Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 20
Bertha María Waagfjörð er sú íslenska iýrirsseta sem helur verið mest í sviðsljósinu síðustu ár.
Hún hefur setið tyrir hjá frægustu Ijósmyndurum háms og þegar hún birtist fáklædd á myndum í Playboy
vakti það þjóðarathygli. í maíhefti bandariska tímaritsins Details er hún nelhd sem ein af sjö ungum og
efriilegum leikkonum í Hollywood. Jón Kaldal spjallaði við Berthu og spurði hana hvað væri á seyði.
Það var ekki laust við að maður
yrði undrandi að sjá þig í grein um
sjö ungar leikkonur á uppleið í
Hollywood.“
„Ég varð sjálf undrandi þegar var
haft samband við mig og ég beðin
um að vera með í þessum mynda-
þætti um efhilegar leikkonur og
hélt að það væri verið að gera grín
að mér, enda er ég engin leikkona.
En þeir hjá Details höfðu frétt af því
að ég hafði verið í litlu hlutverki í
bíómynd og þeim var full alvara.
Þessi grein þarf nú ekkert að hafa
neina sérstaka þýðingu eða skipta
einhverju miklu máli upp á frekari
möguleika hjá mér. Þetta er fyrst og
fremst skemmtilegt og kannski
kemur eitthvað sniðugt út úr þessu,
maður veit aldrei.“
En hvernig kom það til að þúfórst
að leika í bíómynd?
„Það er mjög algengt að kvik-
myndafyrirtækin hafi samband við
módelskrifstofurnar og biðji þær
um að senda stelpur í viðtöl fyrir
bíómyndir. Þannig var það í þessu
tilfelli, það var hringt í Elite sem er
umboðskrifstofan mín, og beðið
um stelpur á „casting" fyrir þessa
mynd. Eg var beðin um að fara og
ég sló til, fór í viðtalið og fékk hlut-
verkið."
Um hvað er myndin?
„Hún heitir The Attack of the 50
Foot Woman og er endurgerð af
gamalli mynd. Þetta er svona gam-
aldags „scifi“ B-mynd, og á akkúrat
að vera þannig. f stuttu máli er hún
um konu sem er í slæmu hjóna-
bandi. Þegar hún er einu sinni að
keyra hágrátandi um eyðimörkina,
eftir að maðurinn hennar hefúr
haldið fram hjá henni, sér hún
geimskip. Það trúir henni auðvitað
enginn og hún er send til sálfræð-
ings. En síðan gerist það að hún er
numin af brott af geimfarinu og
maðurinn hennar verður vitni að
því. Og þarna er komið að mínu
hlutverki því ég og önnur stelpa
leikum einmitt geimverurnar sem
taka hana. Eftir að henni er skilað
til jarðarinnar fer hún síðan að
BERTHA í kaffi á Prikinu í vikunni.
„Ég veit ekki hvort ég hafi nógu mikinn sjálfsaga, eða hafi hreinlega nógu mikinn áhuga
til að hella mér út í þetta af fullum krafti."
stækka og stækka og verður á end-
anum fimmtíu metrar á hæð. Fjöl-
skyldan veit ekkert hvað á að gera
við hana en byrjar á að setja hana
inn í hlöðuna við sveitabæinn sem
þau búa á. Hún er náttúrlega ekki
ánægð með það, ákveður að nýta
sér stærðina og fara og drepa kon-
una sem maðurinn hennar hafði
haldið við og þrammar léttklædd
og sexí af stað í bæinn. Það er Dar-
yl Hannah sem teikur konuna og
Daniel Baldwin, einn af Baldwin-
bræðrunum, leikur manninn
hennar.“
Þetta er svona King Kong á undir-
fötum?
„Já, einmitt, og eins og í gömlu
skrímslamyndunum er fullt af
hlaupandi fólki sem er skelfingu
lostið yfir óvættinum. Þessar gömlu
myndir voru gerðar í fúlustu atvöru
en þessi mynd tekur sig aftur á móti
aldrei alvarlega, sviðsmyndirnar
eru til dæmis þannig að það sést að
þetta eru sviðsmyndir.“
Hvemig var að vera allt í einufar-
in að leika í bíómynd?
„Hlutverkið mitt er nú ekki stórt,
þetta eru bara tvær senur sem ég er
í, en þetta var mjög skemmtilegt.
Ég og hin stelpan, sem líka er fyrir-
sæta, vorum klæddar upp í níð-
þrönga silfurlitaða samfestinga
með oddhvössum brjóstapúðum,
það voru settar á okkur risastórar
túberaðar hárkollur og augabrún-
irnar teygðar upp á enni. Svo vor-
um við látnar vera á mjög þykk-
botna skóm þannig að þegar ég var
komin í allan búninginn var ég
orðin vel yfir tvo metra á hæð.
Stemmningin í þessari vinnu var
allt öðruvísi en ég er vön úr fyrir-
sætuvinnunni. Þar er það yfirleitt
frekar lítill hópur sem vinnur sam-
an og það er alltaf verið að leitast
við að fanga augnablikið. Þegar
senurnar fyrir myndirnar voru
teknar upp vorum við þrjár fyrir
framan kvikmyndavélarnar en fyrir
aftan þær voru áttatíu manns sem
allir voru líka að vinna við mynd-
ina. Og það var dálítið skrýtið að
allt þetta fólk væri að bíða eftir því
að við þrjár kláruðum okkar verk.“
Hefur þú verið að vinna eitthvað
meira við bíómyndir?
„Ég hef verið beðin um að koma
á nokkur „casting“ og farið á sum
en önnur ekki. Þó að oft séu miklir
peningar í boði hefúr maður það
mikla sjálfsvirðingu að sumt vill
maður ekki gera. Ég var til dæmis
beðin um að koma í viðtal fyrir
myndina Blue Chips, sem er körfu-
boltamynd með Nick Nolte og
Shaquille O’Neal í aðalhlutverk-
um, þá var verið að leita að stelpu
til að vera á bikini í einhverri
strandsenu, það fannst mér ekki
beinlínis spennandi og sleppti því
að fara. Annars held ég að Tóti litli
bróðir sé nú að gera stærri hluti en
ég í kvikmyndunum. Hann er í
nokkuð stóru hlutverki í víkinga-
myndinni sem Michael Chapman
er að gera. Það fyndna er að það var
ég sem benti á hann. Ég var boðuð
á „casting“ fyrir myndina úti, þeir
vissu ekkert að ég væri íslendingur
og urðu mjög undrandi þegar ég
sagði þeim það og sögðu að þá
vantaði ungan íslenskan strák til að
leika í myndinni og spurðu hvort
ég þekkti ekki einhvern. Ég sagði
þeim að tala við bróður minn sem
er tæplega tveir metrar á hæð og
með rautt hár, sem sagt mjög vík-
ingalegur. Þeir gerðu það og leist
svo vel á hann að hann fékk hlut-
verkið.“
Þurfa leikarar sem eru að koma
sér á framfœri ekki að vera til í að
taka ýmislegt að sér? I Detailsgrein-
inni segir ein leikkonan eitthvað á
20
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994