Eintak

Árgangur
Tölublað

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 14.04.1994, Blaðsíða 17
eða ekki einu sinni nothæfirsem hanklæðaverðir Valtýr Björn Valtysson Vinnustaður: Stöð 2 íþróttafélag: Austri, Eskifirði og Fram Afrek: Var í sigurliði Austra sem sigraði Hött frá Egilsstöð- um 26-0 í 5. flokki karla. Byrj- aði að spila með Fram í 4. flokki en árgangurinn var svo lélegur að þeir unnu engin mót að sögn Valtýs. Hann segist samt hafa skorað óteljandi mörk á ferli sínum. Fyrsti kappleikurinn: Valtýr kom inn sem varamaður þegar hann var 9 ára á móti Þrótti Neskaupstað en allt kom fyrir ekki. Austri tapaði 14-0. Það tók föður hans heitinn,. sýslu- manninn. marga daga að stappa í hann stálinu að nýju. Þráhyggja: Valtýr er mikill íþróttafíkill þrátt fyrir að hann hafi aldrei náð umtalsverðum árangri á iþróttasviðinu. Auk knattspyrnu hefur hann reynt fyrir sér í handbolta, körfu- bolta. sundi. badminton og borðtennis. Hann er ennþá að reyna að ná upp í körfuna en varð að hætta keppni í knatt- spyrnu vegna þess að hann var orðin hálfgerður dópisti af öllum verkjalyfjunum sem hann úðaði í sig eftir þrálát meiðsli í vinstra hné. Mesta niðurlægingin: Gaupi þurfti að horfa upp á knatt- spymugoð sín í meistaraflokki Víkings tapa með ellefu mörk- um gegn einu fyrir KR á Mela- vellinum þegar hann var strák- ur. Sonur Guðjóns er Valsari. Brottvísun: Guðjón var rekinn af leikvelli eftir að hafa sparkað í afturenda eins andstæðinga sinna í knattspyrnu. Þegar dómarinn ætlaði að veita hon- um tiltal tók Gaupi, sem var nokkuð drjúgur á velli og með nesti í leikinn, kexköku úr vas- anum og sagði dómaranum að troða henni... Guðmundur Hilmarsson Vinnustaður: DV íþróttafélag: FH Afrek: Leikmaður og fyrirliði FH í meistaraflokki í fjögur ár og lék 300 leiki með félaginu. Hon- um tókst aðeins tíu sinnum að koma knettinum í mark and- stæðinganna þar af sjö sinnum úr vítaspyrnum. Liðið náði öðru sætinu í bikarnum í eitt skipti með Guðmund innan sinna raða en tap fyrir Fylki, sem féll í aðra deild, varð til þess að FH sá að baki íslandsmeistaratitlin- um 1989. Sjálfsmörk: Guðmundur gerði tvö þýðingarmikil sjálfsmörk á ferli sínum með meistaraflokki. Annað tryggði norðanmönnum sigur í leik á Akureyri sem fór 2- 1 og hitt sjálfsmarkið skoraði Guðmundur með skalla á móti Dundee United í Skotlandi en þetta var í fyrsta sinn sem FH komst í Evrópukeppni. Guð- mundur jafnaði leikinn fyrir Dundee sem fór 2-2. Ingólfur Hannesson Vinnustaður: Ríkisfjölmiðlarnir íþróttafélag: Alinn upp í KR en lék síðar með Einherja og Skallagrími. Ferill: Hefur keppt í fótbolta, handbolta og frjálsum íþróttum og auk þess þjálfað í öllum þessum greinum. Er menntaður íþróttakennari og er einnig með þjálfara- og dómarapróf. Afrek: Eftirminnilegasti sigur Ingólfs á íþróttasviðinu var þeg- ar hann tók þátt í Reykjavíkur- maraþoni fyrir þrem árum og var annar íslendinga í mark í því hlaupi. Þetta var tvöfaldur sigur að sögn Ingólfs: að komast í mark og vera svona framarlega. Niðurlæging: Bikarkeppnin í frjálsum á Laugardalsvelli 1973 er líka Ingólfi eftirminnileg. Þar keppti hann undir merkjum HSÞ og var settur reynslulaus í 10 kílómetra hlaup og var hringaður tvisvar af Sigfúsi Jónssyni sem var besti lang- hlaupari íslendinga um árabil. Ómar Ragnarsson var að lýsa mótinu og hélt að Ingólfur væri að koma með fyrstu mönnum í mark en þá átti hann tvo hringi eftir. Einkenni: í fótbolta var Ingólfur gjarnan á hægri kantinum og þótti nokkuð lipur með knött- inn. Sigmundur Steinarsson Vinnustaður: Morgunblaðið íþróttafélag: Fram Afrek: Sigmundur Steinarsson spilaði með yngri flokkum Fram í fótbolta og handbolta og varð margfaldur Islands- og Reykja- víkurmeistari með liðinu. Hann varð ítrekað Vatnaskógsmeist- ari í frjálsum íþróttum og millu og þegar Logi Bergmann Eiðs- son var ennþá blautur á bak við eyrun í fréttamennskunni bauð hann Sigmundi í millu sem Sig- mundur sigraði léttilega. Vonbrigði: í 5. flokki í knatt- spymu lék Sigmundur í marki en í úrslitaleiknum á móti Val á Laugardalsvellinum, sem var forleikur fyrir leik í meistara- flokki liðanna að viðstöddum 7000 áhorfendum, var hann settur í framiínuna. Fram fékk á sig tvö mörk í leiknum og fór boltinn í bæði skiptin í gegnum klof markvarðarins. Leikminni: Sigmundur minnist eingöngu sigra sinna á vellinum og að hafa saltað rækilega andstæðingana. Hann hætti keppni eftir slæmt fótbrot þeg- ar hann var tvítugur en þjálfaði konur og yngri flokka Fram- mara þangað til hann snéri sér alfarið að fréttamennskunni. Skapti Hallgrímsson Vinnustaður: Morgunblaðið íþróttafélag: Þór, Akureyri Afrek: Leikmaður með Þór í körfu og knattspyrnu í yngri flokkum félagsins. Spilaði með meistaraflokki í 1. deild í körfu- knattleik þrátt fyrir að hann sé aðeins 175 cm á hæð. Mesti ósigur: Tapaði með tutt- ugu mörkum gegn engu fyrir Tindastóli á Sauðárkróki í 4. flokki í knattspymu. Einkenni: Vill ekki gera mikið úr ferli sínum enda virðist hann ekki bjóða upp á annað. Steinþór Guðbjartsson Vinnustaður: Morgunblaðið íþróttafélag: KR Ferill: Steinþór er KR-ingur og spilaði handbolta, fótbolta og körfubolta með félaginu allt upp í 2. flokk þegar liðið varð íslandsmeistari í knattspyrnu. Eftir það lá leið hans til Kanada til að nema íþróttafræði. Afrek: Kanadameistari í knatt- spyrnu háskóialiða og Mani- tóbameistari í handknattleik. Bömmer: Steinþór mátti láta sig hafa það að horfa á eftir tuðrunni framhjá markinu eftir vítaspyrnu í úrslitakeppninni í fótbolta um meistaratitilinn í Kanada. Víðir Sigurðsson Vinnustaður: DV íþróttafélag: Leiknir Fáskrúðs- firði, ÍK Kópavogi Afrek: Víðir var fastamaður í liði Leiknis í 3ju deild fram að tví- tugu en aðeins herslumuninn vantaði á að liðið ynni glæsta sigra. í yngri flokkunum náði Víðir þó Austurlandstitli oftar en Stefán Kristjánsson Vinnustaður: DV íþróttafélag: ÍR Afrek: Ferill Stefáns var sam- felld sigurganga enda lét hann sér nægja að spila körfubolta og fáir áhugamenn um greinina á gullaldarárum hans um miðbik sjöunda ára- tugarins. Stefán lék með ÍR frá 8 ára til 24 ára aldurs en eini alvöru andstæðingurinn var KR þvi sjávarútvegurinn var enn drjúgur á Suðurnesj- um. íslandsmeistara- og bik- artitlar skiptust með félögun- um á milli ára og var Stefán fastur maður í ÍR liðinu og spilaði 12 unglingalandsliðs- leiki. Vonbrigði: Stefán varð að hætta til að geta sinnt starfi sínu sem íþróttafréttamaður þegar hann var á toppnum. Einkenni: Stefán gat troðið boltanum í körfuna með hægri jafnt sem vinstri hendi en lét þá hægri duga á sveifluskotin sem hann var annálaður fyrir en fáir reyndu þau á þessum árum. Skapið hljóp stundum í hann í hita leiksins og þurfti hann þá að fara i sturtu snemma. einu sinni og það tryggði liðinu farseðilinn á mölina þó engar sögur fari af árangrinum þar. Víðir spilaði síðan með ÍK í Kópavogi í fimm ár með meist- araflokki en félagið er á jaðri íþróttalífsins á höfuðborgar- svæðinu. í menntaskóla náði Víðir í einu íslandsmeistara- nafnbót sína en það var árið 1978 þegar lið Menntaskólans á Akureyri sigr- aði í keppni framhaldsskóla landsins. Mesta klúðrið: Þegar Víðir lék með ÍK átti liðið séns á að komast í úrslit en hann klúðraði þrítekinni vítaspyrnu í leiknum sem réði úrslitum. Karakter: Víðir var prúður leik- maður á leikvelli og fékk aðeins tvö gul spjöld á öllum ferli sín- um þrátt fyrir að hann væri varnarmaður. © FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað: 13. Tölublað (14.04.1994)
https://timarit.is/issue/259422

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. Tölublað (14.04.1994)

Aðgerðir: