Eintak

Tölublað

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 9
Edda Sverrisdóttir kvikmyndagerðarmaður hefur unnið mál sem hún höfðaði gegn Magnúsi Guðmundssyni vegna höfundarréttar á mynd þeirra, Lífsbjörg í Norðurhöfum „Ég er glaðasta manneskjan í öll- um heiminum. 11. apríl var stór dagur í lífí mínu,“ segir Edda Sverrisdóttir kvikmyndagerðar- maður, en þann dag vann hún mál sem hún höfðaði gegn Magnúsi Guðmundssyni vegna samstarfs þeirra við kvikmyndina Survival in the High North eða Lífsbjörg í norðurhöfum eins og hún heitir á íslensku. Var honum gert skylt að greiða Eddu 1.408.898 krónur með dráttarvöxtum. Höfundarrétturinn viðurkenndur „Það mikilvægasta í dómnum er þar sem segir: „Verður að líta svo á, er skoðaður er málflutningur aðila og skýrslur vitna fyrir dómi, að stefnanda hafi tekist að sanna að hún eigi höfundarrétt að myndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum“,“ segir Edda. „Aðalkrafan var sú að fá viður- kenndan höfundarrétt minn á kvikmyndinni og að Magnús hafi brotið gegn honum þegar hann breytti myndinni án samráðs við mig. Hann sagðist hafa gert það vegna dóms sem hann hlaut í Oslo byrett í málaferlum Greenpeace gegn honum. Ég gat aftur á móti ekki séð að þess væri krafist í þeim dómi. Hann hefúr bara verið að reyna að redda sjálfúm sér fyrir horn.“ Breytingarnar í myndinni voru gerðar vegna atriðis þar sem menn eru sýndir draga dauðan selkóp á eftir sér og fylgir urta hræinu eftir. „Magnús bætti við forljótri tölvugrafík til að útskýra stöðu myndavélarinnar í því skyni að sýna fram á að atriðið væri sviðsett. Hann hefði heldur átt að gera stutta útskýringu aftan við myndina í stað þess að eyðileggja verkið á þennan hátt fyrst hann vildi afsaka sig á annað borð.“ Ætíuðu að skipta öllum hagnaði Vinátta Eddu og Magnúsar hófst í 10 ára bekk í barnaskóla og var enn við lýði þegar Edda kom heim úr námi í kvikmyndagerð í Banda- ríkjunum. Þá var hann fréttaritari fýrir Ritzau hér á landi. Þau ákváðu að hefja samstarf og byrjuðu á að gera myndina Bjórsögu. Hún fjall- aði um bjórlöggjöfma, bjórlíkið og annað sem tengist bjór hér á landi. „Ég veit ekki hvar eða hvort hún var nokkurn tímann sýnd. Magnús átti að sjá dreifinguna,“ segir Edda. „Svo var ráðist í að gera Lífsbjörg í norðurhöfum. Við höfðum bæði gert okkur grein fýrir því að áróð- urinn gegn hvalveiðum var notað- ur í fjáröflunarskyni fýrir Green- peace og voru samtökin farin að hóta að snúa sér að fiskveiðum næst. Við sáum að þetta var gott efni í mynd og krafðist ég þess að við gerðum heimildamynd í stað hálftíma fféttaþáttar eins og Magn- ús hafði í huga. Ég tók að mér kvikmyndagerðina en Magnús handritagerð og fram- kvæmdastjórn. Við ætluðum að skipta öllum hagnaði af myndinni til helminga eftir að kostnaður hefði verið greiddur. Ég veit ekki hvað myndin var dýr í heild því Magnús hefúr aldrei vilj- að gefa mér upplýsingar um fjárhag myndarinnar. Margir vina minna unnu við myndina án greiðslu og annað var fengið upp á krít. Svo voru tekin peningalán. Þegar Lífsbjörg í norðurhöfum var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu var ég titluð leikstjóri á kreditlist- anum sem var satt og rétt. En þegar kom að endursýningu gerði ég mér grein fýrir að Magnús var að reyna að rýra hlut minn í myndinni. Hann var allt í einu titlaður leik- stjóri ásamt mér og Elín Þóra Friðfinnsdóttir var titluð aðstoð- arklippari. Hún hafði vissulega starfað við myndina en ekki við klippingar. Þær hafði ég séð alfarið um. Eins og kvikmyndagerðarfólk veit verða heimildamyndir til við klippiborðið." Reyndi að komast að samkomulagi Magnús sagði fýrir dómi að Edda hefði verið ráðin sem tæknilegur samstarfsmaður, ekki leikstjóri, enda sé ekki um að ræða leikstjórn í heimildamynd af þessu tagi. Edda segir aftur á móti að alltaf séu not- aðir leikstjórar í kvikmyndum og gildi þá einu hvers konar myndir það eru. „Að lokinni frumsýningu tók ég eftir því að Magnús nafngreindi mig í fjölmiðlum, svo var hann far- inn að segja „við“ og að lokum að- eins „ég“. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að hann ætlaði ekki að leyfa mér að njóta góðs af myndinni sem ég hafði lagt hart að mér við að gera ásamt honum og peningar, athygli og tækifæri hefðu verið tekin frá mér, leið mér verulega illa. Á tíma- bili átti ég erfitt með að vera úti á meðal fólks. Þetta var þungt högg en allt mótlæti herðir mann. Það hvarflaði ekki að mér að láta kyrrt liggja og láta einhvern karl hirða af mér það sem mér bar. Það er ömurlegt að horfa á annan gera hugverk mitt að sínu. Eg reyndi að komast að sam- komulagi við Magnús en það tókst ekki. Honum fannst hann hafa gert myndina einn. Mér fannst mjög leiðinlegt að þurfa að ganga í gegn- um dómskerfið. Það tók alls tvö ár að fá dóminn felldan.“ í dómnum segir að Edda hafi tekið þá ákvörðun að krefjast launa fyrir vinnu við myndina eins og hver annar starfsmaður, en falla frá kröfú um hlutdeild í hagnaði. Þá var Magnús farinn að selja og dreifa myndinni á vegum einkafyrirtækis- ins Mega-film og kynnti verkið í heild sem höfundarverk sitt. Magn- ús sagði fyrir dómi að Edda eigi engan höftmdarrétt að myndinni og ekki bar þeim heldur saman um þann tímafjölda sem hún hafði unnið við hana og þar af leiðandi það fé sem hún átti inni. Edda fær ekki allt sem hún fór fram á í dómnum og meðal annars var launakröfúm hennar frá i985-’86 og 1988 hafúað. Þær þóttu of gaml- ar. í dómi segir að ekki hafi skýrlega verið gengið frá samningum aðila um gerð myndarinnar „og má raunar telja líklegt að hugmyndir aðila um það hafi verið óljósar. Hins vegar hefur með gögnum málsins verið sýnt fram á að stefn- andi átti ekki að koma að verkinu sem venjulegur launþegi“. Ekki þótti ástæða til að borga Eddu miskabætur vegna breyting- anna á kreditlistanum en 100.000 krónur voru henni dæmdar vegna breytinga á sjálfri kvikmyndinni. Ekki brtur út í Magnús Hvað fmnst þér þú hafa lært af samskiptum þínum við Magnús? „1 fyrsta lagi lærði ég það að jafú- vel vinir geta svikið mann og í öðru lagi að gera sem minnst nema í samráði við lögmann. Ég naut að- stoðar Valborgar Snævarr lög- fræðings í málinu gegn Magnúsi. Hún stóð við hlið mér eins og klett- ur. Ef ekki er gerður niðurnjörvað- ur samningur freistast fólk fljótlega til að gera það sem flestum fýndist siðferðislega rangt,“ segir Edda. Heldurðu að Magnús hafi notað féð sem hann fékk fyrir sölu á Survi- val in the High North til að gera kvikmyndina Reclaiming Paradise sem Ríkissjótivarpið sýndi fyrir nokkrum árum? „Ég veit það ekki,“ svarar Edda. „Það kostar heilmikið að gera kvik- mynd en hann fékk náttúrlega líka styrk frá Kvikmyndasjóði til að gera þá mynd.“ Ertu hœtt öllum kvikmyndastörf- um? „Nei, alls ekki og ég er í stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna. Ég ákvað aftur á móti að halda mig frá kvikmyndagerð meðan ég stæði í þessum málaferlum en nú er ég til- búin í slaginn á nýjan leik. Eg er með hugmyndir sem mig langar að koma á framfæri. Helsta áhugasvið mitt er gerð heimildamynda," segir Edda. Hvernig brygðistu við ef Magnús falaðist eftir samstarfi við þig aftur? „Það færi eftir því hvernig mynd væri um að ræða og hvernig Magn- ús færi að því að biðja mig um það. Mannleg samskipti eru nefnilega mikill vandi. Hefði Magnús verið heiðarlegur ynnum við eflaust sam- an enn þann dag í dag. Það urðu sjaldan árekstrar á milli okkar þeg- ar við störfuðum saman. Ég er ekki bitur út í Magnús. Það er langt síðan ég fýrirgaf honum í hjarta mínu. Mér finnst bara mjög leiðinlegt hans vegna að hann skuli ekki geta verið vinur vina sinna. Svo er ekki ólíklegt að hann áffýi dómnum," segir Edda. © Stofnfundur Átthagafélags Blesugrófar verður haldin á róluvellinum í Blesugróf laugardaginn 16. apríl kl. 14. Að sögn Eiríks Magnússonar var grein um borgarhverfi Reykjavíkur í eintaki helsti hvatinn að stofnun félagsins. Undirbúningsnefnd fyrir stofnun þess fór í vettvangskönn- un í gamla hverfið sitt í vikunni og kom þá upp meiriháttar nostalgía í hópnum. Margt reyndist óbreytt og var skítalækurínn gruggugur sem fyrr. Markmið Átthagafélags Blesugrófar er að standa að sam- komu í stóru tjaldi sem verður reist í hverfinu 11. júní og þar verður meðal annars endurvakin hljómsveit sem starfaði í Blesu- gróf fyrir 30 árum. Sætaferðir verða með gamla skólabílnum frá Austurbaejarskólanum... Mikill samdráttur hefur ver- ið á undanfömum misser- um hjá íslenskum kvik- myndagerðarmönnum. Margir „frilanserar" eru hættir og famir að snúa sér að öðru en gömlu risamir Nýja bíó, Saga film, Plús film og Verksmiðjan lafa ennþá. Mikið er um undirboð í auglýsinga- og þáttagerð og sagt er að tekjumar dugi vart fyrir kostnaði. Eina sem vinnst með að starfa áfram við þessar kringumstæður er að fyrir- tækin verða skuldseigari, en búast má við að til tíðinda dragi með sumrinu... band sé að hætta. Þetta mun vera al- gjörlega úr lausu lofti gripið því þeir félagar eru langt í frá í þeim hug- leiðingum að taka sér frí. Reyndar eru KK og félagar að halda upp í mikla yfirferð um landið og mun túrinn hefjast með tónleikum á veitingastaðnum Langasandi á Akranesi næsta laugardag... Edda Sverrisdóttir „Hefði Magnús verið heið- arlegur ynnum við eflaust saman enn þann dag í dag. “ Súsaga hefur gengið fjöllum hærra undanfamar vikur að KK- FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.