Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 12
EINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Auglýsingastjóri: Örn (sleifsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander,
Einar Örn Benediktsson, Friðrik indriðason, Gerður Kristný,
Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson,
Hjálmar Sveinsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson,
Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson,
Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson,
Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson.
Setning og umbrot: Nokkrir (slendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Á framfœrslu
almennings
1 EINTAKI í dag er tekið eitt dæmi af framfærsluskyldu almenn-
ings gagnvart félögum í stjórnmálaflokkum. Þar segir frá að Inga
Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur hafi fengið 2,4 milljónir
fyrir að veita Markúsi Erni Antonssyni, þáverandi borgarstjóra,
ráðgjöf um hugsanlega einkavæðingu borgarfyrirtækja. Þegar
spurst var fyrir um í hverju þessi ráðgjöf var fólgin og hvað lægi
eftir störf Ingu Jónu gat borgarstjóri ekki svarað með öðrum
hætti en að setjast niður og skrifa í snatri skýrslu um hvað þeim
Ingu Jónu fór á milli. Ef enginn hefði spurst fyrir hefði ekki ver-
ið tangur né tetur eftir af þessari ráðgjöf hjá borginni. Markús
hefði hins vegar hugsanlega getað nýtt sér hana í starfi hjá kynn-
ingarfyrirtæki Jóhanns Briem.
En þetta dæmi er ekki það eina af því þegar stjórnmálaflokk-
arnir nota sjóði almennings til að brúa bilið hjá félögum sínum
þegar þeir eru á milli starfa eða hafa til einskis starfs að hverfa.
Þegar flokkarnir þurfa að rýma sæti í forystusveit sinni, senda
þeir úr sér gengna stjórnmálamenn í ríkisbankana eða aðrar rík-
isstofnanir. Þrátt fyrir að ástand ríkisbanka og -stofnana hrópi
síður en svo á vígamóða stjórnmálamenn heldur kraftmikla for-
stöðumenn sem gætu fært starfsemi þeirra til betri vegar.
Minni spámenn í flokkunum fá deildarstjórastörf hjá hinu op-
inbera ef þeir falla út af þingi eða eru í öðrum atvinnuvandræð-
um. Eða þá að þeim eru falin sérstök verkefni. Sem oftast eru
ekki sérstök að öðru leyti en því að launagreiðandinn — sjóðir
almennings — krefjast ekki vinnuframlags. Ef þessir minni spá-
menn leggja eitthvað fram þá er það yfirleitt í þágu flokksins en
ekki almennings.
Minnstu bræðurnir og systurnar í flokkunum sem eru að
vinna sig upp geta síðan reitt sig á að fá vinnu sem aðstoðar-
menn ráðherra. Þeir eru þá ýmist kallaðir aðstoðarmenn, upp-
lýsingarfulltrúar eða einhvers konar ráðunautar.
Ef fólkið í stjórnmálaflokkunum er síðan ekki í neinum sér-
stökum vandræðum heldur vantar bara örlítinn pening þá getur
það vænst þess að fá sæti í nefnd eða ráði á vegum hins opinbera.
Þannig sitja félagar í stjórnmálaflokkum út um allt í borgar- og
ríkiskerfinu, í sætum sem betur væru komin undir þeim sem
hefðu menntun, hæfileika og vilja til að sinna þessum störfum
en litu ekki annað hvort á þau sem biðstofu eftir pólitískum
frama eða verðlaun fýrir vel unnin störf í þágu síns flokks.
Með nýjum stjórnsýslulögum, sem tóku gildi um áramót, er
von til þess að þetta ástand lagist með árunum. Sumir ráðherrar
höfðu reyndar varann á og skutu sínu fólki í góðar stöður nokkr-
um klukkustundum áður en lögin tóku gildi. En smátt og smátt
mun þetta fólk týnast út úr ríkis- og borgarkerfinu og rýma fyrir
fólki sem er líklegra til að reka stofnanir þeirra að meira viti. Það
er hægt að gera sér vonir um að sú breyting verði til að bæta
þjónustu hins opinbera gagnvart þeim sem hún er ætluð, al-
menningi, þótt stjórnmálaflokkarnir geti ekki nýtt sér hana í
sama mæli og áður.
En hvað verður þá um allt fólkið sem hefur treyst á að stjórn-
málaflokkarnir þess tryggi því framfærslu? Ef til vill getur það
fengið vinnu beint hjá stjórnmálaflokkunum, sem hækkuðu ný-
verið stórkostlega framlag til sín úr ríkissjóði — svokallaða sér-
fræðiaðstoð og útgáfustyrki — og gaf auk þess fyrirtækjum
skattfríðindi fýrir að styrkja sig.
Þrátt fyrir að almenningur hafi losnað við félaga úr stjórn-
málaflokkum úr mikilvægum stöðum í ríkis- og borgarkerfi er
því ekki þar með sagt að hann hafi losnað við að greiða fyrir
framfærslu þessa fólks.
Ritstjórn og skrifstofur
Vatnsstig 4,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
LETTVIC/T
o
8
•D
2
O
<
S
2
O
hOn seqir
HANN SEQIR
Hver á að
forgangsraða?
Það varð talsvert fjaðrafok á Al-
þingi Islendinga þegar þingmönn-
um barst í hendur skoðanakönn-
un um forgangsröðun í heilbrigð-
iskerfinu. Flestir þingmenn þögðu
þunnu hljóði, en aðrir brugðust
hinir verstu við og sögðu málið
ekki til umræðu. Aðeins fimm
þeirra svöruðu hins vegar könn-
uninni og eru því ekki taldir með í
niðurstöðunum. Nú má eflaust
gagnrýna margt í könnuninni, en
ég kýs að líta svo á að hún veki
upp spurningar sem íjárveitinga-
og framkvæmdavaldið verður að
svara. Að undanförnu hefur tíðk-
ast að skera niður án þess að skil-
greina nægjanlega vel hvar skera
eigi og hverja.
Það er algerlega óþolandi að
skammta heilbrigðiskerfmu svo
naumt fé að nauðsyn sé á því að
forgangsraða, án þess að for-
gangsraða í leiðinni. Vandamál
heilbrigðisstéttanna á ekki að vera
það að velja þá sem á að hjálpa.
Slíkt stríðir beinlínis gegn eðli
starfa þeirra og þeim eiðum sem
þær gangast undir. Forgangsröð-
in, ef einhver á að vera verður að
koma frá stjórnvöldum. Annað er
fullkomlega óábyrgt.
Könnunin sjálf er í hæsta máta
ófullkomin, enda sennilegast
fremur hugsuð til að vekja athygli
á vandanum sem niðurskurður í
heilbrigðiskerfmu skapar, heldur
en að fá skýra niðurstöðu um vilja
almennings og sérfræðinga tii þess
að forgangsraða á þennan hátt yf-
irleitt. Þátttakendur í könnuninni
voru fengnir til að forgangsraða
tólf kostnaðarsömum læknisað-
gerðum og setja sig þannig í spor
heilbrigðismálaráðherra. Nú verð-
ur að segjast eins og er að þetta er
ekki fyllilega raunhæft, einfaldlega
vegna þess að heilbrigðisráðherra
og ríkisstjórn hafa mun fleiri
kosti. Ég hef sagt áður á öðrum
vettvangi að ég vilji ekki standa
vörð um heilbrigðiskerfið eins og
það er, ég er sannfærð um að það
er meingallað, einkum spítalakerf-
ið, og þarfnist gagngerrar endur-
skoðunar. Mætti til dæmis kanna
hvort sjúklingar séu sendir í of
margar of dýrar rannsóknir. Einn-
ig þyrfti að endurskoða launakerfi
Iækna og tryggja að sumir þeirra
sinni ekki fleiri störfum en mann-
legur máttur ræður með góðu
Mannslíf
metin tilfjár
móti við.
Landlæknir
mætti að
ósekju láta gera
aðra könnun
þar sem al-
menningur
fengi að for-
gangsraða í
heilbrigðis-
kerfinu með
því að segja álit
sitt á því hvort
eðlilegt sé að
nokkrir Iæknar
fái hundruðir
þúsunda frá
ríkinu í eink- *
apraxis sem sumir aukinheldur
stinga undan skatti, meðan aðrir
nái ekki meðallaunum í landinu.
Læknamafían á líka sök á ástand-
inu með því að skirrast við að taka
til í eigin ranni.
Það er athyglisvert hve almenn-
ingur virðist ginkeyptur fyrir rán-
dýrum hátækniaðgerðum
kannski af því að þær eru ofar
okkar skilningi eða vegna land-
lægrar tæknidýrkunar - við þeim
má ekki hrófla. Það sem telja má
jákvætt við niðurstöðu þessarar
könnunar sem vissulega má taka
með fyrirvara, er að almenningur
virðist hafa góðan skilning á fyrir-
byggjandi aðgerðum í heilbrigðis-
málum. Það eru líka þær aðgerðir
sem skila þjóðarbúinu mestu þeg-
ar fram líða stundir. ©
Forgangsröð í
heilbrigðiskerfinu
Menn segja
stundum sem
svo að manns-
líf verði ekki
metin til fjár.
Þrátt fyrir fagra
hljóman orð-
anna er þetta
nú ekki svo,
því við verðum
að meta
mannslíf til
fjár, að
minnsta kosti
þegar heil-
brigðiskerfið er
annars vegar.
* Hér á landi er
rekið opinbert heilbrigðiskerfi en
þó svo 90% þjóðartekna rynnu til
þess er samt sem áður hætt við að
ekki fengju allir allra bestu þjón-
ustu, sem völ væri á. Dásamlegar
framfarir í læknavísindum eru
nefnilega ekki allar ódýrar eða
auðveldar í framkvæmd og síðan
má vitaskuld minna á hið forn-
kveðna, að eitt sinn skal hver deyja
og vonlaust er að reyna að treina
líf hvers og eins til eilífðarnóns.
Vegna þess að við höfum úr
takmörkuðu fjármagni að ráða
þarf að setja sjúklinga í forgangs-
röð. Slík röðun hefur vitaskuld
alltaf tíðkast með einhverjum
hætti, en það er hins vegar fremur
skammt síðan menn gengu til
verksins með skipulegum hætti.
Þessi umræða er nú fyrst að kom-
ast í hámæli hér á landi og sýnist
sitt hverjum. Sumir telja að ódýrt
en víðtækt forvarnarstarf nýti fiár-
munina betur en hetjuskurðlækn-
ingar á sjúklingum, sem skammt
eigi eftir hvort eð er. Aðrir telja
sjúklinga í lífshættu ávallt eiga að
komast fremst í röðina, hvers eðlis
sem sjúkdómur þeirra eða bata-
horfur eru. Nýleg könnun á veg-
um landlæknis bendir til þess að
langt sé í land til almenns sam-
komulags í þessum efnum.
En við hvað á að miða? Ég tel
einsýnt að forgangsröðun af þessu
tagi verði að haldast í hendur við
sparnað og aðhald í heilbrigðis-
kerfinu og þá er eðlilegast að miða
við eðli sjúkdómanna. Ótrúlegur
hluti lyfjakostnaðar hérlendis
rennur til niðurgreiðslna á maga-
lyfjum, en flesta magasjúkdóma
má rekja til breytni sjúklinganna.
Með réttu mataræði er hægt að
koma í veg fyrir eða halda aftur af
þeim í miklum mæli. Með öðrum
orðum eru flestir magakvillar
sjálfskaparvíti. Hið sama má segja
um fjölda sjúkdóma — margra
mjög alvarlegra — sem talið er að
rekja megi til tóbaksreykinga. Eiga
þeir skattgreiðendur, sem lifa
heilsusamlegu líferni, að niður-
greiða óhollustu hinna?
Annað er að fjöldi verkefna
heilbrigðiskerfisins telst engan
veginn til lækninga. I fyrrnefndri
könnun landlæknisembættisins
kom fram að menn töldu að gervi-
frjóvganir ættu tæpast að vera nið-
urgreiddar af hinu opinbera. En
hvað með fóstureyðingar? Burtséð
frá því hvort þær eigi að vera
heimilar eða ekki hljóta allir að
vera sammála um að þungun get-
ur ekki með nokkrum rökum tal-
ist til sjúkdóma. Af því leiðir að
það er ekki verjandi að skattgreið-
endur beri kostnað af þeim.
Ég tel einsýnt að forgangsröðun
í heilbrigðiskerfinu miðist einung-
is við lækningar sjúkdóma og að
neðst í röðina fari sjúkdómar, sem
rekja má til lifnaðarhátta sjúk-
lingsins. Það er ekki þar með sagt
að ég vilji meina þeim sjúklingum
að leita lækninga, en þeir verða þá
að bera aukinn (eða allan) kostn-
að af þeim. I framhaldi af því er
hægt að taka upp forgangsröðun
miðað við batahorfur, lífslíkur og
kostna. 0
12
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994