Eintak - 28.07.1994, Page 10
Þegar kona sem nú er á fertugsaldri sagði vinum sínum að
henni hefði verið hópnauðgað fyrir mörgum árum síðan trúðu
þeir henni ekki. Konunni var sagt að hún hlyti að vera að
ímynda sér þetta. Að lokum var hún nærri því farin að trúa því
sjálf. Á undanförnum dögum hafa íslendingar verið að gera
sér grein fyrir því að hér hafa orðið hópnauðganir.
Umræðan um þær skaut upp kollinum þegar starfskonur
Stígamóta sögðu þjóðinni frá því að útihátíðir hefðu
gjarnan orðið vettvangur þeirra. Gerður Kristný hafði
uppi á ungri konu sem varð fyrir hópnauðgun á
þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra og
fékk nokkra einstaklinga til að
ræða hópnauðganir.
Elísabet Berta Bjarnadóttir
félagsfræðingur segir hópnauðgan-
ir vera af sama toga og einelti.
„Krakkar horfa upp á bekkjarfé-
laga sínum misþyrmt án þess að
reyna að hjálpa honum,“ segir hún.
„Þegar farið er að hafa kynmök við
einhvern gegn hans vilja, er á ferð-
inni mjög aivarlegir persónuleika-
brestir. En börn læra þetta hjá hin-
um fullorðnu. Þeir sjá okkur horfa
á hverja sjónvarpsmyndina á fætur
annarri þar sem verið er að myrða
og nauðga til skiptis á sem gróf-
gerðastan hátt. í þessum myndum
sjá þau líka fullorðna koma illa
fram hver við annan, til dæmis á
vinnustöðum. Þau endurspegla
bara þá hegðun. Því verðum við
alltaf að byrja á að líta í eigin barm
þegar kemur að einelti og öðru of-
beldi.“
Fómarlambið skiptir
ekki máli
Hansína B. Einarsdóttir af-
brotafræðingur segir hópnauðganir
mest hafa vérið rannsakaðar í Am-
Elísabet
Bjarnadóttir
„m
að
eigin
kemu
og öði
eríku og þá í samhengi
við klámiðnaðinn.
„I rannsóknum Ang-
elicu Dworkin, sem
mikið hefur rannsakað
hópnauðganir, kemur
fram að strákar sem
stunda hópnauðganir
horfa mikið á klám-
myndir og lesa klám-
blöð. Við það brenglast
raunveruleikaskyn
þeirra, því þeir eru van-
ir því að sjá konur sem
njóta þess að vera með
sex til átta körlum í
einu,“ segir Hansína.
„Angelica segir að hóp-
nauðganir séu venju-
lega framdar af 5-7
strákum sem gera með
sér bræðralag. Oft tíðk-
ast þær því í glæpaklík-
um. Enginn má segja
frá því hvað hópurinn
tekur sér fyrir hendur
og skiptir þá engu hvað
það er. Markmiðið er
að gera eitthvað sem enginn hefur
áður gert. Einn daginn er húsi rú-
stað og þann næsta er stelpu
nauðgað. Dregið er um í hvaða röð
þeir taka hana og sá sem byrjar er
mesta hetjan. Þetta er merki um að
ekkert sé þeim ofvaxið þegar þeir
leggja saman í púkk.“
Hansína segir niðurstöður Ang-
elicu sýna líka fram á að hópnauðg-
un sé spurning um mönun eða „to
dare“ eins og það heitir á ensku.
Hópurinn talar þá urn það sín á
miili hvað hann ætli að gera og hver
og einn verður að sanna sig.
s.Afbrotið er ekki aðalmálið held-
ur er það „ritúal“ til að sýna mann-
dóm og að vera allir sarnan. Því eru
gerendurnir bæði samsekir og svo
tóku þeir líka allir þátt í atburði
sem þeir eiga einir sarnan," segir
Hansína. „Fórnarlambið kemur
málinu ekki við. Hvatinn er oft á
tíðum allt annar en í nauðgunum
þar sem einn aðili á í hlut. Þarna
sýnir maður hvað hann þorir fyrir
framan annan og það er langtum
ineira „afrek“.
Steingerður
Kristjánsdóttir
„Það er búið að vera mikið að
gera hjá Stígamótum í sumar. “
Með viðtölum við þá sem
frörndu hópnauðganir komst Ang-
elica að því að þegar fleiri stóðu að
glæpnum töldu þeir sig bera rriinni
ábyrgð en ella, því sektin deildist á
fleiri en einn.“
Elísabet bendir á að sá sem beitir
aðra kynferðislegu ofbeldi hefur
oftast sjálfur verið beittur því.
Hann hefur ef til vill ekki alist upp
við að nein líkamleg mörk séu virt.
„í sumum ættum gengur ofbeld-
ið því oft mann fram af manni. Því
finnst þeim framferði sitt réttlæt-
anlegt og kannski bara eðlileg tjá-
skipti. Bak við býr samt sem áður
mikil vanmetakennd,“ segir Elísa-
bet.
Reynsla Steingerðar Kristjáns-
dóttur, starfskonu Stígamóta, er
aftur á móti sú að konur sem orðið
hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi
beiti því ekki sjálfar og því skilur
hún ekki hvers vegna karlmenn
sem hafa þolað það ættu frekar að
beita því. Kvenþolendur ofvernda
frekar börnin sín.
Hópnauðganir
eru ekkert nýtt
Starfskonum Stígamóta blöskrar
mjög þau hörðu viðbrögð sem þær
10
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994