aldrei
gleyma þessu marki.
Helsti frasi í lýsingum frá
kappleikjum:"Sjáið þið hvað
hann gerir þetta vel.“ Arnar
notar þessi orð sérstaklega
oft þegar hann lýsir leikjum
þar sem Eric Cantona kemur
við sögu.
Bandarískt orðtak segir að þeir sem geti ekki kenni. Woody Allen hélt áfram með
una og s<
j§ir sem geti ekki kennt gerist leikfimiskennarar.
sama hátt má sjálfsagt segja að þeir sem geti ekkert í íþróttum þjálfi. Og
enginn ræður sem þjálfara gerist íþróttafréttamenn. EINTAK leitaði til þrettán
íþróttafréttamanna og fékk
þei
eir sem
m í íþróttum.
Stétt íþróttafréttamanna fer
stöðugt vaxandi með auk-
inni umfjöllun íjölmiðla um
þetta vinsælasta áhugamál
þjóðarinnar. Almenningur
hefur haft mjög ákveðnar
skoðanir á íþróttafrétta-
mönnum allt frá því að
Ómar Ragnarsson tók við
hlutverki Sigurðs Sigurðs-
sonar hjá Sjónvarpinu en
margir héldu að verið væri
að grínast þegar tilkynnt var
að hann hlyti stöðuna.
Áhangendur ensku knatt-
spyrnunnar vita að Rauða
Ijónið er þar ómissandi við
stjórnvölinn þótt framburð-
ur hans á nöfnum liða og
leikmanna hafi þótt brosleg-
ur á köflum. Þegar ingólfur
Hannesson lýsir leikjum fá
þeir einhverra hluta vegna
yfír sig stemmningu kvenna-
knattspyrnu auk þess sem
þekking hans jafnast ekkert á
við máttarstólpa KR frá gull-
aldarárunum.
íþróttafréttamenn eru sein-
þreyttir á að gagnrýna
frammistöðu íþróttamanna
og það er kannski helsta
ástæða þess að fólkið í land-
inu gerir stundum jafn
strangar kröfur til fánabera
sinna og raun ber vitni.
Staðreyndin um íþrótta-
fréttamenn er sú að þeir hafa
fæstir náð umtalsverðum ár-
angri í íþróttum og flestir
helst úr lestinni áður en þeir
komust á fullorðinsár og al-
varan tók við. Bjarni Fel er
ein fárra undantekninga frá
reglunni en hann var sem
klettur í vörn KR og lands-
liðsins um árabil eða man
einhver eftir árangri hinna
inn á vellinum? Til að gæta
sanngirni í leik og komast
Adolf Ingi
Erlendsson
Vinnustaður: Ríkisfjölmiðlarnir
íþróttafélag: Er ekki félags-
bundinn, heldur með báðum
Akureyrarliðunum, vill ekki gera
upp á milli þeirra.
Ferillinn: Adolf hefur snert á
ýmsum íþróttagreinum um sína
daga. Hann dúllaði bæði í
handbolta og fótbolta og
engum togum, Bjarni hamraði
boltann í netið með höfðinu,
jafnaði leikinn og kom í veg fyrir
að lið hans félli úr bikarkeppn-
inni sem það síðar sigraði. Sag-
an segir að Bjarni hafi gætt
þess vandlega þegar hann fór í
sturtu að skola ekki á sér höf-
uðið því á enninu bar hann far
eftir skallann og jöfnunarmark-
ið.
Eftirminnilegt atvik: Þegar KR
tók fyrst íslenskra liða þátt í
Evrópukeppni í knattspyrnu.
KR fór til fósturlands fótboltans
og lék á Anfield gegn Liverpool
sem einnig var að þreyja frum-
raun sína í Evrópukeppni.
Bjarni segir að það hafi verið
nýstárleg reynsla fyrir KR-inga
að leika á flóðlýstum vellinum
frammi fyrir 45 þúsund áhorf-
endum.
Bömmer: Bjarni ætlaði að
forða marki í landsleik gegn
Þjóðverjum á Laugardalsvelli
en varð fyrir því að skjóta bolt-
anum í innanverða stöngina á
eigin marki en þaðan barst
hann í nefið á honum og endaði
fyrir innan marklínuna, þá hlógu
allir nema Bjarni. Hann sér þó
þá Ijósu hlið á þessu máli að
hann hafi örugglega verið eini
Islendingurinn til að skora fyrir
hinn fræga þýska þjálfara Sepp
Herberger og komist þar með
á blað með nokkrum þekktustu
knattspyrnumönnum sögunnar.
Helsti frasi: „Og þeim tekst að
bægja hættunni frá.“
Gefr
Magnússon
Vinnustaður: Stöð 2
íþróttafélag: Félagsskítur
Afrek: Fjórðu-deildar meistari
með Ármanni í knattspyrnu.
Lék þrjá leiki með meistara-
flokki Víkings í fyrstu deild í fót-
bolta og skoraði eitt mark með
skalla í tapleik á móti Fram.
Einkenni: Var í framlínunni því
það eina sem hann gat var að
hlaupa.
Guðión
Guomundsson
Vinnustaður: Stöð 2
íþróttafélag: Víkingur
Afrek: Skoraði eitt mark á ferli
sínum sem knattspyrnumaður í
B liði 3. flokks Víkings gegn
Þrótti. Spilaði handbolta með
Víkingi allt fram að meistara-
flokki er hann komst ekki leng-
ur í liðið og einbeitti sér þá að
þjálfun yngri flokka félagsins.
Guðjón var aðstoðarmaður
Bogdans landsliðsþjálfara í
fjölda ára og undir aðstoðar-
þjálfun hans sigruðu íslending-
ar Dani með níu marka mun í
heimsmeistarkeppninni í hand-
bolta 1986.
hjá palladómum gaf EINTAK
íþróttafréttamönnum tæki-
færi til að greina stuttlega frá
forleikjum sínum í frétta-
mannastörfm.
stundaði ísknattleik og júdó um
tíma. En eina íþróttin sem hann
hefur alla tíð haldið tryggð við
er skíðamennskan. Þegar Adolf
var í Menntaskólanum á Akur-
eyri var hann í sterku blakliði
skólans og náði þeim áfanga
að verða framhaldsskólameist-
ari í blaki.
Afrek: Adolf er tvöfaldur norð-
urlandsmeistari í freestyledans
og telur það til sinna stærstu
afreka á vettvangi íþrótta. Ann-
að afrek sem hann nefnir til
sögunnar er annað sætið í old
boys flokki á innanfélagsmóti
skíðadeildar Fram í fyrra.
Bömmer: Sárasta tapið var
þegar Adolf beið lægri hlut fyrir
nýfermdri dóttur sinni í svigi.
Bjarni
Felixson
Vinnustaður: Ríkisfjölmiðlarnir
íþróttafélag: KR
Ferillinn: Bjarni hóf feril sinn í
handbolta og frjálsum en sneri
sér síðar alfarið að knattspyrn-
unni. Það leikur enginn vafi á
því að Bjarni ber höfuð og
herðar yfir aðra íþróttafrétta-
menn þegar kemur að íþrótta-
afrekum. Hann var vinstri bak-
vörður í liði KR frá 1956 til
1968. Bjarni varð fimm sinnum
ísland,smeistari og sjö sinnum
bikarmeistari á þessu tímabili.
Hann lék sex landsleiki fyrir ís-
land sem voru allir þeir leikir
sem voru leiknir í þrjú eða fjög-
ur ár, þá voru landsleikir mun
fátíðari en þeir eru núna. Bjarni
skoraði eitt fyrir KR á ferli sín-
um. Það var í leik í bikarkeppn-
inni á Melavellinum gegn Fram
sem hann brá sér úr vörninni á
lokamínútu leiksins þegar KR
átti hornspyrnu og það skipti
16
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994